Handjárnuð kona stal lögreglubíl - Myndband Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2015 10:55 Vísir/Getty Lögreglan í Pensylvania í Bandaríkjunum handtók hina 27 ára gömlu Roxanne Rimer fyrir búðahnupl á dögunum. Hún var handjárnuð og sett í aftursæti lögreglubíls, á meðan lögregluþjónar skoðuðu bíl hennar. Á ótrúverðan hátt tókst konunni að komast í framsætið og keyra lögreglubílnum af stað, með hendurnar í járnum fyrir aftan bak. Hún keyrði um 16 kílómetra vegalengd á allt að 160 kílómetra hraða samkvæmt lögreglunni. Lögreglan hefur birt myndband úr mælaborðsvél lögreglubílsins þar sem aksturslag konunnar sést greinilega. Fyrst var hún handtekin eftir að hún hrinti öryggisverði í verslun þar sem hún var gómuð fyrir hnupl. Þá hljóp hún út í bíl, sem afi hennar ók. Hann neitaði þó að keyra af stað en hún steig sjálf á bensíngjöfina svo að bíllinn lenti utanvegar. Eftir að lögreglumennirnir höfðu handjárnað hana og sett hana í aftursætið, tókst henni að skríða í framsætið og keyra af stað. „Hvernig keyrir þú bíl með hendurnar fastar fyrir aftan bak?“ sagði lögreglustjórinn Barry Kramer í samtali við CBS News. „Flestir gætu það ekki.“ Einn lögreglumaður tók eftir því að hún væri að reyna að keyra af stað og reyndi að stöðva hana. Hann telur að hún hafi notað einn eða tvo putta til að stýra bílnum, með því að snúa sér. „Hún var eiginlega á hlið og var að reyna að ná bílnum í gír og svo keyrði hún í burtu.“ Konan ók á miklum hraða í mikilli umferð áður en hún stöðvaði bílinn og bað vegfarenda um að hjálpa sér við að keyra bílinn, þar sem hún var enn handjárnuð. Skömmu seinna yfirgaf hún þó bílinn og sést hún hlaupa framhjá myndavélinni með hendurnar í járnum fyrir aftan bak. Hún var handtekin skömmu seinna og fundust nálar á henni. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur konan verið ákærð fyrir fjölda brota. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Sjá meira
Lögreglan í Pensylvania í Bandaríkjunum handtók hina 27 ára gömlu Roxanne Rimer fyrir búðahnupl á dögunum. Hún var handjárnuð og sett í aftursæti lögreglubíls, á meðan lögregluþjónar skoðuðu bíl hennar. Á ótrúverðan hátt tókst konunni að komast í framsætið og keyra lögreglubílnum af stað, með hendurnar í járnum fyrir aftan bak. Hún keyrði um 16 kílómetra vegalengd á allt að 160 kílómetra hraða samkvæmt lögreglunni. Lögreglan hefur birt myndband úr mælaborðsvél lögreglubílsins þar sem aksturslag konunnar sést greinilega. Fyrst var hún handtekin eftir að hún hrinti öryggisverði í verslun þar sem hún var gómuð fyrir hnupl. Þá hljóp hún út í bíl, sem afi hennar ók. Hann neitaði þó að keyra af stað en hún steig sjálf á bensíngjöfina svo að bíllinn lenti utanvegar. Eftir að lögreglumennirnir höfðu handjárnað hana og sett hana í aftursætið, tókst henni að skríða í framsætið og keyra af stað. „Hvernig keyrir þú bíl með hendurnar fastar fyrir aftan bak?“ sagði lögreglustjórinn Barry Kramer í samtali við CBS News. „Flestir gætu það ekki.“ Einn lögreglumaður tók eftir því að hún væri að reyna að keyra af stað og reyndi að stöðva hana. Hann telur að hún hafi notað einn eða tvo putta til að stýra bílnum, með því að snúa sér. „Hún var eiginlega á hlið og var að reyna að ná bílnum í gír og svo keyrði hún í burtu.“ Konan ók á miklum hraða í mikilli umferð áður en hún stöðvaði bílinn og bað vegfarenda um að hjálpa sér við að keyra bílinn, þar sem hún var enn handjárnuð. Skömmu seinna yfirgaf hún þó bílinn og sést hún hlaupa framhjá myndavélinni með hendurnar í járnum fyrir aftan bak. Hún var handtekin skömmu seinna og fundust nálar á henni. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur konan verið ákærð fyrir fjölda brota.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Sjá meira