Handjárnuð kona stal lögreglubíl - Myndband Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2015 10:55 Vísir/Getty Lögreglan í Pensylvania í Bandaríkjunum handtók hina 27 ára gömlu Roxanne Rimer fyrir búðahnupl á dögunum. Hún var handjárnuð og sett í aftursæti lögreglubíls, á meðan lögregluþjónar skoðuðu bíl hennar. Á ótrúverðan hátt tókst konunni að komast í framsætið og keyra lögreglubílnum af stað, með hendurnar í járnum fyrir aftan bak. Hún keyrði um 16 kílómetra vegalengd á allt að 160 kílómetra hraða samkvæmt lögreglunni. Lögreglan hefur birt myndband úr mælaborðsvél lögreglubílsins þar sem aksturslag konunnar sést greinilega. Fyrst var hún handtekin eftir að hún hrinti öryggisverði í verslun þar sem hún var gómuð fyrir hnupl. Þá hljóp hún út í bíl, sem afi hennar ók. Hann neitaði þó að keyra af stað en hún steig sjálf á bensíngjöfina svo að bíllinn lenti utanvegar. Eftir að lögreglumennirnir höfðu handjárnað hana og sett hana í aftursætið, tókst henni að skríða í framsætið og keyra af stað. „Hvernig keyrir þú bíl með hendurnar fastar fyrir aftan bak?“ sagði lögreglustjórinn Barry Kramer í samtali við CBS News. „Flestir gætu það ekki.“ Einn lögreglumaður tók eftir því að hún væri að reyna að keyra af stað og reyndi að stöðva hana. Hann telur að hún hafi notað einn eða tvo putta til að stýra bílnum, með því að snúa sér. „Hún var eiginlega á hlið og var að reyna að ná bílnum í gír og svo keyrði hún í burtu.“ Konan ók á miklum hraða í mikilli umferð áður en hún stöðvaði bílinn og bað vegfarenda um að hjálpa sér við að keyra bílinn, þar sem hún var enn handjárnuð. Skömmu seinna yfirgaf hún þó bílinn og sést hún hlaupa framhjá myndavélinni með hendurnar í járnum fyrir aftan bak. Hún var handtekin skömmu seinna og fundust nálar á henni. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur konan verið ákærð fyrir fjölda brota. Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira
Lögreglan í Pensylvania í Bandaríkjunum handtók hina 27 ára gömlu Roxanne Rimer fyrir búðahnupl á dögunum. Hún var handjárnuð og sett í aftursæti lögreglubíls, á meðan lögregluþjónar skoðuðu bíl hennar. Á ótrúverðan hátt tókst konunni að komast í framsætið og keyra lögreglubílnum af stað, með hendurnar í járnum fyrir aftan bak. Hún keyrði um 16 kílómetra vegalengd á allt að 160 kílómetra hraða samkvæmt lögreglunni. Lögreglan hefur birt myndband úr mælaborðsvél lögreglubílsins þar sem aksturslag konunnar sést greinilega. Fyrst var hún handtekin eftir að hún hrinti öryggisverði í verslun þar sem hún var gómuð fyrir hnupl. Þá hljóp hún út í bíl, sem afi hennar ók. Hann neitaði þó að keyra af stað en hún steig sjálf á bensíngjöfina svo að bíllinn lenti utanvegar. Eftir að lögreglumennirnir höfðu handjárnað hana og sett hana í aftursætið, tókst henni að skríða í framsætið og keyra af stað. „Hvernig keyrir þú bíl með hendurnar fastar fyrir aftan bak?“ sagði lögreglustjórinn Barry Kramer í samtali við CBS News. „Flestir gætu það ekki.“ Einn lögreglumaður tók eftir því að hún væri að reyna að keyra af stað og reyndi að stöðva hana. Hann telur að hún hafi notað einn eða tvo putta til að stýra bílnum, með því að snúa sér. „Hún var eiginlega á hlið og var að reyna að ná bílnum í gír og svo keyrði hún í burtu.“ Konan ók á miklum hraða í mikilli umferð áður en hún stöðvaði bílinn og bað vegfarenda um að hjálpa sér við að keyra bílinn, þar sem hún var enn handjárnuð. Skömmu seinna yfirgaf hún þó bílinn og sést hún hlaupa framhjá myndavélinni með hendurnar í járnum fyrir aftan bak. Hún var handtekin skömmu seinna og fundust nálar á henni. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur konan verið ákærð fyrir fjölda brota.
Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira