75 ára gamall Ellert Schram vann mótið með yfirburðum Jakob Bjarnar skrifar 2. júlí 2015 10:18 Ellert B. Schram. Gamli keppnismaðurinn er harður í horn að taka á golfvellinum, ef svo ber undir. Ellert Schram, fyrrverandi ritstjóri og alþingismaður, náði sannkölluðum draumahring í golfinu á dögunum. Og það á hárréttum tíma, nefnilega á afmælismóti Golfklúbbsins Setbergs. Ellert er orðinn 75 ára gamall, hann var með 22,3 í forgjöf og spilaði hringinn á 80 höggum. Þessi árangur þýddi 44 punkta, eins og það heitir í golfinu, sem er glæsilegur árangur og Ellert sigraði mótið með miklum glæsibrag.Meintur forgjafarsvindlariVið verðlaunaafhendinguna gantaðist formaður klúbbsins, Högni Friðþjófsson, með það að þarna hlyti að vera forgjafasvindlari á ferð, slíkir væru yfirburðirnir. Högni var hins vegar fljótur að draga í land og biðjast velvirðingar á þeim ummælum, enda forgjöf Ellerts lögleg og endurspeglar með réttum hætti getu hans. „Það var ómaklegt og rangt að gefa í skyn að svindl hafi ráðið úrslitum,“ skrifar Högni á heimasíðu Setbergsklúbbsins. Ellert hlær að þessu í samtali við Vísi. „Það er náttúrlega engan veginn hægt að finna út að það hafi verið eitthvað svindl, ég hef meira og minna verið með sömu forgjöfina í þrjú til fjögur ár. Ég hef tekið mikið þátt í mótum þannig að forgjöfin er rétt. en hún auðvitað lækkaði eftir þennan fína hring.“Forgjöfin lækkaði hressilegaOg forgjöf Ellerts hrundi niður í 19,9 sem er býsna gott. „Hún lækkar ekkert of mikið. Sem er fínt. Aukaatriði hvað maður hefur mikið í forgjöf, það er upp og niður og ég er kominn á góðan aldur og þarf því að hafa trausta forgjöf. Metnaður í mönnum að komast niður í forgjöfinni en auðvitað hef ég áhuga á því en aðalatriðið er kannski það, í golfinu, að hreyfa mig og leika mér og svo er þetta áskorun. Og góðan félagsskap. Svo glittir stundum í gamla keppnismanninn þegar mikið liggur við. Kviknar á þessum kertum. Sem er ágætt. Maður er ekkert að spila þetta með hangandi hendi heldur gera sem best. Börnin mín gáfu mér golfkylfur í sextugsafmælinu, þá hafði ég aldrei spilað golf. Fljótlega, eða síðustu tíu árin hef ég verið duglegur. Sumir segja að synd sé að ég hefði ekki byrjað fyrr en ég segi sem betur fer, því maður er svo mikill dellukarl. Ég hafði þá frið til að gera eitthvað annað.“ Ellert fékk sem sagt golfsett þegar hann var sextugur og hefur varla litið til baka síðan. „Já, ég hugsa það nú. Ég spila yfir sumartímann, að minnsta kosti fjórum sinnum í viku ef veður leyfir. Enda er þetta ekki bara skemmtun heldur hreyfing og gagnsemi, fyrir fólk á þessum aldri.“Elskar þá alla þessa velliEllert er meðlimur í golfklúbbnum á Nesinu og svo Setberginu líka. „Svo er ég svo heppinn að eftir að ég var gerður að heiðursforseta hjá ÍSÍ fæ ég kort hjá Golfsambandinu sem veitir mér aðgang að öllum völlum tvisvar á ári. Það kann ég vel að meta.“ Og gamla kempan vill ekki gera upp á milli golfklúbba þegar farið er fram á það. „Mér finnst flestir þessara valla, góð hönnun og vel frá þessu gengið og tilbreyting. Ég elska þá alla.“ Næst á dagskrá er svo meistaramót Golfklúbbsins Setbergs sem hefst í næstu viku. „Maður verður að vera með. Svo kemstu heldur ekkert annars að á vellina, ef þú ert ekki í móti, það er leið inna á vellina.“ Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Ellert Schram, fyrrverandi ritstjóri og alþingismaður, náði sannkölluðum draumahring í golfinu á dögunum. Og það á hárréttum tíma, nefnilega á afmælismóti Golfklúbbsins Setbergs. Ellert er orðinn 75 ára gamall, hann var með 22,3 í forgjöf og spilaði hringinn á 80 höggum. Þessi árangur þýddi 44 punkta, eins og það heitir í golfinu, sem er glæsilegur árangur og Ellert sigraði mótið með miklum glæsibrag.Meintur forgjafarsvindlariVið verðlaunaafhendinguna gantaðist formaður klúbbsins, Högni Friðþjófsson, með það að þarna hlyti að vera forgjafasvindlari á ferð, slíkir væru yfirburðirnir. Högni var hins vegar fljótur að draga í land og biðjast velvirðingar á þeim ummælum, enda forgjöf Ellerts lögleg og endurspeglar með réttum hætti getu hans. „Það var ómaklegt og rangt að gefa í skyn að svindl hafi ráðið úrslitum,“ skrifar Högni á heimasíðu Setbergsklúbbsins. Ellert hlær að þessu í samtali við Vísi. „Það er náttúrlega engan veginn hægt að finna út að það hafi verið eitthvað svindl, ég hef meira og minna verið með sömu forgjöfina í þrjú til fjögur ár. Ég hef tekið mikið þátt í mótum þannig að forgjöfin er rétt. en hún auðvitað lækkaði eftir þennan fína hring.“Forgjöfin lækkaði hressilegaOg forgjöf Ellerts hrundi niður í 19,9 sem er býsna gott. „Hún lækkar ekkert of mikið. Sem er fínt. Aukaatriði hvað maður hefur mikið í forgjöf, það er upp og niður og ég er kominn á góðan aldur og þarf því að hafa trausta forgjöf. Metnaður í mönnum að komast niður í forgjöfinni en auðvitað hef ég áhuga á því en aðalatriðið er kannski það, í golfinu, að hreyfa mig og leika mér og svo er þetta áskorun. Og góðan félagsskap. Svo glittir stundum í gamla keppnismanninn þegar mikið liggur við. Kviknar á þessum kertum. Sem er ágætt. Maður er ekkert að spila þetta með hangandi hendi heldur gera sem best. Börnin mín gáfu mér golfkylfur í sextugsafmælinu, þá hafði ég aldrei spilað golf. Fljótlega, eða síðustu tíu árin hef ég verið duglegur. Sumir segja að synd sé að ég hefði ekki byrjað fyrr en ég segi sem betur fer, því maður er svo mikill dellukarl. Ég hafði þá frið til að gera eitthvað annað.“ Ellert fékk sem sagt golfsett þegar hann var sextugur og hefur varla litið til baka síðan. „Já, ég hugsa það nú. Ég spila yfir sumartímann, að minnsta kosti fjórum sinnum í viku ef veður leyfir. Enda er þetta ekki bara skemmtun heldur hreyfing og gagnsemi, fyrir fólk á þessum aldri.“Elskar þá alla þessa velliEllert er meðlimur í golfklúbbnum á Nesinu og svo Setberginu líka. „Svo er ég svo heppinn að eftir að ég var gerður að heiðursforseta hjá ÍSÍ fæ ég kort hjá Golfsambandinu sem veitir mér aðgang að öllum völlum tvisvar á ári. Það kann ég vel að meta.“ Og gamla kempan vill ekki gera upp á milli golfklúbba þegar farið er fram á það. „Mér finnst flestir þessara valla, góð hönnun og vel frá þessu gengið og tilbreyting. Ég elska þá alla.“ Næst á dagskrá er svo meistaramót Golfklúbbsins Setbergs sem hefst í næstu viku. „Maður verður að vera með. Svo kemstu heldur ekkert annars að á vellina, ef þú ert ekki í móti, það er leið inna á vellina.“
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira