Telja verkfallsbrot framin á Selfossi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 7. maí 2015 15:04 Verkfallsverðir Bárunnar hafa tekið sér stöðu fyrir utan fyrirtæki í bænum þar sem þeir telja verkfallsbrot vera framin, til að mynda á Subway. Vísir/Magnús Hlynur Verkfallsverðir stéttarfélagsins Bárunnar á Selfossi segja að verkfallsbrot séu framin í nokkrum fyrirtækjum í bænum. Starfsmenn fyrirtækja sem ekki tilheyra Bárunni en starfa eftir samningum sem félagið hefur gert hafa verið látnir vinna. Standa með skilti Hjalti Tómasson hjá Bárunni segir að haft hafi verið samband við forsvarsmenn fyrirtækjanna. Auk þess hafa verkfallsverðir tekið sér stöðu með skilti fyrir utan einhver þeirra fyrirtækja sem um ræðir. Svona skilti eru verkfallsverðirnir með.Vísir/Magnús Hlynur Fyrir framan Subway hafa til að mynda þrír verðir tekið sér stöðu með skilti með skilaboðunum: „Verkafólk í Bárunni er í verkfalli á þessum vinnustað“. „Við teljum að það séu verkfallsbrot í sumum tilfellum,“ segir hann. Er það á mörgum stöðum? „Nei það er ekki á mörgum stöðum en nokkrum.“Aðrir látnir vinna „Við erum ósátt við það að félagsmenn annara félaga skuli vera nýtt til vinnu á meðan okkar félagsmenn eru í verkfalli,“ segir hann. „Við teljum að þetta verkfall nái til gildissviðs samningsins. Það er hann sem er undir en ekki félagsaðild einstaklinganna.“ Skilaboðum á borð við þau sem eru fyrir framan Subway er beint til viðskiptavina. „Það er alveg skýrt fyrir hverju við erum að berjast og við óskum eftir stuðningi fólks við þessar aðgerðir,” segir Hjalti sem segir mikinn meðbyr með aðgerðunum. Báran hefur haft samband við þau fyrirtæki sem félagið telur brjóta á verkfallinu en þau svör hafa fengist að þau séu ósammála túlkun félagsins. „Við teljum ekki eðlilegt að reka starfsemi með fullum krafi með starfsmönnum annarra félaga,” segir hann.Uppfært 18:04: Hrafnhildur Stefánsdóttir, yfirlögfræðingi Samtaka atvinnulífsins, segir fráleitt að um verkfallsbrot sé að ræða og segir að ekki sé á nokkurn hátt gengið á rétt félagsmanna Bárunnar. Stéttarfélög hafi enga lagaheimild til að skipa félagsmönnum annarra stéttarfélaga að leggja niður störf sín. Þessum starfsmönnum hafi heldur ekki staðið til boða að taka þátt í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðunina og eigi ekki rétt á bótum úr sjóðum félagsins eins og félagsmenn þess. Í tilkynningu frá SA segir að vegna ágreinings um það hvort starfsmenn í Verslunarmannafélagi Suðurlands í starfi hjá Subway á Selfossi og fleiri fyrirtækja megi vinna í verkfalli Bárunnar stéttarfélags skuli bent á að samkvæmt verkfallsboðun nái verkfallið einungis til félagsmanna Bárunnar. „Stéttarfélagið hefur heldur ekki boðvald yfir öðrum en eigin félagsmönnum samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Þessum starfsmönnum er rétt og skylt að vinna sín venjulegu störf eins og þau hafa gert hingað til en mega ekki ganga inn í störf þeirra sem eru í verkfalli. Flestir starfsmenn Subway á Selfossi eru félagsmenn Bárunnar en þar starfa einnig nokkrir verslunarmenn enda um að ræða blönduð störf við afgreiðslu og framreiðslu. Þess er vandlega gætt að þessir starfsmenn vinni einungis sín reglubundnu störf og gangi ekki í störf verkfallsmanna og hefur vinnutíma þeirra að engu leyti verið breytt vegna verkfallsins og opnunartími verið takmarkaður vegna verkfallsins,“ segir í tilkynningunni. Verkfall 2016 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Verkfallsverðir stéttarfélagsins Bárunnar á Selfossi segja að verkfallsbrot séu framin í nokkrum fyrirtækjum í bænum. Starfsmenn fyrirtækja sem ekki tilheyra Bárunni en starfa eftir samningum sem félagið hefur gert hafa verið látnir vinna. Standa með skilti Hjalti Tómasson hjá Bárunni segir að haft hafi verið samband við forsvarsmenn fyrirtækjanna. Auk þess hafa verkfallsverðir tekið sér stöðu með skilti fyrir utan einhver þeirra fyrirtækja sem um ræðir. Svona skilti eru verkfallsverðirnir með.Vísir/Magnús Hlynur Fyrir framan Subway hafa til að mynda þrír verðir tekið sér stöðu með skilti með skilaboðunum: „Verkafólk í Bárunni er í verkfalli á þessum vinnustað“. „Við teljum að það séu verkfallsbrot í sumum tilfellum,“ segir hann. Er það á mörgum stöðum? „Nei það er ekki á mörgum stöðum en nokkrum.“Aðrir látnir vinna „Við erum ósátt við það að félagsmenn annara félaga skuli vera nýtt til vinnu á meðan okkar félagsmenn eru í verkfalli,“ segir hann. „Við teljum að þetta verkfall nái til gildissviðs samningsins. Það er hann sem er undir en ekki félagsaðild einstaklinganna.“ Skilaboðum á borð við þau sem eru fyrir framan Subway er beint til viðskiptavina. „Það er alveg skýrt fyrir hverju við erum að berjast og við óskum eftir stuðningi fólks við þessar aðgerðir,” segir Hjalti sem segir mikinn meðbyr með aðgerðunum. Báran hefur haft samband við þau fyrirtæki sem félagið telur brjóta á verkfallinu en þau svör hafa fengist að þau séu ósammála túlkun félagsins. „Við teljum ekki eðlilegt að reka starfsemi með fullum krafi með starfsmönnum annarra félaga,” segir hann.Uppfært 18:04: Hrafnhildur Stefánsdóttir, yfirlögfræðingi Samtaka atvinnulífsins, segir fráleitt að um verkfallsbrot sé að ræða og segir að ekki sé á nokkurn hátt gengið á rétt félagsmanna Bárunnar. Stéttarfélög hafi enga lagaheimild til að skipa félagsmönnum annarra stéttarfélaga að leggja niður störf sín. Þessum starfsmönnum hafi heldur ekki staðið til boða að taka þátt í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðunina og eigi ekki rétt á bótum úr sjóðum félagsins eins og félagsmenn þess. Í tilkynningu frá SA segir að vegna ágreinings um það hvort starfsmenn í Verslunarmannafélagi Suðurlands í starfi hjá Subway á Selfossi og fleiri fyrirtækja megi vinna í verkfalli Bárunnar stéttarfélags skuli bent á að samkvæmt verkfallsboðun nái verkfallið einungis til félagsmanna Bárunnar. „Stéttarfélagið hefur heldur ekki boðvald yfir öðrum en eigin félagsmönnum samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Þessum starfsmönnum er rétt og skylt að vinna sín venjulegu störf eins og þau hafa gert hingað til en mega ekki ganga inn í störf þeirra sem eru í verkfalli. Flestir starfsmenn Subway á Selfossi eru félagsmenn Bárunnar en þar starfa einnig nokkrir verslunarmenn enda um að ræða blönduð störf við afgreiðslu og framreiðslu. Þess er vandlega gætt að þessir starfsmenn vinni einungis sín reglubundnu störf og gangi ekki í störf verkfallsmanna og hefur vinnutíma þeirra að engu leyti verið breytt vegna verkfallsins og opnunartími verið takmarkaður vegna verkfallsins,“ segir í tilkynningunni.
Verkfall 2016 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira