Frosinone tókst að fylgja eftir góðu jafntefli gegn Juventus á útivelli um síðustu helgi með óvæntum 2-0 sigri á Empoli í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Frosinone sem er nýliði í deildinni var búið að tapa fjórum leikjum í röð fyrir jafnteflið gegn Juventus en stigið gegn ítölsku meisturunum virðist hafa vakið leikmenn liðsins til lífsins.
Federico Dionisi og Danilo Soddimo sáu um markaskorunina í leiknum með tveimur mörkum um miðbik seinni hálfleiks en Riccardo Saponara, leikmaður Empoli, fékk rautt spjald, korteri fyrir leikslok.
Það var heldur meiri dramatík í seinni leik kvöldsins, 2-1 sigri Atalanta á Sampdoria. Nikolas Moisander, leikmaður Sampdoria, varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net í upphafi leiksins.
German Denis virtist hafa tryggt stigin þrjú með öðru marki Atalanta undir lok venjulegs leiktíma en Roberto Soriano náði að klóra í bakkann fyrir Sampdoria á 94. mínútu.
Lengra komust gestirnir ekki og fögnuðu leikmenn Atalanta sigrinum en með sigrinum skutust þeir upp fyrir Sampdoria í 8. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar.
Úrslit kvöldsins:
Frosinone 2-0 Empoli
Atalanta 2-1 Sampdoria
Frosinone vann fyrsta sigurinn í efstu deild | Úrslit kvöldsins
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið

Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik
Enski boltinn

„Ég hélt að við værum komin lengra“
Enski boltinn

„Betra er seint en aldrei“
Enski boltinn



Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs
Enski boltinn




Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast
Enski boltinn