Enski boltinn

Ætla bjóða Kane og Alli fimm ára samning

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dele Alli á framtíðina fyrir sér.
Dele Alli á framtíðina fyrir sér. vísir/getty
Forráðamenn Tottenham Hotspur ætla sér að bjóða þeim Dele Alli og Harry Kane nýjan langtíma samning og tala miðlar ytra um að þeir fái báðir fimm ára samning.

Talað er um að Kane fái 70.000 pund í vikulaun og Alli 25.000 pund ef af samningunum verður.

Hvorugur leikmannanna hefur hafið samningaviðræður við Spurs en líklega hefjast þær á allra næsta dögum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×