Eitt prósent á helminginn Guðsteinn Bjarnason skrifar 20. janúar 2015 07:15 Í skýrslunni frá Oxfam kemur í ljós að 80 prósent manna á jörðinni eiga ekki nema 5,5 prósent af heildarauð jarðarbúa. nordicphotos/AFP Innan tveggja ára má búast við því að ríkasta prósent jarðarbúa muni eiga meira en allir aðrir jarðarbúar samtals. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Oxfam, sem birt er rétt fyrir ársfund Alþjóðlega efnahagsþingsins í Davos í Sviss. Nú er svo komið að eitt prósent jarðarbúa, um 70 milljónir manna, eiga 48 prósent af öllum auði þeirra sjö milljarða manna sem alls búa hér á jörðu. Þetta samsvarar nokkurn veginn því að íbúar Austur-Kongó ættu samtals nærri helminginn af öllum auði jarðarbúa. „Viljum við virkilega búa í heimi þar sem eitt prósent okkar á meira við hin öll samanlagt?“ segir Winnie Byanyima, framkvæmdastjóri Oxfam International, í tilkynningu. „Undanfarna tólf mánuði höfum við heyrt leiðtoga heimsins, allt frá Barack Obama til Christine Lagarde, tala meira um að taka þurfi á hinni gríðarlegu misskiptingu, en við erum enn að bíða eftir því að þeir taki til hendinni.“Winnie Byanyima Framkvæmdastjóri Oxfam International á Davos-samkomunni í fyrra. Hún ætlar að mæta aftur í ár.fréttablaðið/APÍ skýrslunni kemur fram að árið 2009 átti eitt prósent jarðarbúa um það bil 44 prósent af heildarauðnum, en nú er þetta hlutfall sem sagt komið upp í 48 prósent. Oxfam segir í skýrslunni að með sama áframhaldi verði hlutfallið komið yfir 50 prósent árið 2016. Þar kemur einnig fram að 20 prósent jarðarbúa eigi 94,5 prósent allra auðæfanna, þannig að 80 prósent eiga ekki nema 5,5 prósent samtals. Að meðaltali eiga þessi 80 prósent jarðarbúa um það bil hálfa milljón króna, hver einstaklingur. Þetta er 700 sinnum minna en meðaltalseignir hvers einstaklings úr ríkasta prósentinu. Byanyima ætlar að mæta til ráðstefnunnar í Davos í þeim tilgangi að hvetja alla þá leiðtoga viðskiptalífs og stjórnmála, sem þar koma saman, til þess að grípa til aðgerða til að snúa við þessari þróun vaxandi ójafnaðar. Oxfam vakti athygli á Davos-ráðstefnunni í fyrra með því að skýra frá því að 85 ríkustu einstaklingar heims ættu samtals jafn miklar eignir og fátækari helmingur allra jarðarbúa samanlagt. Þessi tala er nú komin niður í 80 einstaklinga, en árið 2010 var talan 388.Milljónamæringarnir Í skýrslu um auðlegð jarðarbúa, sem rannsóknarstofnun svissneska bankans Credit Suisse sendi frá sér nýverið, kemur fram að flestir milljónamæringar heims búa í Bandaríkjunum eða Evrópuríkjum. Miðað er við milljón Bandaríkjadali.Afríka 144.000Asía/Kyrrahafsríki 5.637.000Kína 1.181.000Evrópa 11.780.000Indland 182.000Rómanska Ameríka 605.000Norður-Ameríka 15.308.000Samtals: 34.837.000 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Sjá meira
Innan tveggja ára má búast við því að ríkasta prósent jarðarbúa muni eiga meira en allir aðrir jarðarbúar samtals. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Oxfam, sem birt er rétt fyrir ársfund Alþjóðlega efnahagsþingsins í Davos í Sviss. Nú er svo komið að eitt prósent jarðarbúa, um 70 milljónir manna, eiga 48 prósent af öllum auði þeirra sjö milljarða manna sem alls búa hér á jörðu. Þetta samsvarar nokkurn veginn því að íbúar Austur-Kongó ættu samtals nærri helminginn af öllum auði jarðarbúa. „Viljum við virkilega búa í heimi þar sem eitt prósent okkar á meira við hin öll samanlagt?“ segir Winnie Byanyima, framkvæmdastjóri Oxfam International, í tilkynningu. „Undanfarna tólf mánuði höfum við heyrt leiðtoga heimsins, allt frá Barack Obama til Christine Lagarde, tala meira um að taka þurfi á hinni gríðarlegu misskiptingu, en við erum enn að bíða eftir því að þeir taki til hendinni.“Winnie Byanyima Framkvæmdastjóri Oxfam International á Davos-samkomunni í fyrra. Hún ætlar að mæta aftur í ár.fréttablaðið/APÍ skýrslunni kemur fram að árið 2009 átti eitt prósent jarðarbúa um það bil 44 prósent af heildarauðnum, en nú er þetta hlutfall sem sagt komið upp í 48 prósent. Oxfam segir í skýrslunni að með sama áframhaldi verði hlutfallið komið yfir 50 prósent árið 2016. Þar kemur einnig fram að 20 prósent jarðarbúa eigi 94,5 prósent allra auðæfanna, þannig að 80 prósent eiga ekki nema 5,5 prósent samtals. Að meðaltali eiga þessi 80 prósent jarðarbúa um það bil hálfa milljón króna, hver einstaklingur. Þetta er 700 sinnum minna en meðaltalseignir hvers einstaklings úr ríkasta prósentinu. Byanyima ætlar að mæta til ráðstefnunnar í Davos í þeim tilgangi að hvetja alla þá leiðtoga viðskiptalífs og stjórnmála, sem þar koma saman, til þess að grípa til aðgerða til að snúa við þessari þróun vaxandi ójafnaðar. Oxfam vakti athygli á Davos-ráðstefnunni í fyrra með því að skýra frá því að 85 ríkustu einstaklingar heims ættu samtals jafn miklar eignir og fátækari helmingur allra jarðarbúa samanlagt. Þessi tala er nú komin niður í 80 einstaklinga, en árið 2010 var talan 388.Milljónamæringarnir Í skýrslu um auðlegð jarðarbúa, sem rannsóknarstofnun svissneska bankans Credit Suisse sendi frá sér nýverið, kemur fram að flestir milljónamæringar heims búa í Bandaríkjunum eða Evrópuríkjum. Miðað er við milljón Bandaríkjadali.Afríka 144.000Asía/Kyrrahafsríki 5.637.000Kína 1.181.000Evrópa 11.780.000Indland 182.000Rómanska Ameríka 605.000Norður-Ameríka 15.308.000Samtals: 34.837.000
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Sjá meira