Segist tilbúinn til að axla ábyrgð Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. mars 2015 10:47 Helgi Hrafn Gunnarsson hefur vakið athygli vegna starfa sinna fyrir Pírata. vísir/pjetur Fjórar skoðanakannanir sem gerðar hafa verið upp á síðkastið sýna verulega fylgisaukningu við Pírata. Það eru könnun Capacent Gallup, könnun MMR og tvær kannanir Fréttablaðsins. Í nýjustu könnuninni, sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi í dag, mælast þeir stærsti flokkurinn með tölfræðilega marktækum mun. „Við þurfum að spyrja okkur að því hvernig eigi að mynda ríkisstjórnir,“ segir Helgi Hrafn spurður að því hvort hann sé tilbúinn að axla ábyrgð sem slíkt fylgi Píratanna gæti leitt af sér. Til dæmis með því að hann gerðist ráðherra eftir kosningar. „Mér finnst ekki eðlilegt að það séu tveir, hugsanlega þrír, stjórnmálaflokkar, sem ná að verja ríkisstjórn falli, sem eiga að ákveða það hvernig ríkisstjórn er mynduð,“ segir Helgi jafnframt. Hann vill aðgreina löggjafarvaldið og framkvæmdarvaldið betur. „Og gera ferlið við val á ríkisstjórn almennt lýðræðislegra þannig að þetta sé ekki þannig að efstu þingmenn fái framkvæmdarvaldið í hendurnar meðfram löggjafarvaldinu,“ segir Helgi Hrafn. Hann segist vilja setja þá reglu að ráðherrar séu ekki þingmenn á sama tíma. „En að því sögðu þá axla ég þá ábyrgð sem mér er veitt. En ég hef engan áhuga á henni fyrr en þessar spurningar eru komnar með viðeigandi svör,“ segir hann.Helgi Hrafn segir að niðurstöður skoðanakannana komi sér mikið á óvart. Undir það tekur hinn sænski Rickard Falkvinge. Hann er stofnandi hinnar alþjóðlegu Píratahreyfingar. Falkvinge segir að þegar Píratar fengu kjörna menn á Alþingi 2013 hefði hann búist við að hreyfingin hér á landi myndi stækka. „En að vera með flokk tíu árum eftir stofnun sem nýtur fylgis sem gæti fært honum forsætisráðuneytið, það er mun örari þróun en ég átti von á,“ segir Falkvinge. Hann vísar þó í orð Helga Hrafns og fleiri og bendir á að menn skyldu taka stuðningnum af auðmýkt. „Það er mjög auðvelt að falla í þá gryfju að taka stuðningnum sem gefnum. Og þá ertu kominn í sömu stöðu og fjórflokkurinn á Íslandi er í,“ segir hann. Falkvinge bendir á að kjörtímabilið sé hálfnað. Hvort svona skoðanakönnun leiði til sömu niðurstaðna í kosningum eftir tvö ár sé stór spurning. „Við höfum séð það bregðast í nokkrum löndum og því ítreka ég að það er mikilvægt að vera auðmjúkur gagnvart þessum niðurstöðum,“ segir Falkvinge. Alþingi Tengdar fréttir Píratar með yfirburði á meðal yngri kjósenda í nýrri könnun Tæplega 38 prósent kjósenda undir fimmtugu myndu kjósa Pírata í alþingiskosningum. Píratar standa best að vígi gagnvart yngri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn er með mest fylgi hjá eldri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn næðu ekki m 21. mars 2015 07:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Sjá meira
Fjórar skoðanakannanir sem gerðar hafa verið upp á síðkastið sýna verulega fylgisaukningu við Pírata. Það eru könnun Capacent Gallup, könnun MMR og tvær kannanir Fréttablaðsins. Í nýjustu könnuninni, sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi í dag, mælast þeir stærsti flokkurinn með tölfræðilega marktækum mun. „Við þurfum að spyrja okkur að því hvernig eigi að mynda ríkisstjórnir,“ segir Helgi Hrafn spurður að því hvort hann sé tilbúinn að axla ábyrgð sem slíkt fylgi Píratanna gæti leitt af sér. Til dæmis með því að hann gerðist ráðherra eftir kosningar. „Mér finnst ekki eðlilegt að það séu tveir, hugsanlega þrír, stjórnmálaflokkar, sem ná að verja ríkisstjórn falli, sem eiga að ákveða það hvernig ríkisstjórn er mynduð,“ segir Helgi jafnframt. Hann vill aðgreina löggjafarvaldið og framkvæmdarvaldið betur. „Og gera ferlið við val á ríkisstjórn almennt lýðræðislegra þannig að þetta sé ekki þannig að efstu þingmenn fái framkvæmdarvaldið í hendurnar meðfram löggjafarvaldinu,“ segir Helgi Hrafn. Hann segist vilja setja þá reglu að ráðherrar séu ekki þingmenn á sama tíma. „En að því sögðu þá axla ég þá ábyrgð sem mér er veitt. En ég hef engan áhuga á henni fyrr en þessar spurningar eru komnar með viðeigandi svör,“ segir hann.Helgi Hrafn segir að niðurstöður skoðanakannana komi sér mikið á óvart. Undir það tekur hinn sænski Rickard Falkvinge. Hann er stofnandi hinnar alþjóðlegu Píratahreyfingar. Falkvinge segir að þegar Píratar fengu kjörna menn á Alþingi 2013 hefði hann búist við að hreyfingin hér á landi myndi stækka. „En að vera með flokk tíu árum eftir stofnun sem nýtur fylgis sem gæti fært honum forsætisráðuneytið, það er mun örari þróun en ég átti von á,“ segir Falkvinge. Hann vísar þó í orð Helga Hrafns og fleiri og bendir á að menn skyldu taka stuðningnum af auðmýkt. „Það er mjög auðvelt að falla í þá gryfju að taka stuðningnum sem gefnum. Og þá ertu kominn í sömu stöðu og fjórflokkurinn á Íslandi er í,“ segir hann. Falkvinge bendir á að kjörtímabilið sé hálfnað. Hvort svona skoðanakönnun leiði til sömu niðurstaðna í kosningum eftir tvö ár sé stór spurning. „Við höfum séð það bregðast í nokkrum löndum og því ítreka ég að það er mikilvægt að vera auðmjúkur gagnvart þessum niðurstöðum,“ segir Falkvinge.
Alþingi Tengdar fréttir Píratar með yfirburði á meðal yngri kjósenda í nýrri könnun Tæplega 38 prósent kjósenda undir fimmtugu myndu kjósa Pírata í alþingiskosningum. Píratar standa best að vígi gagnvart yngri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn er með mest fylgi hjá eldri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn næðu ekki m 21. mars 2015 07:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Sjá meira
Píratar með yfirburði á meðal yngri kjósenda í nýrri könnun Tæplega 38 prósent kjósenda undir fimmtugu myndu kjósa Pírata í alþingiskosningum. Píratar standa best að vígi gagnvart yngri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn er með mest fylgi hjá eldri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn næðu ekki m 21. mars 2015 07:00