Píratar með yfirburði á meðal yngri kjósenda í nýrri könnun Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. mars 2015 07:00 Tæplega 38 prósent kjósenda undir fimmtugu myndu kjósa Pírata í alþingiskosningum. Píratar halda áfram að bæta við sig fylgi. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem gerð var í lok vikunnar, myndi flokkurinn fá 29,1 prósent atkvæða ef kosið yrði í dag og fá nítján þingmenn kjörna. Samkvæmt nýju könnuninni myndi flokkurinn því fá fimm þingmönnum fleiri en niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins frá 10. og 11. mars sýndu. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fengu einungis 22 þingmenn samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Þessir tveir flokkar gætu því ekki myndað meirihluta miðað við niðurstöður þessara rkönnunar.Þau tíðindi bárust þann 12. mars að Gunnar Bragi Sveinsson hefði afhent utanríkisráðherra Lettlands bréf um að ríkisstjórnin hefði ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. Lettar fara nú með formennsku í ráðherraráði ESB. Þessi framganga Gunnars Braga mælist misjafnlega fyrir. Fréttablaðið greindi frá því í gær að 24 prósent svarenda í könnun Fréttablaðsins væru sátt við framgöngu ráðherrans. Mikill meirihluti, eða 63 prósent, er aftur á móti ósáttur. Þrisvar sinnum hafa mótmælendur komið saman við Alþingishúsið til þess að lýsa andstöðu við framgöngu ríkisstjórnarflokkanna í málinu. Þrátt fyrir þessi viðbrögð almennings bæta aðrir stjórnarandstöðuflokkar ekki við sig fylgi í nýju könnuninni. Fylgi Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar sem styðja áframhaldandi viðræður og aðild Íslands að Evrópusambandinu stendur nánast óhaggað á milli kannana. Litlu færri kjósendur segjast nú myndu kjósa Vinstrihreyfinguna – grænt framboð en sögðust myndu gera það í könnuninni fyrr í mars. Sá munur er þó ekki tölfræðilega marktækur. Píratar hafa mikla yfirburði á meðal fólks sem er undir 50 ára aldri. Af þeim kjósendum sem tóku afstöðu sögðust tæplega 38 prósent á aldrinum 18-49 ára myndu kjósa Pírata ef gengið yrði til kosninga í dag. Næstur kemur Sjálfstæðisflokkurinn með 20,9 prósenta fylgi, en 13 prósent svarenda í þessum aldurshópi myndu kjósa Samfylkinguna. Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar sterkastur á meðal 50 ára og eldri. Af þeim sem afstöðu tóku sögðust rúmlega 26 prósent kjósenda á þeim aldri myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, rétt rúmlega 19 prósent að þau myndu kjósa Píratana og tæplega 20 prósent að þau myndu kjósa Samfylkinguna. Alþingi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira
Píratar halda áfram að bæta við sig fylgi. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem gerð var í lok vikunnar, myndi flokkurinn fá 29,1 prósent atkvæða ef kosið yrði í dag og fá nítján þingmenn kjörna. Samkvæmt nýju könnuninni myndi flokkurinn því fá fimm þingmönnum fleiri en niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins frá 10. og 11. mars sýndu. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fengu einungis 22 þingmenn samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Þessir tveir flokkar gætu því ekki myndað meirihluta miðað við niðurstöður þessara rkönnunar.Þau tíðindi bárust þann 12. mars að Gunnar Bragi Sveinsson hefði afhent utanríkisráðherra Lettlands bréf um að ríkisstjórnin hefði ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. Lettar fara nú með formennsku í ráðherraráði ESB. Þessi framganga Gunnars Braga mælist misjafnlega fyrir. Fréttablaðið greindi frá því í gær að 24 prósent svarenda í könnun Fréttablaðsins væru sátt við framgöngu ráðherrans. Mikill meirihluti, eða 63 prósent, er aftur á móti ósáttur. Þrisvar sinnum hafa mótmælendur komið saman við Alþingishúsið til þess að lýsa andstöðu við framgöngu ríkisstjórnarflokkanna í málinu. Þrátt fyrir þessi viðbrögð almennings bæta aðrir stjórnarandstöðuflokkar ekki við sig fylgi í nýju könnuninni. Fylgi Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar sem styðja áframhaldandi viðræður og aðild Íslands að Evrópusambandinu stendur nánast óhaggað á milli kannana. Litlu færri kjósendur segjast nú myndu kjósa Vinstrihreyfinguna – grænt framboð en sögðust myndu gera það í könnuninni fyrr í mars. Sá munur er þó ekki tölfræðilega marktækur. Píratar hafa mikla yfirburði á meðal fólks sem er undir 50 ára aldri. Af þeim kjósendum sem tóku afstöðu sögðust tæplega 38 prósent á aldrinum 18-49 ára myndu kjósa Pírata ef gengið yrði til kosninga í dag. Næstur kemur Sjálfstæðisflokkurinn með 20,9 prósenta fylgi, en 13 prósent svarenda í þessum aldurshópi myndu kjósa Samfylkinguna. Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar sterkastur á meðal 50 ára og eldri. Af þeim sem afstöðu tóku sögðust rúmlega 26 prósent kjósenda á þeim aldri myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, rétt rúmlega 19 prósent að þau myndu kjósa Píratana og tæplega 20 prósent að þau myndu kjósa Samfylkinguna.
Alþingi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira