Tvöfalt fleira fé en fólk á Íslandi Snærós Sindradóttir skrifar 5. september 2015 07:00 Helstu réttir landsins Smalamennska og réttir haustsins hefjast um helgina og standa fram í næsta mánuð. Búast má við því að hundruð landsmanna taki þátt í smalamennsku enda skemmtilegt en jafnframt mikilvægt fyrir sauðfjárbændur að kollheimta fé. Fréttablaðið tók saman átta af helstu réttum landsins. Þær eiga það sameiginlegt að í þær er smalað miklu fé af stóru svæði, þar sem margir leggja hönd á plóg. Upplýsingarnar eru fengnar frá Landssamtökum sauðfjárbænda og Bændasamtökunum. Eiríkur Skarphéðinsson, bóndi á Djúpadal, er fjallskilastjóri, eða fjallkóngur, í Skagafirði. Nánar tiltekið í Silfrastaðarétt, einni stærstu rétt landsins. Fjallkóngur sér um skipulagningu smalamennsku og á í tíðum samskiptum við bændur í sveitinni um þann mannskap sem býðst hverju sinni. Eiríkur hefur gegnt því embætti, sem unnið er í sjálfboðavinnu, í sex ár. Það er lykilatriði að þekkja svæðið vel og vita hvað maður er að senda fólk út í. Þetta spilast mikið af veðri og svona,“ segir hann.ÞverárfellsréttirÍ Silfrastaðarétt er smalað frá Öxnadalsheiði og Hörgárdalsheiði. Smalað er í tvo daga, nærri tíu þúsund fjár. Eiríki er sérstaklega minnistætt þegar smala þurfti fyrr en áætlað var í september árið 2012. Þá þurftu gangnamenn að hafa sig alla við að grafa fé úr fönn við erfiðar aðstæður. Það var bara alveg furðulegt hvað það gekk allt saman upp, og allir hjálpuðust að. Við urðum ekki fyrir neinu tjóni og sluppum vel. En þetta gleymist sjálfsagt aldrei.“ Svolítið hefur borið á því að ferðamenn sæki í smalamennsku hér á landi. Bóndinn á Eyvindarstöðum í Austur-Húnavatnssýslu, Óskar Guðmundsson, segir að Ferðaþjónustuaðilar sjái alfarið um hópana. „Það hefur reynst vel og gengið ágætlega. Sumt af þessu fólki hefur verið að gera svolítið gagn en þetta hefur aðallega verið í hóp og ekki dreifst mikið á meðal okkar gangnamanna.“ Ferðamenn hafa ekki sóst eftir því að taka þátt í smalamennsku á fæti en á Eyvindarstaðaheiði er að mestu smalað á hestbaki. Landssamtök sauðfjárbænda eru að ráðast í vinnu við gerð apps fyrir farsíma sem á að halda utan um allar réttir landsins. Fyrirhugað er að appið komist í gagnið á næsta ári. Að sögn Svavars Halldórssonar, framkvæmdastjóra samtakanna, er forritið hugsað sem gagnagrunnur um allar réttir landsins. Hægt sé að sækja upplýsingar um nærliggjandi réttir og hvenær þær fara fram til að auðvelda þátttöku. Það er líka eins gott, því víða þekkist það að þeir sem ekki draga í dilka fái ekki að sletta úr klaufunum í lok dags á réttaballi. Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Smalamennska og réttir haustsins hefjast um helgina og standa fram í næsta mánuð. Búast má við því að hundruð landsmanna taki þátt í smalamennsku enda skemmtilegt en jafnframt mikilvægt fyrir sauðfjárbændur að kollheimta fé. Fréttablaðið tók saman átta af helstu réttum landsins. Þær eiga það sameiginlegt að í þær er smalað miklu fé af stóru svæði, þar sem margir leggja hönd á plóg. Upplýsingarnar eru fengnar frá Landssamtökum sauðfjárbænda og Bændasamtökunum. Eiríkur Skarphéðinsson, bóndi á Djúpadal, er fjallskilastjóri, eða fjallkóngur, í Skagafirði. Nánar tiltekið í Silfrastaðarétt, einni stærstu rétt landsins. Fjallkóngur sér um skipulagningu smalamennsku og á í tíðum samskiptum við bændur í sveitinni um þann mannskap sem býðst hverju sinni. Eiríkur hefur gegnt því embætti, sem unnið er í sjálfboðavinnu, í sex ár. Það er lykilatriði að þekkja svæðið vel og vita hvað maður er að senda fólk út í. Þetta spilast mikið af veðri og svona,“ segir hann.ÞverárfellsréttirÍ Silfrastaðarétt er smalað frá Öxnadalsheiði og Hörgárdalsheiði. Smalað er í tvo daga, nærri tíu þúsund fjár. Eiríki er sérstaklega minnistætt þegar smala þurfti fyrr en áætlað var í september árið 2012. Þá þurftu gangnamenn að hafa sig alla við að grafa fé úr fönn við erfiðar aðstæður. Það var bara alveg furðulegt hvað það gekk allt saman upp, og allir hjálpuðust að. Við urðum ekki fyrir neinu tjóni og sluppum vel. En þetta gleymist sjálfsagt aldrei.“ Svolítið hefur borið á því að ferðamenn sæki í smalamennsku hér á landi. Bóndinn á Eyvindarstöðum í Austur-Húnavatnssýslu, Óskar Guðmundsson, segir að Ferðaþjónustuaðilar sjái alfarið um hópana. „Það hefur reynst vel og gengið ágætlega. Sumt af þessu fólki hefur verið að gera svolítið gagn en þetta hefur aðallega verið í hóp og ekki dreifst mikið á meðal okkar gangnamanna.“ Ferðamenn hafa ekki sóst eftir því að taka þátt í smalamennsku á fæti en á Eyvindarstaðaheiði er að mestu smalað á hestbaki. Landssamtök sauðfjárbænda eru að ráðast í vinnu við gerð apps fyrir farsíma sem á að halda utan um allar réttir landsins. Fyrirhugað er að appið komist í gagnið á næsta ári. Að sögn Svavars Halldórssonar, framkvæmdastjóra samtakanna, er forritið hugsað sem gagnagrunnur um allar réttir landsins. Hægt sé að sækja upplýsingar um nærliggjandi réttir og hvenær þær fara fram til að auðvelda þátttöku. Það er líka eins gott, því víða þekkist það að þeir sem ekki draga í dilka fái ekki að sletta úr klaufunum í lok dags á réttaballi.
Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels