Gunnar Nielsen varði víti og Stjarnan slapp með 2-0 tap Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2015 17:01 Gunnar Nielsen var frábær í kvöld. Vísir/Stefán Stjarnan tapaði 2-0 fyrir skosku meisturunum í Celtic í kvöld þegar liðin mættust á Celtic Park í kvöld í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. Gunnar Nielsen, færeyski markvörður Stjörnuliðsins, átti frábæran leik í markinu og varði margoft frá leikmönnum Celtic þar á meðal vítaspyrnu tólf mínútum fyrir leikslok. Stjarnan á því enn smá von um sæti í næstu umferð og munaði þar miklu um að Celtic-liðið náði ekki að bæta við þriðja markinu á lokakafla leiksins. Celtic náði upp mikilli pressu í fyrri hálfleiknum en það munaði bara einni mínútu að Garðabæjarliðið færi með hreint mark inn í hálfleik. Dedryck Boyata, sem var að spila sinn fyrsta mótsleik fyrir Celtic, braut ísinn á 44. mínútu með flottum skalla eftir hornspyrnu Stefan Johansen. Markið hafði legið í loftinu en samt svekkjandi fyrir Stjörnuliðið þegar var svona stutt í hálfleikinn. Stjörnumenn létu þó ekki bugast af þessu mótlæti og komu mjög ákveðnir inn í seinni hálfleikinn. Jeppe Hansen, Arnar Már Björgvinsson og Hörður Árnason fengu allir tækifæri til að skora á góðum kafla liðsins í upphafi seinni hálfleiks en Celtic slapp með skrekkinn. Skotarnir nýttu sér þá sofandahátt í vörn Stjörnumanna sem endaði á því að Stefan Johansen fékk sendingu í gegnum miðja vörn Stjörnumanna og skoraði auðveldlega. Celtic tók í framhaldinu öll völd á vellinum og það stefndi í fleiri skosk mörk enda ennþá meira en hálftími eftir af leiknum. Stjörnumenn héldu þó velli og fengu ekki á sig fleiri mörk þótt að nokkrum sinnum hafi munað litlu. Gunnar Nielsen kom til bjargar á 78. mínútu þegar Hörður Árnason fékk dæmt á sig víti fyrir brot á Stefan Johansen. Gunnar Nielsen varði vítið frábærlega frá Leigh Griffiths. Gunnar Nielsen varði einnig mjög vel frá Stuart Armstrong á lokamínútu venjulegs leiktíma en það var áttunda markvarsla hans í leiknum á Celtic Park í kvöld. Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Sjá meira
Stjarnan tapaði 2-0 fyrir skosku meisturunum í Celtic í kvöld þegar liðin mættust á Celtic Park í kvöld í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. Gunnar Nielsen, færeyski markvörður Stjörnuliðsins, átti frábæran leik í markinu og varði margoft frá leikmönnum Celtic þar á meðal vítaspyrnu tólf mínútum fyrir leikslok. Stjarnan á því enn smá von um sæti í næstu umferð og munaði þar miklu um að Celtic-liðið náði ekki að bæta við þriðja markinu á lokakafla leiksins. Celtic náði upp mikilli pressu í fyrri hálfleiknum en það munaði bara einni mínútu að Garðabæjarliðið færi með hreint mark inn í hálfleik. Dedryck Boyata, sem var að spila sinn fyrsta mótsleik fyrir Celtic, braut ísinn á 44. mínútu með flottum skalla eftir hornspyrnu Stefan Johansen. Markið hafði legið í loftinu en samt svekkjandi fyrir Stjörnuliðið þegar var svona stutt í hálfleikinn. Stjörnumenn létu þó ekki bugast af þessu mótlæti og komu mjög ákveðnir inn í seinni hálfleikinn. Jeppe Hansen, Arnar Már Björgvinsson og Hörður Árnason fengu allir tækifæri til að skora á góðum kafla liðsins í upphafi seinni hálfleiks en Celtic slapp með skrekkinn. Skotarnir nýttu sér þá sofandahátt í vörn Stjörnumanna sem endaði á því að Stefan Johansen fékk sendingu í gegnum miðja vörn Stjörnumanna og skoraði auðveldlega. Celtic tók í framhaldinu öll völd á vellinum og það stefndi í fleiri skosk mörk enda ennþá meira en hálftími eftir af leiknum. Stjörnumenn héldu þó velli og fengu ekki á sig fleiri mörk þótt að nokkrum sinnum hafi munað litlu. Gunnar Nielsen kom til bjargar á 78. mínútu þegar Hörður Árnason fékk dæmt á sig víti fyrir brot á Stefan Johansen. Gunnar Nielsen varði vítið frábærlega frá Leigh Griffiths. Gunnar Nielsen varði einnig mjög vel frá Stuart Armstrong á lokamínútu venjulegs leiktíma en það var áttunda markvarsla hans í leiknum á Celtic Park í kvöld.
Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti