Eiður um landsliðsfélagana: Spiluðu mig í PlayStation Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. nóvember 2015 13:00 Eiður Smári fagnar marki í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty BBC birtir í dag ítarlega úttekt á uppgangi íslenska landsliðsins í fótbolta og segir frá því hvernig þjóð með svipaðan íbúafjölda á Coventry tryggði sér sæti á EM 2016. Rætt er við Eið Smára Guðjohnsen, Heimi Hallgrímsson og Lars Lagerbäck í greininni og sagt frá því hvernig bætt vetraraðstaða og tilkoma knattspyrnuhalla hefur hjálpað knattspyrnunni á Íslandi að dafna. Bent er á að Ísland er fámennasta þjóðin sem hefur komist á stórmót í knattspyrnu. Íbúafjöldi El Salvador, sem komst á HM 1982, er fjórfaldur íbúafjöldi Íslands og Wales, sem komst á sitt fyrsta stórmót í síðasta mánuði í 58 ár, er með tífaldan íbúafjölda miðað við Ísland. Þess má geta að El Salvador tapaði 10-1 í fyrsta leik sínum á HM 1982 en fáir reikna með að það Ísland hljóti önnur eins örlög á EM næsta sumar.Lars og Heimir.VísirÍslendingar leggja mikið á sig Heimir segir að miklu máli skiptir hversu margir þjálfarar á Íslandi eru með þjálfararéttindi og að það skili sér í því að börn sem æfi knattspyrnu á Íslandi, hvar sem er á landinu, fái góða þjálfun. Lagerbäck bendir á dæmi Gylfa Þórs Sigurðssonar sem fór ungur að árum til Reading og vann sig upp í gegnum akademíu félagsins. Áður en hann sló í gegn hafði hann farið að láni til bæði Crewe og Shrewsbury. „Jafnvel þó svo að hann hafi ekki notið velgengni í upphafi ferilsins er hann virkilega góður leikmaður í dag. Ég held að þetta sé hluti af menningu íslensku þjóðarinnar. Þeir eru vanir því að leggja mikið á sig og hugsa vel um sjálfa sig. Það virkilega gaman að vinna með hópi slíkra leikmanna,“ sagði Lagerbäck.Gylfi fagnar marki.VísirÉg er bara hluti af hópnum Eiður Smári hefur unnið marga sigra á ferlinum en aldrei notið svo mikillar velgengni með landsliðinu og nú. Hann stefnir nú að því að uppfylla draum sinn að spila með íslenska landsliðinu á stórmóti, þó svo að hann sé nú án félags. „Maður fær það á tilfinninguna að margir þessara leikmanna líta upp til mín,“ sagði hann um félaga sína í yngri landsliðinu. „Þeir ólust sjálfsagt upp við það að spila mig í PlayStation.“ „Það er skrýtið. En þetta er fljótt að gleymast á æfingum og á vellinum. Ég er bara hluti af hópnum og við erum allir að berjast fyrir því sama.“ „Ég vona að þeir hafi notið þess að spila með mér jafn mikið og ég hef notið þess að spila með þeim. Þetta hefur verið ferskur andblær fyrir íslenska knattspyrnu.“Eiður Smári.VísirLandsliðið lykilþáttur Eiður Smári gekk í sumar til liðs við Shijiazhuang Ever Bright en tímabilinu er nú lokið í Kína. Hann útilokar ekki að fara þangað aftur en segist nú vera að skoða sig um. „Ég held að það sé óhætt að segja að það væri best fyrir mig að spila í Evrópu. Að reyna að spila eins góðan fótbolta og hægt er til að vera í sem bestu formi þegar EM hefst.“ „Velgengni landsliðsins hefur verið einn lykilþátturinn í því að ég hef haldið áfram. Hún hefur hvatt mig til að halda áfram þangað til næsta sumar að minnsta kosti.“ „En ég elska íþróttina svo mikið að það hefur ekki verið erfitt að halda áfram. Þetta hefur bara verið góður bónus - smá auka í lokin.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
BBC birtir í dag ítarlega úttekt á uppgangi íslenska landsliðsins í fótbolta og segir frá því hvernig þjóð með svipaðan íbúafjölda á Coventry tryggði sér sæti á EM 2016. Rætt er við Eið Smára Guðjohnsen, Heimi Hallgrímsson og Lars Lagerbäck í greininni og sagt frá því hvernig bætt vetraraðstaða og tilkoma knattspyrnuhalla hefur hjálpað knattspyrnunni á Íslandi að dafna. Bent er á að Ísland er fámennasta þjóðin sem hefur komist á stórmót í knattspyrnu. Íbúafjöldi El Salvador, sem komst á HM 1982, er fjórfaldur íbúafjöldi Íslands og Wales, sem komst á sitt fyrsta stórmót í síðasta mánuði í 58 ár, er með tífaldan íbúafjölda miðað við Ísland. Þess má geta að El Salvador tapaði 10-1 í fyrsta leik sínum á HM 1982 en fáir reikna með að það Ísland hljóti önnur eins örlög á EM næsta sumar.Lars og Heimir.VísirÍslendingar leggja mikið á sig Heimir segir að miklu máli skiptir hversu margir þjálfarar á Íslandi eru með þjálfararéttindi og að það skili sér í því að börn sem æfi knattspyrnu á Íslandi, hvar sem er á landinu, fái góða þjálfun. Lagerbäck bendir á dæmi Gylfa Þórs Sigurðssonar sem fór ungur að árum til Reading og vann sig upp í gegnum akademíu félagsins. Áður en hann sló í gegn hafði hann farið að láni til bæði Crewe og Shrewsbury. „Jafnvel þó svo að hann hafi ekki notið velgengni í upphafi ferilsins er hann virkilega góður leikmaður í dag. Ég held að þetta sé hluti af menningu íslensku þjóðarinnar. Þeir eru vanir því að leggja mikið á sig og hugsa vel um sjálfa sig. Það virkilega gaman að vinna með hópi slíkra leikmanna,“ sagði Lagerbäck.Gylfi fagnar marki.VísirÉg er bara hluti af hópnum Eiður Smári hefur unnið marga sigra á ferlinum en aldrei notið svo mikillar velgengni með landsliðinu og nú. Hann stefnir nú að því að uppfylla draum sinn að spila með íslenska landsliðinu á stórmóti, þó svo að hann sé nú án félags. „Maður fær það á tilfinninguna að margir þessara leikmanna líta upp til mín,“ sagði hann um félaga sína í yngri landsliðinu. „Þeir ólust sjálfsagt upp við það að spila mig í PlayStation.“ „Það er skrýtið. En þetta er fljótt að gleymast á æfingum og á vellinum. Ég er bara hluti af hópnum og við erum allir að berjast fyrir því sama.“ „Ég vona að þeir hafi notið þess að spila með mér jafn mikið og ég hef notið þess að spila með þeim. Þetta hefur verið ferskur andblær fyrir íslenska knattspyrnu.“Eiður Smári.VísirLandsliðið lykilþáttur Eiður Smári gekk í sumar til liðs við Shijiazhuang Ever Bright en tímabilinu er nú lokið í Kína. Hann útilokar ekki að fara þangað aftur en segist nú vera að skoða sig um. „Ég held að það sé óhætt að segja að það væri best fyrir mig að spila í Evrópu. Að reyna að spila eins góðan fótbolta og hægt er til að vera í sem bestu formi þegar EM hefst.“ „Velgengni landsliðsins hefur verið einn lykilþátturinn í því að ég hef haldið áfram. Hún hefur hvatt mig til að halda áfram þangað til næsta sumar að minnsta kosti.“ „En ég elska íþróttina svo mikið að það hefur ekki verið erfitt að halda áfram. Þetta hefur bara verið góður bónus - smá auka í lokin.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira