Freyr: Markmiðið er að vinna riðilinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 9. september 2015 16:30 Freyr Alexandersson. Vísir/Pjetur „Það er klárlega markmiðið okkar að vinna riðilinn og bóka okkur með því sæti beint inn á lokamótið sem fer fram í Hollandi eftir tvö ár og við munum vinna markvisst að því,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, eftir að hafa tilkynnt leikmannahópinn fyrir fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2017 sem fer fram í Hollandi. Það munar um að Margrét Lára Viðarsdóttir virðist vera að ná aftur fyrri styrk en hún hefur leikið 90 mínútur í undanförnum leikjum og Freyr sagðist vera ánægður að sjá hana vera farna af stað á ný. „Það er jákvætt fyrir okkur og fyrir hana. Þetta er búið að vera erfitt fyrir hana í meiðslunum en henni líður vel núna og það er eflaust mikil tilhlökkun hjá henni að koma til móts við liðið. Hún er flottur íþróttamaður sem hefur átt glæsilegan feril þrátt fyrir erfið meiðsli, það segir sitt að hún hafi skorað rúmlega 70 mörk fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Freyr sem var ánægður að fá leik þegar leikmenn liðsins úr Pepsi-deildinni væru í toppstandi. „Þær ættu að vera í toppformi þessa dagana og fyrir vikið henta þessir haust leikdagar okkur vel. Þær sem eru í þessum hóp hafa verið að standa sig vel og koma vonandi með það inn í landsliðið núna.“ Sonný Lára Þráinsdóttir og Guðrún Arnardóttir eru hluti af leikmannahóp íslenska liðsins en þær hafa slegið í gegn í liði Blika. „Þær hafa báðar átt frábært Íslandsmót. Þær komu með á Algarve Cup síðast og þar fékk ég tækifæri til að skoða betur hvað þær hafa fram að færa. Þær hafa báðar tekið gríðarlegum framförum undanfarin ár og það er frábært að fá samkeppni í miðvarða- og markmannsstöðunni.“ Freyr sagði það jákvætt fyrir aðra leikmenn Pepsi-deildarinnar að sjá að með góðri frammistöðu væri sæti í landsliðinu í boði. „Það er mjög mikilvægt, deildin er búin að vera frábær í sumar. Gæðin í deildinni eru að aukast og við erum búin að fá toppleiki trekk í trekk. Þetta gefur öðrum stelpum von því við veljum þær sem standa sig vel.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Sjá meira
„Það er klárlega markmiðið okkar að vinna riðilinn og bóka okkur með því sæti beint inn á lokamótið sem fer fram í Hollandi eftir tvö ár og við munum vinna markvisst að því,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, eftir að hafa tilkynnt leikmannahópinn fyrir fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2017 sem fer fram í Hollandi. Það munar um að Margrét Lára Viðarsdóttir virðist vera að ná aftur fyrri styrk en hún hefur leikið 90 mínútur í undanförnum leikjum og Freyr sagðist vera ánægður að sjá hana vera farna af stað á ný. „Það er jákvætt fyrir okkur og fyrir hana. Þetta er búið að vera erfitt fyrir hana í meiðslunum en henni líður vel núna og það er eflaust mikil tilhlökkun hjá henni að koma til móts við liðið. Hún er flottur íþróttamaður sem hefur átt glæsilegan feril þrátt fyrir erfið meiðsli, það segir sitt að hún hafi skorað rúmlega 70 mörk fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Freyr sem var ánægður að fá leik þegar leikmenn liðsins úr Pepsi-deildinni væru í toppstandi. „Þær ættu að vera í toppformi þessa dagana og fyrir vikið henta þessir haust leikdagar okkur vel. Þær sem eru í þessum hóp hafa verið að standa sig vel og koma vonandi með það inn í landsliðið núna.“ Sonný Lára Þráinsdóttir og Guðrún Arnardóttir eru hluti af leikmannahóp íslenska liðsins en þær hafa slegið í gegn í liði Blika. „Þær hafa báðar átt frábært Íslandsmót. Þær komu með á Algarve Cup síðast og þar fékk ég tækifæri til að skoða betur hvað þær hafa fram að færa. Þær hafa báðar tekið gríðarlegum framförum undanfarin ár og það er frábært að fá samkeppni í miðvarða- og markmannsstöðunni.“ Freyr sagði það jákvætt fyrir aðra leikmenn Pepsi-deildarinnar að sjá að með góðri frammistöðu væri sæti í landsliðinu í boði. „Það er mjög mikilvægt, deildin er búin að vera frábær í sumar. Gæðin í deildinni eru að aukast og við erum búin að fá toppleiki trekk í trekk. Þetta gefur öðrum stelpum von því við veljum þær sem standa sig vel.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Sjá meira