Héraðsdómur Austurlands féllst á beiðni lögreglustjórans á Austurlandi um að úrskurða erlent par í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna fíkniefnafundarins á Seyðifirði í gær. Við leit tollvarða og lögreglunnar á Austurlandi fundust um 90 kíló af hörðum efnum í bíl sem hafði komið hingað til lands með Norrænu. Var erlenda parið á bílnum og handtekið á staðnum.
Lögreglan á Austurlandi hefur ekkert viljað tjá sig um málið það sem af er degi en talið er að von sé á tilkynningu frá embættinu vegna málsins.
Er þetta einn stærsti fíkniefnafundur á Íslandi en árið 2009 var lagt hald á rúm hundrað kíló af hvítum efnum í Papaeyjarmálinu svokallaða.
Erlent par úrskurðað í gæsluvarðhald vegna fíkniefnafundarins

Tengdar fréttir

Um 90 kíló af hörðum efnum
Efnin sögð hafa fundist þegar bíllinn var kominn í land.

Yrði eitt af stærstu fíkniefnamálum Íslands
Lagt var hald á umtalsvert magn af fíkniefnum í Norrænu í gær.