Öll vinnan við ESB-umsóknina nýtist sé pólitískur vilji til þess Atli Ísleifsson skrifar 21. janúar 2015 09:00 Björg Thorarensen var varaformaður samninganefndar Íslands vegna aðildarumsóknarinnar og formaður samningahóps um lagamál. Vísir/Getty „Ég tel ótvírætt að öll sú vinna sem átti sér stað á þessum árum kæmi í mjög góðar þarfir,“ segir Björg Thorarensen, lagaprófessor, aðspurð um hvort sú vinna sem fram fór í tengslum við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu myndi nýtast, tæki ný ríkisstjórn ákvörðun um að taka upp viðræður að nýju. Björg var varaformaður samninganefndar Íslands vegna aðildarumsóknarinnar og formaður samningahóps um lagamál. „Vinnan sem fram fór nýtist auðvitað að einhverju marki. Það er búið að gera ítarlega greiningarvinnu á íslenskum rétti, lögum og reglum og því sem þarf að breyta og þeim snertiflötum sem þarf að fara yfir.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í viðtali í þættinum Sprengisandi þann 4. janúar síðastliðinn að sú vinna sem lögð hefði verið í umsóknina og viðræðurnar væru lítils virði í dag. „Eins og forsætisráðherra segir – að það sé ekkert gagn í þessari vinnu – þá er það rétt eins langt og það nær, ef pólitískur vilji ríkisstjórnarinnar er ekki til staðar,“ segir Björg. „Ef það er ekki pólitískur áhugi á að nýta þessa vinnu til neins þá er það auðvitað rétt. En þetta fyrst og fremst pólitískt mat forsætisráðherra. Þó að greiningarvinnan geti nýst þá breytist löggjöfin ört og það eru að verða sex ár síðan þessi vinna hófst.“ Björg leggur áherslu á að óbeinn ávinningur aðildarviðræðnanna hafi einnig verið mikill. „Viðræðurnar nýttust þannig að þær kynntu betur starfsemi Evrópusambandsins þannig að almenningur á nú betri kost á að taka afstöðu bæði til kosta og galla sambandsins. Svo tel ég að íslenskir embættismenn hafi fengið mjög góða innsýn í störf sambandsins. Það komu ótrúlega margir að þessari vinnu og þessi reynsla gerir íslenska embættismenn betur upplýsta um ýmis atriði sem gagnast við framkvæmd EES-samningnum.“ Þá nefnir Björg að hún telji Alþingi, sérstaklega utanríkismálanefnd, hafa fengið ágætis æfingu í hvernig megi undirbúa virka þátttöku þingsins í svo mikilvægu utanríkismáli og aðhald með ríkisstjórninni. Tengdar fréttir Krefjast þess að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæði Aðstandendur útifundanna á Austurvelli vorið 2014 krefjast þess í tilkynningu að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. 14. janúar 2015 21:00 „Efnislega er Ísland ekki í neinum viðræðum um inngöngu í ESB“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, býst við að tillaga utanríkisráðherra um viðræðuslit við Evrópusambandið verði lögð fram eftir nokkra daga. 20. janúar 2015 14:54 Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 12:15 Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Sjá meira
„Ég tel ótvírætt að öll sú vinna sem átti sér stað á þessum árum kæmi í mjög góðar þarfir,“ segir Björg Thorarensen, lagaprófessor, aðspurð um hvort sú vinna sem fram fór í tengslum við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu myndi nýtast, tæki ný ríkisstjórn ákvörðun um að taka upp viðræður að nýju. Björg var varaformaður samninganefndar Íslands vegna aðildarumsóknarinnar og formaður samningahóps um lagamál. „Vinnan sem fram fór nýtist auðvitað að einhverju marki. Það er búið að gera ítarlega greiningarvinnu á íslenskum rétti, lögum og reglum og því sem þarf að breyta og þeim snertiflötum sem þarf að fara yfir.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í viðtali í þættinum Sprengisandi þann 4. janúar síðastliðinn að sú vinna sem lögð hefði verið í umsóknina og viðræðurnar væru lítils virði í dag. „Eins og forsætisráðherra segir – að það sé ekkert gagn í þessari vinnu – þá er það rétt eins langt og það nær, ef pólitískur vilji ríkisstjórnarinnar er ekki til staðar,“ segir Björg. „Ef það er ekki pólitískur áhugi á að nýta þessa vinnu til neins þá er það auðvitað rétt. En þetta fyrst og fremst pólitískt mat forsætisráðherra. Þó að greiningarvinnan geti nýst þá breytist löggjöfin ört og það eru að verða sex ár síðan þessi vinna hófst.“ Björg leggur áherslu á að óbeinn ávinningur aðildarviðræðnanna hafi einnig verið mikill. „Viðræðurnar nýttust þannig að þær kynntu betur starfsemi Evrópusambandsins þannig að almenningur á nú betri kost á að taka afstöðu bæði til kosta og galla sambandsins. Svo tel ég að íslenskir embættismenn hafi fengið mjög góða innsýn í störf sambandsins. Það komu ótrúlega margir að þessari vinnu og þessi reynsla gerir íslenska embættismenn betur upplýsta um ýmis atriði sem gagnast við framkvæmd EES-samningnum.“ Þá nefnir Björg að hún telji Alþingi, sérstaklega utanríkismálanefnd, hafa fengið ágætis æfingu í hvernig megi undirbúa virka þátttöku þingsins í svo mikilvægu utanríkismáli og aðhald með ríkisstjórninni.
Tengdar fréttir Krefjast þess að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæði Aðstandendur útifundanna á Austurvelli vorið 2014 krefjast þess í tilkynningu að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. 14. janúar 2015 21:00 „Efnislega er Ísland ekki í neinum viðræðum um inngöngu í ESB“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, býst við að tillaga utanríkisráðherra um viðræðuslit við Evrópusambandið verði lögð fram eftir nokkra daga. 20. janúar 2015 14:54 Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 12:15 Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Sjá meira
Krefjast þess að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæði Aðstandendur útifundanna á Austurvelli vorið 2014 krefjast þess í tilkynningu að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. 14. janúar 2015 21:00
„Efnislega er Ísland ekki í neinum viðræðum um inngöngu í ESB“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, býst við að tillaga utanríkisráðherra um viðræðuslit við Evrópusambandið verði lögð fram eftir nokkra daga. 20. janúar 2015 14:54
Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 12:15
Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54