„Frelsið, jafnréttið og lýðræðið er ekki sjálfgefið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júní 2015 18:38 Frú Vigdís Finnbogadóttir á svölum Alþingishússins í dag. vísir/stefán Frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, var vel fagnað þegar hún steig út á svalir Alþingishússins í dag og ávarpaði mannfjöldann sem var samankominn á Austurvelli til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar og kjörgengis kvenna. Í upphafi ræðu sinnar spurði hún hvers vegna við værum sérstaklega að fagna sjálfstæði hugsunar kvenna og jafnræði til að velja hvernig á að stýra þjóðfélaginu: „Jú, það er af því að frelsið, jafnréttið og lýðræðið er ekki sjálfgefið og það skynjum við vel í daglegum fréttum frá öðrum heimshlutum. Svo afar fátt af því sem okkur finnst sjálfsagt í daglegu lífi hefur komið inn í samfélag okkar eins og regn af himnum ofan heldur áunnist með óþreytandi elju og framsýni þeirra sem á undan okkur komu.“Jafnrétti ekki náð í raun Vigdís sagði 19. júní vera minningardag okkar allra, karla jafnt sem kvenna, þeirra yngri jafnt sem þeirra eldri og að hann væri táknrænn fyrir þjóðarhag. Hún minnti á að körlum og konum væru tryggð sömu mannréttindi í stjórnarskrá og lögum en sagði þó enn mörg verkefni blasa við. „Þó svo eigi að heita að jafnrétti kynja á Íslandi hafi verið náðst með lögum vitum við að talsvert vantar upp á að jafnrétti ríki í raun. Enn er langt í land að konur hafi sömu laun og karlar, þrátt fyrir þá staðreynd að lög sem áttu að tryggja sömu laun fyrir sömu vinnu hafi verið í gildi í meira en fjóra áratugi.“Minnti á tvö dýrmæt djásn Íslendinga Vigdís beindi svo orðum sínum sérstaklega til unga fólksins og minnti á tvö dýrmæt djásn sem Íslendingum hafi verið falin til verndar. „Það er náttúra Íslands og þjóðtungan okkar, íslenskan. Enginn getur tekið þessi djásn frá okkur nema við sjálf. Þess vegna fæ ég aldrei hvatt ykkur nógu oft, unga fólkið í landinu, til að gleyma aldrei að varðveita og vernda þessi djásn sem bæði eru þess eðlis að ef þau eru einu sinni glötuð þá verða þau ekki endurheimt.“ Tengdar fréttir Þúsundir kvenna fagna kosningarétti á Austurvelli Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli. 19. júní 2015 15:55 Styttan af Ingibjörgu H. Bjarnason afhjúpuð Ingibjörg H. Bjarnason var fyrsta konan sem kosin var á Alþingi, sjö árum eftir að konur hlutu kosningarétt og kjörgengi. 19. júní 2015 17:11 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, var vel fagnað þegar hún steig út á svalir Alþingishússins í dag og ávarpaði mannfjöldann sem var samankominn á Austurvelli til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar og kjörgengis kvenna. Í upphafi ræðu sinnar spurði hún hvers vegna við værum sérstaklega að fagna sjálfstæði hugsunar kvenna og jafnræði til að velja hvernig á að stýra þjóðfélaginu: „Jú, það er af því að frelsið, jafnréttið og lýðræðið er ekki sjálfgefið og það skynjum við vel í daglegum fréttum frá öðrum heimshlutum. Svo afar fátt af því sem okkur finnst sjálfsagt í daglegu lífi hefur komið inn í samfélag okkar eins og regn af himnum ofan heldur áunnist með óþreytandi elju og framsýni þeirra sem á undan okkur komu.“Jafnrétti ekki náð í raun Vigdís sagði 19. júní vera minningardag okkar allra, karla jafnt sem kvenna, þeirra yngri jafnt sem þeirra eldri og að hann væri táknrænn fyrir þjóðarhag. Hún minnti á að körlum og konum væru tryggð sömu mannréttindi í stjórnarskrá og lögum en sagði þó enn mörg verkefni blasa við. „Þó svo eigi að heita að jafnrétti kynja á Íslandi hafi verið náðst með lögum vitum við að talsvert vantar upp á að jafnrétti ríki í raun. Enn er langt í land að konur hafi sömu laun og karlar, þrátt fyrir þá staðreynd að lög sem áttu að tryggja sömu laun fyrir sömu vinnu hafi verið í gildi í meira en fjóra áratugi.“Minnti á tvö dýrmæt djásn Íslendinga Vigdís beindi svo orðum sínum sérstaklega til unga fólksins og minnti á tvö dýrmæt djásn sem Íslendingum hafi verið falin til verndar. „Það er náttúra Íslands og þjóðtungan okkar, íslenskan. Enginn getur tekið þessi djásn frá okkur nema við sjálf. Þess vegna fæ ég aldrei hvatt ykkur nógu oft, unga fólkið í landinu, til að gleyma aldrei að varðveita og vernda þessi djásn sem bæði eru þess eðlis að ef þau eru einu sinni glötuð þá verða þau ekki endurheimt.“
Tengdar fréttir Þúsundir kvenna fagna kosningarétti á Austurvelli Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli. 19. júní 2015 15:55 Styttan af Ingibjörgu H. Bjarnason afhjúpuð Ingibjörg H. Bjarnason var fyrsta konan sem kosin var á Alþingi, sjö árum eftir að konur hlutu kosningarétt og kjörgengi. 19. júní 2015 17:11 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Þúsundir kvenna fagna kosningarétti á Austurvelli Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli. 19. júní 2015 15:55
Styttan af Ingibjörgu H. Bjarnason afhjúpuð Ingibjörg H. Bjarnason var fyrsta konan sem kosin var á Alþingi, sjö árum eftir að konur hlutu kosningarétt og kjörgengi. 19. júní 2015 17:11