„Frelsið, jafnréttið og lýðræðið er ekki sjálfgefið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júní 2015 18:38 Frú Vigdís Finnbogadóttir á svölum Alþingishússins í dag. vísir/stefán Frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, var vel fagnað þegar hún steig út á svalir Alþingishússins í dag og ávarpaði mannfjöldann sem var samankominn á Austurvelli til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar og kjörgengis kvenna. Í upphafi ræðu sinnar spurði hún hvers vegna við værum sérstaklega að fagna sjálfstæði hugsunar kvenna og jafnræði til að velja hvernig á að stýra þjóðfélaginu: „Jú, það er af því að frelsið, jafnréttið og lýðræðið er ekki sjálfgefið og það skynjum við vel í daglegum fréttum frá öðrum heimshlutum. Svo afar fátt af því sem okkur finnst sjálfsagt í daglegu lífi hefur komið inn í samfélag okkar eins og regn af himnum ofan heldur áunnist með óþreytandi elju og framsýni þeirra sem á undan okkur komu.“Jafnrétti ekki náð í raun Vigdís sagði 19. júní vera minningardag okkar allra, karla jafnt sem kvenna, þeirra yngri jafnt sem þeirra eldri og að hann væri táknrænn fyrir þjóðarhag. Hún minnti á að körlum og konum væru tryggð sömu mannréttindi í stjórnarskrá og lögum en sagði þó enn mörg verkefni blasa við. „Þó svo eigi að heita að jafnrétti kynja á Íslandi hafi verið náðst með lögum vitum við að talsvert vantar upp á að jafnrétti ríki í raun. Enn er langt í land að konur hafi sömu laun og karlar, þrátt fyrir þá staðreynd að lög sem áttu að tryggja sömu laun fyrir sömu vinnu hafi verið í gildi í meira en fjóra áratugi.“Minnti á tvö dýrmæt djásn Íslendinga Vigdís beindi svo orðum sínum sérstaklega til unga fólksins og minnti á tvö dýrmæt djásn sem Íslendingum hafi verið falin til verndar. „Það er náttúra Íslands og þjóðtungan okkar, íslenskan. Enginn getur tekið þessi djásn frá okkur nema við sjálf. Þess vegna fæ ég aldrei hvatt ykkur nógu oft, unga fólkið í landinu, til að gleyma aldrei að varðveita og vernda þessi djásn sem bæði eru þess eðlis að ef þau eru einu sinni glötuð þá verða þau ekki endurheimt.“ Tengdar fréttir Þúsundir kvenna fagna kosningarétti á Austurvelli Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli. 19. júní 2015 15:55 Styttan af Ingibjörgu H. Bjarnason afhjúpuð Ingibjörg H. Bjarnason var fyrsta konan sem kosin var á Alþingi, sjö árum eftir að konur hlutu kosningarétt og kjörgengi. 19. júní 2015 17:11 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, var vel fagnað þegar hún steig út á svalir Alþingishússins í dag og ávarpaði mannfjöldann sem var samankominn á Austurvelli til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar og kjörgengis kvenna. Í upphafi ræðu sinnar spurði hún hvers vegna við værum sérstaklega að fagna sjálfstæði hugsunar kvenna og jafnræði til að velja hvernig á að stýra þjóðfélaginu: „Jú, það er af því að frelsið, jafnréttið og lýðræðið er ekki sjálfgefið og það skynjum við vel í daglegum fréttum frá öðrum heimshlutum. Svo afar fátt af því sem okkur finnst sjálfsagt í daglegu lífi hefur komið inn í samfélag okkar eins og regn af himnum ofan heldur áunnist með óþreytandi elju og framsýni þeirra sem á undan okkur komu.“Jafnrétti ekki náð í raun Vigdís sagði 19. júní vera minningardag okkar allra, karla jafnt sem kvenna, þeirra yngri jafnt sem þeirra eldri og að hann væri táknrænn fyrir þjóðarhag. Hún minnti á að körlum og konum væru tryggð sömu mannréttindi í stjórnarskrá og lögum en sagði þó enn mörg verkefni blasa við. „Þó svo eigi að heita að jafnrétti kynja á Íslandi hafi verið náðst með lögum vitum við að talsvert vantar upp á að jafnrétti ríki í raun. Enn er langt í land að konur hafi sömu laun og karlar, þrátt fyrir þá staðreynd að lög sem áttu að tryggja sömu laun fyrir sömu vinnu hafi verið í gildi í meira en fjóra áratugi.“Minnti á tvö dýrmæt djásn Íslendinga Vigdís beindi svo orðum sínum sérstaklega til unga fólksins og minnti á tvö dýrmæt djásn sem Íslendingum hafi verið falin til verndar. „Það er náttúra Íslands og þjóðtungan okkar, íslenskan. Enginn getur tekið þessi djásn frá okkur nema við sjálf. Þess vegna fæ ég aldrei hvatt ykkur nógu oft, unga fólkið í landinu, til að gleyma aldrei að varðveita og vernda þessi djásn sem bæði eru þess eðlis að ef þau eru einu sinni glötuð þá verða þau ekki endurheimt.“
Tengdar fréttir Þúsundir kvenna fagna kosningarétti á Austurvelli Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli. 19. júní 2015 15:55 Styttan af Ingibjörgu H. Bjarnason afhjúpuð Ingibjörg H. Bjarnason var fyrsta konan sem kosin var á Alþingi, sjö árum eftir að konur hlutu kosningarétt og kjörgengi. 19. júní 2015 17:11 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Þúsundir kvenna fagna kosningarétti á Austurvelli Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli. 19. júní 2015 15:55
Styttan af Ingibjörgu H. Bjarnason afhjúpuð Ingibjörg H. Bjarnason var fyrsta konan sem kosin var á Alþingi, sjö árum eftir að konur hlutu kosningarétt og kjörgengi. 19. júní 2015 17:11