Úrsagnir úr Íslandsdeild Amnesty í samræmi við það sem búist var við Birgir Olgeirsson skrifar 12. ágúst 2015 13:11 Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty. ANNA OG VÍSIR/GETTY „Miðað við það sem við höfðum heyrt frá félögum okkar áður en við fórum út þá held ég að þetta sé í samræmi við það, hvorki meira né minna,“ segir Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, um úrsagnir úr samtökunum á Íslandi eftir að alþjóðasamtökin samþykktu á heimsþingi sínu í Dyflinni á Írlandi að leggja til að vændi verði ekki gert refsivert. Íslandsdeild Amnesty studdi ekki þessa tillögu og sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, sagði í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær að fjöldaúrsagnir úr samtökunum væru fyrir dyrum á Norðurlöndunum og víðar eftir að þessi tillaga var samþykkt. Um 8.800 manns er í Íslandsdeild Amnesty og einhver hópur sagt úr samtökunum það sem af er degi. Íslandsdeildin vildi ekki gefa upp að svo stöddu hve margir hafa sagt sig úr samtökunum fyrr en það hefur verið tekið saman að fullu. Anna Lúðvíksdóttir segir stjórn Íslandsdeildarinnar hafa tekið púlsinn á sínum félagsmönnum áður en haldið var á heimsþingið og sé niðurstaðan eins og við var að búast. „Þetta er bara í samræmi við það sem við bjuggumst við.“En veldur það henni vonbrigðum að félagsmenn kjósi að segja sig úr samtökunum eftir að þessi tillaga var samþykkt?„Nú verður hver og einn að gera upp við sjálfan sig hvort honum finnst hann eiga samleið með samtökunum. Auðvitað finnst mér leitt að fólk segi sig úr samtökum sem vinna að mannréttindum fólks. Við munum hvergi slaka á í mannréttindabaráttunni þó þessi tillaga hafi farið í gegn, þá þykir mér það auðvitað leitt. En auðvitað verður hver og einn að gera það upp við sjálfan sig hvort hann eigi samleið með viðkomandi samtökum.“ Tengdar fréttir Stígamót: „Amnesty International hefur sett ofan“ Kvennasamtök ósátt með mannréttindasamtökin Amnesty International 11. ágúst 2015 18:11 Amnesty International að skipuleggja eigin jarðarför Formaður Kvenréttindafélags Íslands segir að ákvörðun heimsþings Amnesty um að styðja afglæpavæðingu vændis marki sorgardag. 12. ágúst 2015 06:30 Boða fjöldaúrsagnir úr Amnesty International vegna samþykktar um vændi Kvennasamtök víða um heim loga vegna ályktunar mannréttindasamtakanna. 11. ágúst 2015 19:53 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
„Miðað við það sem við höfðum heyrt frá félögum okkar áður en við fórum út þá held ég að þetta sé í samræmi við það, hvorki meira né minna,“ segir Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, um úrsagnir úr samtökunum á Íslandi eftir að alþjóðasamtökin samþykktu á heimsþingi sínu í Dyflinni á Írlandi að leggja til að vændi verði ekki gert refsivert. Íslandsdeild Amnesty studdi ekki þessa tillögu og sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, sagði í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær að fjöldaúrsagnir úr samtökunum væru fyrir dyrum á Norðurlöndunum og víðar eftir að þessi tillaga var samþykkt. Um 8.800 manns er í Íslandsdeild Amnesty og einhver hópur sagt úr samtökunum það sem af er degi. Íslandsdeildin vildi ekki gefa upp að svo stöddu hve margir hafa sagt sig úr samtökunum fyrr en það hefur verið tekið saman að fullu. Anna Lúðvíksdóttir segir stjórn Íslandsdeildarinnar hafa tekið púlsinn á sínum félagsmönnum áður en haldið var á heimsþingið og sé niðurstaðan eins og við var að búast. „Þetta er bara í samræmi við það sem við bjuggumst við.“En veldur það henni vonbrigðum að félagsmenn kjósi að segja sig úr samtökunum eftir að þessi tillaga var samþykkt?„Nú verður hver og einn að gera upp við sjálfan sig hvort honum finnst hann eiga samleið með samtökunum. Auðvitað finnst mér leitt að fólk segi sig úr samtökum sem vinna að mannréttindum fólks. Við munum hvergi slaka á í mannréttindabaráttunni þó þessi tillaga hafi farið í gegn, þá þykir mér það auðvitað leitt. En auðvitað verður hver og einn að gera það upp við sjálfan sig hvort hann eigi samleið með viðkomandi samtökum.“
Tengdar fréttir Stígamót: „Amnesty International hefur sett ofan“ Kvennasamtök ósátt með mannréttindasamtökin Amnesty International 11. ágúst 2015 18:11 Amnesty International að skipuleggja eigin jarðarför Formaður Kvenréttindafélags Íslands segir að ákvörðun heimsþings Amnesty um að styðja afglæpavæðingu vændis marki sorgardag. 12. ágúst 2015 06:30 Boða fjöldaúrsagnir úr Amnesty International vegna samþykktar um vændi Kvennasamtök víða um heim loga vegna ályktunar mannréttindasamtakanna. 11. ágúst 2015 19:53 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Stígamót: „Amnesty International hefur sett ofan“ Kvennasamtök ósátt með mannréttindasamtökin Amnesty International 11. ágúst 2015 18:11
Amnesty International að skipuleggja eigin jarðarför Formaður Kvenréttindafélags Íslands segir að ákvörðun heimsþings Amnesty um að styðja afglæpavæðingu vændis marki sorgardag. 12. ágúst 2015 06:30
Boða fjöldaúrsagnir úr Amnesty International vegna samþykktar um vændi Kvennasamtök víða um heim loga vegna ályktunar mannréttindasamtakanna. 11. ágúst 2015 19:53