Amnesty International að skipuleggja eigin jarðarför Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 12. ágúst 2015 06:30 Von Amnesty er að geta barist betur fyrir mannréttindum fólks í kynlífsiðnaðinum með afglæpavæðingu. Fréttablaðið/AFP „Það að Íslandsdeildin skuli sitja hjá finnst mér sýna einhvers konar kjarkleysi hjá félaginu,“ segir Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands. Heimsþing Amnesty International samþykkti á fundi sínum í Dyflinni í gær tillögu um að styðja við afglæpavæðingu vændis á alþjóðavísu. Íslandsdeild Amnesty sat hjá í atkvæðagreiðslunni auk þess sem samtökin stóðu að breytingartillögu sem var þó felld.Fríða Rós Valdimarsdóttir„Sjálf kynntist ég mannréttindabaráttu í gegn um Amnesty og þar var baráttan svona mest áberandi þegar ég var unglingur,“ segir Fríða. „Þannig að þetta er fyrir mér mikill sorgardagur að þessi samtök sem maður hefur stutt í mörg ár skuli taka þennan snúning og berjast á móti mannréttindabaráttunni sem þau hafa verið með.“ Hún segir að rannsóknir hafi sýnt að vændi er skaðlegt og lögleiðing dragi ekki úr ofbeldi gegn vændisstarfsmönnum. Ofbeldi gagnvart fólki hafi minnkað með banni við kaupum á vændi. „Nýjustu tölur frá Noregi sýna að ungir strákar hafa hætt að kaupa vændi sem er mjög merkilegt. Það er svo mikil skaðaminnkun í því og það er það sem oft gleymist í umræðunni að vændiskaupin eru líka skaðleg. Mér finnst eins og að Amnesty sé byrjað að skipuleggja eigin jarðarför með þessu.“Hörður Helgi HelgasonHörður Helgi Helgason, formaður Íslandsdeildar Amnesty International, segir að aðstæður íslensku samtakanna hafi verið erfiðar í aðdraganda þingsins þar sem trúnaður lá yfir tillögunni. „Við áttum þá ekki möguleika á að leita opinberlega til okkar félaga heldur ræða við þá með óformlegum samtölum,“ segir hann. „Í lok júlí síðastliðins tók Íslandsdeildin á stjórnarfundi sínum hins vegar ákvörðun í málinu og taldi að athuguðu máli að hún gæti ekki stutt þessa tillögu sem lá fyrir vegna þess að gögn sem voru lögð fram henni til stuðnings væru ónóg. En þess utan samþykkti stjórnin að ganga til þingsins með opnum huga og hlusta þar á öll rök sem þar voru sett fram sem og við gerðum.“ Þá hafi umræðan um tillöguna á Íslandi verið fremur óupplýst. Hörður gagnrýnir Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra fyrir að leggjast gegn tillögunni og gagnrýna Amnesty International. „Það er sérstaklega neyðarlegt í ljósi þess að hann vísaði þessu til stuðnings í átakið HeForShe sem er á vegum UN Women en þau samtök hafa ekki einungis stutt það að þessi iðja verði afglæpavædd heldur beinlínis viðurkennd sem atvinnugrein.“ Tillaga Amnesty mætti harðri gagnrýni hér heima fyrir en auk gagnrýni Gunnars Braga hafa sjö kvenréttindasamtök gagnrýnt tillöguna harðlega auk þess sem þingflokkur VG skoraði á Íslandsdeildina að hafna tillögunni. Tengdar fréttir Stígamót: „Amnesty International hefur sett ofan“ Kvennasamtök ósátt með mannréttindasamtökin Amnesty International 11. ágúst 2015 18:11 Friðargæsluliðar sakaðir um nauðgun og morð Amnesty International segir mennina hafa nauðgað 12 ára stúlku og skotið feðga til bana. 11. ágúst 2015 22:03 Boða fjöldaúrsagnir úr Amnesty International vegna samþykktar um vændi Kvennasamtök víða um heim loga vegna ályktunar mannréttindasamtakanna. 11. ágúst 2015 19:53 Amnesty International samþykkir ályktun um afglæpavæðingu vændis Með ályktuninni er mælt með því að þróuð verði ný stefna samtakanna sem kveði á um að allir einstaklingar í kynlífsiðnaði njóti fullrar og jafnrar verndar gegn ofbeldi, misnotkun og mansali. 11. ágúst 2015 16:47 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira
„Það að Íslandsdeildin skuli sitja hjá finnst mér sýna einhvers konar kjarkleysi hjá félaginu,“ segir Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands. Heimsþing Amnesty International samþykkti á fundi sínum í Dyflinni í gær tillögu um að styðja við afglæpavæðingu vændis á alþjóðavísu. Íslandsdeild Amnesty sat hjá í atkvæðagreiðslunni auk þess sem samtökin stóðu að breytingartillögu sem var þó felld.Fríða Rós Valdimarsdóttir„Sjálf kynntist ég mannréttindabaráttu í gegn um Amnesty og þar var baráttan svona mest áberandi þegar ég var unglingur,“ segir Fríða. „Þannig að þetta er fyrir mér mikill sorgardagur að þessi samtök sem maður hefur stutt í mörg ár skuli taka þennan snúning og berjast á móti mannréttindabaráttunni sem þau hafa verið með.“ Hún segir að rannsóknir hafi sýnt að vændi er skaðlegt og lögleiðing dragi ekki úr ofbeldi gegn vændisstarfsmönnum. Ofbeldi gagnvart fólki hafi minnkað með banni við kaupum á vændi. „Nýjustu tölur frá Noregi sýna að ungir strákar hafa hætt að kaupa vændi sem er mjög merkilegt. Það er svo mikil skaðaminnkun í því og það er það sem oft gleymist í umræðunni að vændiskaupin eru líka skaðleg. Mér finnst eins og að Amnesty sé byrjað að skipuleggja eigin jarðarför með þessu.“Hörður Helgi HelgasonHörður Helgi Helgason, formaður Íslandsdeildar Amnesty International, segir að aðstæður íslensku samtakanna hafi verið erfiðar í aðdraganda þingsins þar sem trúnaður lá yfir tillögunni. „Við áttum þá ekki möguleika á að leita opinberlega til okkar félaga heldur ræða við þá með óformlegum samtölum,“ segir hann. „Í lok júlí síðastliðins tók Íslandsdeildin á stjórnarfundi sínum hins vegar ákvörðun í málinu og taldi að athuguðu máli að hún gæti ekki stutt þessa tillögu sem lá fyrir vegna þess að gögn sem voru lögð fram henni til stuðnings væru ónóg. En þess utan samþykkti stjórnin að ganga til þingsins með opnum huga og hlusta þar á öll rök sem þar voru sett fram sem og við gerðum.“ Þá hafi umræðan um tillöguna á Íslandi verið fremur óupplýst. Hörður gagnrýnir Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra fyrir að leggjast gegn tillögunni og gagnrýna Amnesty International. „Það er sérstaklega neyðarlegt í ljósi þess að hann vísaði þessu til stuðnings í átakið HeForShe sem er á vegum UN Women en þau samtök hafa ekki einungis stutt það að þessi iðja verði afglæpavædd heldur beinlínis viðurkennd sem atvinnugrein.“ Tillaga Amnesty mætti harðri gagnrýni hér heima fyrir en auk gagnrýni Gunnars Braga hafa sjö kvenréttindasamtök gagnrýnt tillöguna harðlega auk þess sem þingflokkur VG skoraði á Íslandsdeildina að hafna tillögunni.
Tengdar fréttir Stígamót: „Amnesty International hefur sett ofan“ Kvennasamtök ósátt með mannréttindasamtökin Amnesty International 11. ágúst 2015 18:11 Friðargæsluliðar sakaðir um nauðgun og morð Amnesty International segir mennina hafa nauðgað 12 ára stúlku og skotið feðga til bana. 11. ágúst 2015 22:03 Boða fjöldaúrsagnir úr Amnesty International vegna samþykktar um vændi Kvennasamtök víða um heim loga vegna ályktunar mannréttindasamtakanna. 11. ágúst 2015 19:53 Amnesty International samþykkir ályktun um afglæpavæðingu vændis Með ályktuninni er mælt með því að þróuð verði ný stefna samtakanna sem kveði á um að allir einstaklingar í kynlífsiðnaði njóti fullrar og jafnrar verndar gegn ofbeldi, misnotkun og mansali. 11. ágúst 2015 16:47 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira
Stígamót: „Amnesty International hefur sett ofan“ Kvennasamtök ósátt með mannréttindasamtökin Amnesty International 11. ágúst 2015 18:11
Friðargæsluliðar sakaðir um nauðgun og morð Amnesty International segir mennina hafa nauðgað 12 ára stúlku og skotið feðga til bana. 11. ágúst 2015 22:03
Boða fjöldaúrsagnir úr Amnesty International vegna samþykktar um vændi Kvennasamtök víða um heim loga vegna ályktunar mannréttindasamtakanna. 11. ágúst 2015 19:53
Amnesty International samþykkir ályktun um afglæpavæðingu vændis Með ályktuninni er mælt með því að þróuð verði ný stefna samtakanna sem kveði á um að allir einstaklingar í kynlífsiðnaði njóti fullrar og jafnrar verndar gegn ofbeldi, misnotkun og mansali. 11. ágúst 2015 16:47