Enski boltinn

Enginn hamingjusamur hjá Newcastle

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Steve McClaren.
Steve McClaren. vísir/getty
Steve McClaren, stjóri Newcastle, viðurkennir að sjálfstraust sinna manna sé viðkvæmt fyrir leikinn gegn Liverpool um helgina.

Newcastle er í 19. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og tapaði 5-1 gegn Crystal Palace um síðustu helgi.

Nú þarf liðið að mæta Liverpool sem er búið að vinna fjóra leiki í röð og raða inn mörkum.

„Það er enginn hamingjusamur hjá þessu félagi. Við tókum þrjú skref fram á við aðeins til þess að taka sex skref til baka," sagði McClaren.

Liðið hefur aðeins unnið tvo af síðustu fjórtán leikjum sínum og fengið á sig heil 30 mörk í þessum leikjum.

„Við trúum á þessa stráka en sjálfstraustið er viðkvæmt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×