Fótbolti

Góður möguleiki á 40 liða HM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
vísir/getty
Nefndin sem fjallar um betrumbætur hjá FIFA hefur mælst til þess að HM í knattspyrnu verði stækkað upp í 40 liða keppni.

Þessi hugmynd hefur hlotið fínan hljómgrunn, meðal annars frá Asíu og Afríku. Ef af verður þá verður fyrsta keppnin með 40 liðum árið 2026. Það er því aðeins í við fáum kannski að sjá svo stóra keppni.

Málið verður nú sett í aðra nefnd sem fer betur yfir málið.

Nefndin hefur einnig lagt til að konum verði fjölgað hjá FIFA og að þær fái meiri vægi hjá sambandinu. Einnig vill nefndin að menn geti aðeins setið í ákveðið langan tíma í stjórnum FIFA og svo kom fram sú hugmynd að opinbera laun starfsmanna.

Hugmyndin er sú að árið 2018 verði FIFA nútímalegt, faglegt samband sem hægt verði að treysta.

Það er svo sannarlega verk að vinna þar sem hneykslismálin hafa dunið á FIFA allt árið.


Tengdar fréttir

Risatap á rekstri FIFA

Árið 2015 hefur verið ein sorgarsaga fyrir Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, og það mun enda á neikvæðum nótum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×