Sigur í fyrri leiknum gegn Kanada Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. janúar 2015 23:26 Hannes Þór Halldórsson hélt hreinu á meðan hann var inn á. vísir/andri marinó Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann fyrsta leik ársins í kvöld þegar það lagði Kanada að velli í vináttuleik í Orlando í Flórída, 2-1. Liðin mætast aftur á mánudaginn, en þar sem ekki er um alþjóðlega leikdaga að ræða vantar margar af skærustu stjörnum íslenska liðsins í hópinn. Í honum eru t.a.m. sex nýliðar. Einn þeirra, Kristinn Steindórsson, var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta leik og fór frábærlega af stað. Kristinn skoraði nefnilega fyrsta mark leiksins með laglegum skalla eftir fyrirgjöf Rúriks Gíslasonar.Kristinn Steindórsson spilar í Bandaríkjunum.vísir/vilhelmKristinn, sem samdi við Columbus Crew undir lok síðasta árs, stýrði flottri sendingu Rúriks, sem var einnig nokkuð sprækur í leiknum, í fjærnetið. Skallinn óverjandi fyrir markvörð Kanada. Íslenska liðið var sterkara í fyrri hálfleik og bætti við marki á 42. mínútu, en það skoraði Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Start í Noregi. Há sending kom inn á teiginn sem Sölvi Geir Ottesen skallaði glæsilega fyrir fætur Matthíasar og átti hann ekki í miklum vandræðum með að tvöfalda forystu íslenska liðsins. Seinni hálfleikurinn var ekki jafn góður og minnkaði kanadíska liðið muninn á 60. mínútu. Dwayne De Rosario gerði það með skalla úr teignum, en Ingvar Jónsson var þá tiltölulega nýkominn í markið fyrir Hannes Þór Halldórsson. Undir lokin fékk Hólmbert Aron Friðjónsson, framherji Bröndby, tvö dauðafæri til að ganga frá leiknum en brást bogalistin í bæði skipting. Hann kom annars ágætlega inn sem varamaður Fínn sigur hjá Íslandi, en seinni leikur liðanna fer fram á mánudagskvöldið.Ísland (4-4-2): Hannes Þór Halldórsson (Ingvar Jónsson 65.) - Theodór Elmar Bjarnason, Sölvi Geir Ottesen, Sverrir Ingi Ingason, Hjörtur Logi Valgarðsson - Rúrik Gíslason, Guðlaugur Victor Pálsson (Þórarinn Ingi Valdimarsson 45.), Rúnar Már Sigurjónsson, Kristinn Steindórsson (Björn Daníel Sverrisson 45.) - Matthías Vilhjálmsson (Hólmbert Friðjónsson 45.), Jón Daði Böðvarsson (Ólafur Karl Finsen (71.). Fótbolti Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann fyrsta leik ársins í kvöld þegar það lagði Kanada að velli í vináttuleik í Orlando í Flórída, 2-1. Liðin mætast aftur á mánudaginn, en þar sem ekki er um alþjóðlega leikdaga að ræða vantar margar af skærustu stjörnum íslenska liðsins í hópinn. Í honum eru t.a.m. sex nýliðar. Einn þeirra, Kristinn Steindórsson, var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta leik og fór frábærlega af stað. Kristinn skoraði nefnilega fyrsta mark leiksins með laglegum skalla eftir fyrirgjöf Rúriks Gíslasonar.Kristinn Steindórsson spilar í Bandaríkjunum.vísir/vilhelmKristinn, sem samdi við Columbus Crew undir lok síðasta árs, stýrði flottri sendingu Rúriks, sem var einnig nokkuð sprækur í leiknum, í fjærnetið. Skallinn óverjandi fyrir markvörð Kanada. Íslenska liðið var sterkara í fyrri hálfleik og bætti við marki á 42. mínútu, en það skoraði Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Start í Noregi. Há sending kom inn á teiginn sem Sölvi Geir Ottesen skallaði glæsilega fyrir fætur Matthíasar og átti hann ekki í miklum vandræðum með að tvöfalda forystu íslenska liðsins. Seinni hálfleikurinn var ekki jafn góður og minnkaði kanadíska liðið muninn á 60. mínútu. Dwayne De Rosario gerði það með skalla úr teignum, en Ingvar Jónsson var þá tiltölulega nýkominn í markið fyrir Hannes Þór Halldórsson. Undir lokin fékk Hólmbert Aron Friðjónsson, framherji Bröndby, tvö dauðafæri til að ganga frá leiknum en brást bogalistin í bæði skipting. Hann kom annars ágætlega inn sem varamaður Fínn sigur hjá Íslandi, en seinni leikur liðanna fer fram á mánudagskvöldið.Ísland (4-4-2): Hannes Þór Halldórsson (Ingvar Jónsson 65.) - Theodór Elmar Bjarnason, Sölvi Geir Ottesen, Sverrir Ingi Ingason, Hjörtur Logi Valgarðsson - Rúrik Gíslason, Guðlaugur Victor Pálsson (Þórarinn Ingi Valdimarsson 45.), Rúnar Már Sigurjónsson, Kristinn Steindórsson (Björn Daníel Sverrisson 45.) - Matthías Vilhjálmsson (Hólmbert Friðjónsson 45.), Jón Daði Böðvarsson (Ólafur Karl Finsen (71.).
Fótbolti Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Sjá meira