Jón Daði: Vil komast í stærra félag Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. júní 2015 13:00 Jón Daði Böðvarsson. vísir/getty „Það er alltaf jafn gaman að koma í landsliðið og mikil tilhlökkun fyrir leiknum," segir Jón Daði Böðvarsson á Laugardalsvelli í dag en hann hefur átt frábæra leiki fyrir íslenska landsliðið í undankeppni EM. „Það er rosaleg stemning orðin í kringum þetta allt saman. Þessi Tékkaleikur á föstudaginn er auðvitað risastór en menn eru samt jafn rólegir og áður. Sigurviljinn er mikill líka. Við erum búnir að skoða mikið úr fyrri leiknum og mikið hægt að bæta síðan þá. „Við lærðum af síðasta leik og ætlum okkur að gera betur. Það er mikil tiltrú í liðinu og traust. Það treysta allir hver öðrum og eru þéttir saman," segir Jón Daði en hvað þarf til þess að vinna þennan leik? „Aga, sigurvilja og hugrekki." Jón Daði spilar með Viking í Noregi og er ekkert allt of sáttur við sína stöðu þar. „Tímabilið er tiltölulega nýbyrjað. Þetta hefur verið upp og niður fyrir mig persónulega og ég hef ekki verið eins mikið í byrjunarliðinu og ég hefði viljað. Þjálfarinn treystir á aðra tvo í framlínunni núna. Ég verð bara að hugsa um mig, vera fagmannlegur, halda mér í standi og reyna að nýta mínar mínútur," segir Jón Daði en vill hann komast frá félaginu? „Mig langar að komast enn lengra. Ég vil komast að hjá stærra félagi og vonandi gerist eitthvað. Ég er opinn fyrir ýmsu. Ef félagið hentar mér og svona. Ég er samt ekkert farinn og á eitt ár eftir af samningi," segir framherjinn frá Selfossi en góð frammistaða með landsliðinu hjálpar honum. „Landsliðið er mikill gluggi og sérstaklega þegar gengur svona vel. Það er gaman." EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kolbeinn: Kominn tími til að fara frá Ajax Landsliðsframherjinn spilaði ekki mikið með hollenska liðinu á tímabilinu og skoðar sig um í sumar. 10. júní 2015 11:28 Kári: Kemur í ljós hvort einhver vill kaupa 33 ára gamlan mann Miðvörður íslenska landsliðsins á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Rotherham í ensku B-deildinni en er að skoða aðra möguleika. 10. júní 2015 11:59 Hannes: Ekki mitt fyrsta val að spila í næstefstu deild Hannes Þór Halldórsson hefur hug á því að spila í sterkari deild. 10. júní 2015 12:00 Birkir: Gaman að stuðningsmennirnir söknuðu mín Blóðheitir stuðningsmenn Pescara létu fúkyrðum rigna yfir KSÍ á Facebook í gærkvöldi þar sem Birkir gat ekki spilað mikilvægan leik. 10. júní 2015 11:40 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Sjá meira
„Það er alltaf jafn gaman að koma í landsliðið og mikil tilhlökkun fyrir leiknum," segir Jón Daði Böðvarsson á Laugardalsvelli í dag en hann hefur átt frábæra leiki fyrir íslenska landsliðið í undankeppni EM. „Það er rosaleg stemning orðin í kringum þetta allt saman. Þessi Tékkaleikur á föstudaginn er auðvitað risastór en menn eru samt jafn rólegir og áður. Sigurviljinn er mikill líka. Við erum búnir að skoða mikið úr fyrri leiknum og mikið hægt að bæta síðan þá. „Við lærðum af síðasta leik og ætlum okkur að gera betur. Það er mikil tiltrú í liðinu og traust. Það treysta allir hver öðrum og eru þéttir saman," segir Jón Daði en hvað þarf til þess að vinna þennan leik? „Aga, sigurvilja og hugrekki." Jón Daði spilar með Viking í Noregi og er ekkert allt of sáttur við sína stöðu þar. „Tímabilið er tiltölulega nýbyrjað. Þetta hefur verið upp og niður fyrir mig persónulega og ég hef ekki verið eins mikið í byrjunarliðinu og ég hefði viljað. Þjálfarinn treystir á aðra tvo í framlínunni núna. Ég verð bara að hugsa um mig, vera fagmannlegur, halda mér í standi og reyna að nýta mínar mínútur," segir Jón Daði en vill hann komast frá félaginu? „Mig langar að komast enn lengra. Ég vil komast að hjá stærra félagi og vonandi gerist eitthvað. Ég er opinn fyrir ýmsu. Ef félagið hentar mér og svona. Ég er samt ekkert farinn og á eitt ár eftir af samningi," segir framherjinn frá Selfossi en góð frammistaða með landsliðinu hjálpar honum. „Landsliðið er mikill gluggi og sérstaklega þegar gengur svona vel. Það er gaman."
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kolbeinn: Kominn tími til að fara frá Ajax Landsliðsframherjinn spilaði ekki mikið með hollenska liðinu á tímabilinu og skoðar sig um í sumar. 10. júní 2015 11:28 Kári: Kemur í ljós hvort einhver vill kaupa 33 ára gamlan mann Miðvörður íslenska landsliðsins á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Rotherham í ensku B-deildinni en er að skoða aðra möguleika. 10. júní 2015 11:59 Hannes: Ekki mitt fyrsta val að spila í næstefstu deild Hannes Þór Halldórsson hefur hug á því að spila í sterkari deild. 10. júní 2015 12:00 Birkir: Gaman að stuðningsmennirnir söknuðu mín Blóðheitir stuðningsmenn Pescara létu fúkyrðum rigna yfir KSÍ á Facebook í gærkvöldi þar sem Birkir gat ekki spilað mikilvægan leik. 10. júní 2015 11:40 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Sjá meira
Kolbeinn: Kominn tími til að fara frá Ajax Landsliðsframherjinn spilaði ekki mikið með hollenska liðinu á tímabilinu og skoðar sig um í sumar. 10. júní 2015 11:28
Kári: Kemur í ljós hvort einhver vill kaupa 33 ára gamlan mann Miðvörður íslenska landsliðsins á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Rotherham í ensku B-deildinni en er að skoða aðra möguleika. 10. júní 2015 11:59
Hannes: Ekki mitt fyrsta val að spila í næstefstu deild Hannes Þór Halldórsson hefur hug á því að spila í sterkari deild. 10. júní 2015 12:00
Birkir: Gaman að stuðningsmennirnir söknuðu mín Blóðheitir stuðningsmenn Pescara létu fúkyrðum rigna yfir KSÍ á Facebook í gærkvöldi þar sem Birkir gat ekki spilað mikilvægan leik. 10. júní 2015 11:40