Segist ekki vita hvaðan fulltrúar Orku Energy flugu til Kína Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. apríl 2015 21:00 Sirrý Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar, segir fulltrúa fyrirtækisins ekki hafa verið hluti af opinberri sendinefnd Íslands. Sirrý Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra, segir að ráðuneytinu hafi ekki verið kunnugt um hvaðan þeir fulltrúar Orku Energy sem flugu til Kína og tóku þátt í vinnuferð ráðherrans þar í landi í mars síðastliðnum komu. Þeir hafi hins vegar ekki verið með í sendinefnd ráðuneytisins.Sjá einnig: Illugi segist hafa selt íbúðina í maí 2013 „Bent hefur verið á að í drögum að dagskrá, sem sendiráð Íslands í Kína sendi ráðuneytinu, komi fram að aðilar í viðskiptasendinefndinni hafa komið að utan (e. arrivalfromabroad). Sökum þess að þessir aðilar voru ekki í sendinefnd ráðuneytisins hefur það ekki - og hafði ekki 8. apríl sl. - upplýsingar um hvaðan þeir komu nema að því leyti að þeir komu ekki frá Íslandi,“ segir hún í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu um málið. Vefurinn Hringbraut birti dagskrárdrögin fyrr í dag. „Ráðuneytið dró því þær ályktanir að þeir hefðu verið staddir í Kína. Um ferðir fulltrúanna verður því að vísa til viðkomandi fyrirtækja eða sendiráðsins,“ segir hún. Í dagskrárdrögunum segir að þrír af fimm fulltrúum fyrirtækisins í ferðinni hafi komið til Kína að utan en ekki er tilgreint hvaða þeir komu. Málið hefur verið til umræðu eftir að bent var á að í hagsmunaskráningu ráðherrans segir að hann sinni ráðgjafastörfum fyrir Orku Energy. Illugi hefur sagt að hagsmunaskráningin sé úrelt og að hann sinni ekki störfum fyrir fyrirtækið; það hafi hann gert þegar hann tók sér tímabundið leyfi frá þingstörfum. Sirrý segir í svari sínu til fréttastofu að viðskiptasendinefndin, sem fulltrúar Orku Energy og fulltrúar frá Marel hafi tilheyrt, hafi ekki verið í hinni opinberu sendinefnd. „[F]erðir fulltrúa hennar voru ekki skipulagðar af ráðuneytinu og samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum 8. apríl sl. komu viðkomandi fulltrúar í viðskiptasendinefndinni ekki til fundanna í Kína frá Íslandi og því talið að þeir hefðu þá þegar verið staddir í Kína,“ segir hún. Alþingi Tengdar fréttir Borgar 230 þúsund krónur í leigu á mánuði Illugi Gunnarsson segist hafa staðið illa fjárhagslega eftir hrunið. 27. apríl 2015 12:33 Illugi segist hafa selt íbúðina í maí 2013 Afsal að eigninni var þinglýst í júlí á síðasta ári. 27. apríl 2015 18:48 Engum leigusamningi hefur verið þinglýst vegna íbúðar Illuga Íbúðin var seld eignarhaldsfélagi í eigu stjórnarformanns Orku Energy fyrir 53,5 milljónir á síðasta ári. 27. apríl 2015 11:31 Sagði ekkert óeðlilegt við samband sitt við Orku Energy Illugi Gunnarsson seldi stjórnarformanni Orku Energy ehf. fyrirtæki og húsnæði sitt við Ránargötu sem hann nú leigir eftir að hann varð ráðherra. Illugi vann áður ráðgjafarstörf fyrir OE vegna umsvifa þess í Asíu. 27. apríl 2015 07:00 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Sjá meira
Sirrý Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra, segir að ráðuneytinu hafi ekki verið kunnugt um hvaðan þeir fulltrúar Orku Energy sem flugu til Kína og tóku þátt í vinnuferð ráðherrans þar í landi í mars síðastliðnum komu. Þeir hafi hins vegar ekki verið með í sendinefnd ráðuneytisins.Sjá einnig: Illugi segist hafa selt íbúðina í maí 2013 „Bent hefur verið á að í drögum að dagskrá, sem sendiráð Íslands í Kína sendi ráðuneytinu, komi fram að aðilar í viðskiptasendinefndinni hafa komið að utan (e. arrivalfromabroad). Sökum þess að þessir aðilar voru ekki í sendinefnd ráðuneytisins hefur það ekki - og hafði ekki 8. apríl sl. - upplýsingar um hvaðan þeir komu nema að því leyti að þeir komu ekki frá Íslandi,“ segir hún í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu um málið. Vefurinn Hringbraut birti dagskrárdrögin fyrr í dag. „Ráðuneytið dró því þær ályktanir að þeir hefðu verið staddir í Kína. Um ferðir fulltrúanna verður því að vísa til viðkomandi fyrirtækja eða sendiráðsins,“ segir hún. Í dagskrárdrögunum segir að þrír af fimm fulltrúum fyrirtækisins í ferðinni hafi komið til Kína að utan en ekki er tilgreint hvaða þeir komu. Málið hefur verið til umræðu eftir að bent var á að í hagsmunaskráningu ráðherrans segir að hann sinni ráðgjafastörfum fyrir Orku Energy. Illugi hefur sagt að hagsmunaskráningin sé úrelt og að hann sinni ekki störfum fyrir fyrirtækið; það hafi hann gert þegar hann tók sér tímabundið leyfi frá þingstörfum. Sirrý segir í svari sínu til fréttastofu að viðskiptasendinefndin, sem fulltrúar Orku Energy og fulltrúar frá Marel hafi tilheyrt, hafi ekki verið í hinni opinberu sendinefnd. „[F]erðir fulltrúa hennar voru ekki skipulagðar af ráðuneytinu og samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum 8. apríl sl. komu viðkomandi fulltrúar í viðskiptasendinefndinni ekki til fundanna í Kína frá Íslandi og því talið að þeir hefðu þá þegar verið staddir í Kína,“ segir hún.
Alþingi Tengdar fréttir Borgar 230 þúsund krónur í leigu á mánuði Illugi Gunnarsson segist hafa staðið illa fjárhagslega eftir hrunið. 27. apríl 2015 12:33 Illugi segist hafa selt íbúðina í maí 2013 Afsal að eigninni var þinglýst í júlí á síðasta ári. 27. apríl 2015 18:48 Engum leigusamningi hefur verið þinglýst vegna íbúðar Illuga Íbúðin var seld eignarhaldsfélagi í eigu stjórnarformanns Orku Energy fyrir 53,5 milljónir á síðasta ári. 27. apríl 2015 11:31 Sagði ekkert óeðlilegt við samband sitt við Orku Energy Illugi Gunnarsson seldi stjórnarformanni Orku Energy ehf. fyrirtæki og húsnæði sitt við Ránargötu sem hann nú leigir eftir að hann varð ráðherra. Illugi vann áður ráðgjafarstörf fyrir OE vegna umsvifa þess í Asíu. 27. apríl 2015 07:00 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Sjá meira
Borgar 230 þúsund krónur í leigu á mánuði Illugi Gunnarsson segist hafa staðið illa fjárhagslega eftir hrunið. 27. apríl 2015 12:33
Illugi segist hafa selt íbúðina í maí 2013 Afsal að eigninni var þinglýst í júlí á síðasta ári. 27. apríl 2015 18:48
Engum leigusamningi hefur verið þinglýst vegna íbúðar Illuga Íbúðin var seld eignarhaldsfélagi í eigu stjórnarformanns Orku Energy fyrir 53,5 milljónir á síðasta ári. 27. apríl 2015 11:31
Sagði ekkert óeðlilegt við samband sitt við Orku Energy Illugi Gunnarsson seldi stjórnarformanni Orku Energy ehf. fyrirtæki og húsnæði sitt við Ránargötu sem hann nú leigir eftir að hann varð ráðherra. Illugi vann áður ráðgjafarstörf fyrir OE vegna umsvifa þess í Asíu. 27. apríl 2015 07:00