75 milljarða krafa vofir yfir Kópavogi Jakob Bjarnar skrifar 20. mars 2015 12:03 Ármann K. Ólafsson bæjarstjóri er í klípu en Kópavogur greiddi ábúandanum Þorsteini Hjaltested, en ekki eigendum, Karli Hjaltested, þegar landið var tekið eignarnámi. Erfingjar Sigurðar Hjaltested, eigendur Vatnsendajarðarinnar, standa nú í málaferlum við Kópavogsbæ. Krafan sem þeir setja fram er 75 milljarðar, 47 milljarðar til vara. Kópavogsbær hefur beðið um fjögurra vikna frest. Karl Hjaltested, einn eigenda jarðarinnar, segir varakröfuna byggða á þeim samningum sem gerðir voru á sínum tíma við Þorstein Hjaltested, ábúanda jarðarinnar, og eru framreiknaðir. 47 milljarðar raunhæf krafa„Krafa okkar er 75 milljarðar, en það er í raun allt eignarnámið. Okkur kemur í raun ekki við hvort Kópavogsbær var að borga einhverjum eitthvað. Ítrekað voru bæjaryfirvöld vöruð við því að Þorsteinn væri ekki eigandi jarðarinnar. Í öllum pappírum er talað um landeiganda, ekki ábúanda,“ segir Karl í samtali við Vísi. Málið er flókið og inn í þetta blandast málaferli sem Þorsteinn fór í við Kópavog; hann vildi fá greiddan það sem út af stóð og var krafa hans 12,6 milljarðar. Eftir að dómstólar höfðu farið með yddarann á þá tölu stóð eftir 8 milljarða krafa. Kópavogur hafði þá greitt honum rúma 2,2 milljarða, auk þess sem hann átti að fá tilbúnar 300 lóðir, 11 prósent af öllu fjölbýli og krafa eigenda byggir á þessu, framreiknun þess samnings sem eru 47 milljarðar. Svipmynd frá Vatnsendalandinu umdeilda.visir/valli Tíu erfingjarKarl segist ekki vita hvað verður, hvort Kópavogsbær reynir að flækja málin þá varðandi erfðaskrá og ábúendarétt, eða hvort bærinn vilji semja eða láta á þetta reyna fyrir dómsstólum. Sjálfur velkist hann ekki í vafa um niðurstöðuna en hæstiréttur kvað nýverið upp dóm þar sem segir að eigenda sé rétturinn. Karl segist ekki vita hvenær endanlegrar niðurstöðu sé að vænta. „Ég veit það ekki. Tvö til þrjú ár í viðbót? Það skiptir varla öllu máli. Á næsta ári fögnum við fimmtíu ára afmæli þessara málaferla. Árið 1966 dó pabbi og þá hefjast málaferlin. Þetta hefur tekið langan tíma,“ segir Karl. Þau systkinin eru fimm, og svo er það hlutur móður hans, sem fallin er frá; sem snýr þá að börnum hennar hinum sem eru fimm. Þetta eru þá sex hlutar í raun, sem um ræðir. Ljóst má vera að verulegir fjármunir eru í húfi fyrir eigendurna. Karl Hjaltested. Hann segir varla muna um eitt eða tvö ár í viðbót, á næsta ári verður 50 ára afmæli málaferla fagnað. Kópavogur í klípuInní þetta mál tengjast svo vatnsréttindi sem Þorsteinn framseldi á sínum tíma til Gunnars I. Birgissonar þá bæjarstjóra í Kópavogi. Að sögn Karls eru málaferli í vændum sem tengjast þeim, þannig að Kópavogur er í verulegum vandræðum vegna þessara mála. Karl segir Þorstein hafa stofnað sérstakt félag, Vatn ehf, ásamt lögmanni sínum, sem svo seldu leigu á vatnsréttindum til 50 ára. Sá samningur er sérkennilegur, greitt var fyrir hann 30 milljónir en ýmis ákvæði eru skrítin í þeim samningi, svo sem þau að þó Kópavogur fari nú með réttindin má bærinn ekki áframselja vatn, eins og til að mynda ef skip leggst við höfn í Kópavogi. Þá má ekki selja vatn til að fylla á tanka. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Tengdar fréttir Áratuga löng barátta um Vatnsenda: Hvað tekur nú við? Réttarstaða afkomenda Sigurðar Hjaltested heitins, eiganda Vatnsenda jarðarinnar í Kópavogsbæ, hefur skýrst verulega eftir niðurstöðu Hæstaréttar í gær. Þetta er álit lögmanns afkomenda Sigurðar sem vill engu spá um framhald málsins. 4. maí 2013 13:23 Þorsteinn Hjaltested ekki eini réttmæti erfingi Vatnsendajarðarinnar Hæstiréttur felldi úr gildi dóm héraðsdóms. 5. mars 2015 16:41 Orðlaus yfir margföldum mistökum í Vatnsendamálinu Einn af lögmönnum erfingja dánarbús Sigurðar Hjaltested ábúanda á Vatnsenda, segist nánast orðlaus yfir margföldum mistökum stjórnsýslu og sýslumanns Kópavogsbæjar í Vatnsendamálinu allt frá 1968 til 2007. Mistök hafi verið gerð við þinglýsingu skjala og ábúendur á Vatnsenda komust hjá því að greiða erfðafjárskatt frá síðustu aldamótum. 11. maí 2013 18:39 Segja Þorstein ekki eiga Vatnsendaland Þorteinn Hjaltested krafðist þess að Kópavogsbær greiddi honum tæpa 7 króna milljarða króna fyrir vanefndir í Vatnsendamálinu. Héraðsdómur sagði málið vanreifað og vísaði því frá. Bæjarstjóri segir þetta góð tíðindi fyrir íbúa Kópavogs. 20. janúar 2014 11:00 Skiptastjóri hyggst úthluta Þorsteini Vatnsendalandinu Skiptastjóri ákveður í dag að Þorsteini Hjaltested verði úthlutað því sem eftir stendur af jörðinni Vatnsenda í Kópavogi, á annað hundrað hekturum. Erfingjar dánarbús Sigurðar Hjaltested ætla að kæra ákvörðunina. 30. apríl 2014 08:45 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira
Erfingjar Sigurðar Hjaltested, eigendur Vatnsendajarðarinnar, standa nú í málaferlum við Kópavogsbæ. Krafan sem þeir setja fram er 75 milljarðar, 47 milljarðar til vara. Kópavogsbær hefur beðið um fjögurra vikna frest. Karl Hjaltested, einn eigenda jarðarinnar, segir varakröfuna byggða á þeim samningum sem gerðir voru á sínum tíma við Þorstein Hjaltested, ábúanda jarðarinnar, og eru framreiknaðir. 47 milljarðar raunhæf krafa„Krafa okkar er 75 milljarðar, en það er í raun allt eignarnámið. Okkur kemur í raun ekki við hvort Kópavogsbær var að borga einhverjum eitthvað. Ítrekað voru bæjaryfirvöld vöruð við því að Þorsteinn væri ekki eigandi jarðarinnar. Í öllum pappírum er talað um landeiganda, ekki ábúanda,“ segir Karl í samtali við Vísi. Málið er flókið og inn í þetta blandast málaferli sem Þorsteinn fór í við Kópavog; hann vildi fá greiddan það sem út af stóð og var krafa hans 12,6 milljarðar. Eftir að dómstólar höfðu farið með yddarann á þá tölu stóð eftir 8 milljarða krafa. Kópavogur hafði þá greitt honum rúma 2,2 milljarða, auk þess sem hann átti að fá tilbúnar 300 lóðir, 11 prósent af öllu fjölbýli og krafa eigenda byggir á þessu, framreiknun þess samnings sem eru 47 milljarðar. Svipmynd frá Vatnsendalandinu umdeilda.visir/valli Tíu erfingjarKarl segist ekki vita hvað verður, hvort Kópavogsbær reynir að flækja málin þá varðandi erfðaskrá og ábúendarétt, eða hvort bærinn vilji semja eða láta á þetta reyna fyrir dómsstólum. Sjálfur velkist hann ekki í vafa um niðurstöðuna en hæstiréttur kvað nýverið upp dóm þar sem segir að eigenda sé rétturinn. Karl segist ekki vita hvenær endanlegrar niðurstöðu sé að vænta. „Ég veit það ekki. Tvö til þrjú ár í viðbót? Það skiptir varla öllu máli. Á næsta ári fögnum við fimmtíu ára afmæli þessara málaferla. Árið 1966 dó pabbi og þá hefjast málaferlin. Þetta hefur tekið langan tíma,“ segir Karl. Þau systkinin eru fimm, og svo er það hlutur móður hans, sem fallin er frá; sem snýr þá að börnum hennar hinum sem eru fimm. Þetta eru þá sex hlutar í raun, sem um ræðir. Ljóst má vera að verulegir fjármunir eru í húfi fyrir eigendurna. Karl Hjaltested. Hann segir varla muna um eitt eða tvö ár í viðbót, á næsta ári verður 50 ára afmæli málaferla fagnað. Kópavogur í klípuInní þetta mál tengjast svo vatnsréttindi sem Þorsteinn framseldi á sínum tíma til Gunnars I. Birgissonar þá bæjarstjóra í Kópavogi. Að sögn Karls eru málaferli í vændum sem tengjast þeim, þannig að Kópavogur er í verulegum vandræðum vegna þessara mála. Karl segir Þorstein hafa stofnað sérstakt félag, Vatn ehf, ásamt lögmanni sínum, sem svo seldu leigu á vatnsréttindum til 50 ára. Sá samningur er sérkennilegur, greitt var fyrir hann 30 milljónir en ýmis ákvæði eru skrítin í þeim samningi, svo sem þau að þó Kópavogur fari nú með réttindin má bærinn ekki áframselja vatn, eins og til að mynda ef skip leggst við höfn í Kópavogi. Þá má ekki selja vatn til að fylla á tanka.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Tengdar fréttir Áratuga löng barátta um Vatnsenda: Hvað tekur nú við? Réttarstaða afkomenda Sigurðar Hjaltested heitins, eiganda Vatnsenda jarðarinnar í Kópavogsbæ, hefur skýrst verulega eftir niðurstöðu Hæstaréttar í gær. Þetta er álit lögmanns afkomenda Sigurðar sem vill engu spá um framhald málsins. 4. maí 2013 13:23 Þorsteinn Hjaltested ekki eini réttmæti erfingi Vatnsendajarðarinnar Hæstiréttur felldi úr gildi dóm héraðsdóms. 5. mars 2015 16:41 Orðlaus yfir margföldum mistökum í Vatnsendamálinu Einn af lögmönnum erfingja dánarbús Sigurðar Hjaltested ábúanda á Vatnsenda, segist nánast orðlaus yfir margföldum mistökum stjórnsýslu og sýslumanns Kópavogsbæjar í Vatnsendamálinu allt frá 1968 til 2007. Mistök hafi verið gerð við þinglýsingu skjala og ábúendur á Vatnsenda komust hjá því að greiða erfðafjárskatt frá síðustu aldamótum. 11. maí 2013 18:39 Segja Þorstein ekki eiga Vatnsendaland Þorteinn Hjaltested krafðist þess að Kópavogsbær greiddi honum tæpa 7 króna milljarða króna fyrir vanefndir í Vatnsendamálinu. Héraðsdómur sagði málið vanreifað og vísaði því frá. Bæjarstjóri segir þetta góð tíðindi fyrir íbúa Kópavogs. 20. janúar 2014 11:00 Skiptastjóri hyggst úthluta Þorsteini Vatnsendalandinu Skiptastjóri ákveður í dag að Þorsteini Hjaltested verði úthlutað því sem eftir stendur af jörðinni Vatnsenda í Kópavogi, á annað hundrað hekturum. Erfingjar dánarbús Sigurðar Hjaltested ætla að kæra ákvörðunina. 30. apríl 2014 08:45 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira
Áratuga löng barátta um Vatnsenda: Hvað tekur nú við? Réttarstaða afkomenda Sigurðar Hjaltested heitins, eiganda Vatnsenda jarðarinnar í Kópavogsbæ, hefur skýrst verulega eftir niðurstöðu Hæstaréttar í gær. Þetta er álit lögmanns afkomenda Sigurðar sem vill engu spá um framhald málsins. 4. maí 2013 13:23
Þorsteinn Hjaltested ekki eini réttmæti erfingi Vatnsendajarðarinnar Hæstiréttur felldi úr gildi dóm héraðsdóms. 5. mars 2015 16:41
Orðlaus yfir margföldum mistökum í Vatnsendamálinu Einn af lögmönnum erfingja dánarbús Sigurðar Hjaltested ábúanda á Vatnsenda, segist nánast orðlaus yfir margföldum mistökum stjórnsýslu og sýslumanns Kópavogsbæjar í Vatnsendamálinu allt frá 1968 til 2007. Mistök hafi verið gerð við þinglýsingu skjala og ábúendur á Vatnsenda komust hjá því að greiða erfðafjárskatt frá síðustu aldamótum. 11. maí 2013 18:39
Segja Þorstein ekki eiga Vatnsendaland Þorteinn Hjaltested krafðist þess að Kópavogsbær greiddi honum tæpa 7 króna milljarða króna fyrir vanefndir í Vatnsendamálinu. Héraðsdómur sagði málið vanreifað og vísaði því frá. Bæjarstjóri segir þetta góð tíðindi fyrir íbúa Kópavogs. 20. janúar 2014 11:00
Skiptastjóri hyggst úthluta Þorsteini Vatnsendalandinu Skiptastjóri ákveður í dag að Þorsteini Hjaltested verði úthlutað því sem eftir stendur af jörðinni Vatnsenda í Kópavogi, á annað hundrað hekturum. Erfingjar dánarbús Sigurðar Hjaltested ætla að kæra ákvörðunina. 30. apríl 2014 08:45