Orðlaus yfir margföldum mistökum í Vatnsendamálinu Helga Arnardóttir skrifar 11. maí 2013 18:39 Einn af lögmönnum erfingja dánarbús Sigurðar Hjaltested ábúanda á Vatnsenda, segist nánast orðlaus yfir margföldum mistökum stjórnsýslu og sýslumanns Kópavogsbæjar í Vatnsendamálinu allt frá 1968 til 2007. Mistök hafi verið gerð við þinglýsingu skjala og ábúendur á Vatnsenda komust hjá því að greiða erfðafjárskatt frá síðustu aldamótum. Hæstiréttur komst nýlega að þeirri niðurstöðu að jörðin Vatnsendi væri í eigu dánarbús Sigurðar Kr. Lárussonar Hjaltested en ekki í eigu Þorsteins Hjaltested barnabarns hans. Deilur stóðu um jörðina frá andláti Sigurðar 1966 en Magnús Hjaltested elsti sonur hans krafðist þess að fá jörðina samkvæmt ákvæðum erfðaskrár frá 1938. Samkvæmt dómi Hæstaréttar frá 1968 fékk hann umráða- og búseturétt á Vatnsenda og seinni eiginkona Sigurðar var borin út ásamt öllum sínum börnum. Þetta þýddi hins vegar ekki að Magnús yrði eigandi jarðarinnar, heldur hafði hann eingöngu umráða- og búseturétt samkvæmt skýrum ákvæðum erfðaskrárinnar og dómi Hæstaréttar. „þessum dómi er þinglýst á jörðina og mistökin eru þessi að skrá þetta sem eignarheimild, að Magnús eigi eignarétt á jörðinni á grundvelli þessa dóms. Þarna hefði átt að skrá réttindin eins og kemur fram í dómsorði; umráð og afnot,“ segir Valgeir Kristinsson einn lögmanna erfingja Sigurðar. En þetta eru bara ein mistök af nokkrum í afgreiðslu stjórnsýslunnar og sýslumanns Kópavogsbæjar að mati lögmanna erfingja Sigurðar. Magnús lést 1999 og árið eftir undirituðu börn hans og ekkja skiptayfirlýsingu um að Vatnsendi færi til Þorsteins Hjaltested elsta sonar Magnúsar samkvæmt hinni rúmlega sextíu ára gömlu erfðaská. Við það varð Þorsteinn þinglýstur eigandi jarðarinnar. „Þetta er einnig skráð sem eignaryfirfærsluskjal, því miður, og það eru mistök númer tvö hjá sýslumannsembættinu í Kópavogi.“ Þorsteinn hefði því átt að vera skráður með umráða og búseturétt en ekki eignarétt, sama hefði átt við um föður hans. En við skiptayfirlýsingu systkinanna hefði átt að greiða erfðafjárskatt af jörðinni Vatnsenda samkvæmt lögum. „Það var ekki gert," segir Valgeir. Og hefur ekki verið greiddur allt til dagsins í dag. „Ég bara bara kann enga skýringu á því af hverju embættið innheimtir ekki erfðafjárskatt eins og ævinlega er gert við yfirfærslu eigna úr dánarbúum,“ segir Valgeir. Stærstu mistökin áttu sér hins vegar stað að mati Valgeirs árið 2007 þegar Kópavogsbær tók 800 hektara af Vatnsendalandinu eignarnámi og greiddi Þorsteini tæpa 2,3 milljarða fyrir, þrátt fyrir aðvaranir erfingja um að eignarhaldið væri óljóst og málaferli í uppsiglingu. „Þarna er auðvitað komin skýr aðvörun með eignarumráðin og þá hefði auðvitað Kópavogsbær átt að fara mjög varlega,“ segir Valgeir. Nýlegur dómur Hæstaréttar hefur því umbylt öllu eignarhaldi á Vatnsenda þótt enn er óvíst hver endalok málsins verða. „Þegar maður fer yfir þennan langa feril á löngu árabili þá er maður náttúrulega orðlaus yfir því hvað mistökin í stjórnsýslunni hafa orðið mörg í þessu mikla hagsmunamáli,“ segir Valgeir að lokum. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Sjá meira
Einn af lögmönnum erfingja dánarbús Sigurðar Hjaltested ábúanda á Vatnsenda, segist nánast orðlaus yfir margföldum mistökum stjórnsýslu og sýslumanns Kópavogsbæjar í Vatnsendamálinu allt frá 1968 til 2007. Mistök hafi verið gerð við þinglýsingu skjala og ábúendur á Vatnsenda komust hjá því að greiða erfðafjárskatt frá síðustu aldamótum. Hæstiréttur komst nýlega að þeirri niðurstöðu að jörðin Vatnsendi væri í eigu dánarbús Sigurðar Kr. Lárussonar Hjaltested en ekki í eigu Þorsteins Hjaltested barnabarns hans. Deilur stóðu um jörðina frá andláti Sigurðar 1966 en Magnús Hjaltested elsti sonur hans krafðist þess að fá jörðina samkvæmt ákvæðum erfðaskrár frá 1938. Samkvæmt dómi Hæstaréttar frá 1968 fékk hann umráða- og búseturétt á Vatnsenda og seinni eiginkona Sigurðar var borin út ásamt öllum sínum börnum. Þetta þýddi hins vegar ekki að Magnús yrði eigandi jarðarinnar, heldur hafði hann eingöngu umráða- og búseturétt samkvæmt skýrum ákvæðum erfðaskrárinnar og dómi Hæstaréttar. „þessum dómi er þinglýst á jörðina og mistökin eru þessi að skrá þetta sem eignarheimild, að Magnús eigi eignarétt á jörðinni á grundvelli þessa dóms. Þarna hefði átt að skrá réttindin eins og kemur fram í dómsorði; umráð og afnot,“ segir Valgeir Kristinsson einn lögmanna erfingja Sigurðar. En þetta eru bara ein mistök af nokkrum í afgreiðslu stjórnsýslunnar og sýslumanns Kópavogsbæjar að mati lögmanna erfingja Sigurðar. Magnús lést 1999 og árið eftir undirituðu börn hans og ekkja skiptayfirlýsingu um að Vatnsendi færi til Þorsteins Hjaltested elsta sonar Magnúsar samkvæmt hinni rúmlega sextíu ára gömlu erfðaská. Við það varð Þorsteinn þinglýstur eigandi jarðarinnar. „Þetta er einnig skráð sem eignaryfirfærsluskjal, því miður, og það eru mistök númer tvö hjá sýslumannsembættinu í Kópavogi.“ Þorsteinn hefði því átt að vera skráður með umráða og búseturétt en ekki eignarétt, sama hefði átt við um föður hans. En við skiptayfirlýsingu systkinanna hefði átt að greiða erfðafjárskatt af jörðinni Vatnsenda samkvæmt lögum. „Það var ekki gert," segir Valgeir. Og hefur ekki verið greiddur allt til dagsins í dag. „Ég bara bara kann enga skýringu á því af hverju embættið innheimtir ekki erfðafjárskatt eins og ævinlega er gert við yfirfærslu eigna úr dánarbúum,“ segir Valgeir. Stærstu mistökin áttu sér hins vegar stað að mati Valgeirs árið 2007 þegar Kópavogsbær tók 800 hektara af Vatnsendalandinu eignarnámi og greiddi Þorsteini tæpa 2,3 milljarða fyrir, þrátt fyrir aðvaranir erfingja um að eignarhaldið væri óljóst og málaferli í uppsiglingu. „Þarna er auðvitað komin skýr aðvörun með eignarumráðin og þá hefði auðvitað Kópavogsbær átt að fara mjög varlega,“ segir Valgeir. Nýlegur dómur Hæstaréttar hefur því umbylt öllu eignarhaldi á Vatnsenda þótt enn er óvíst hver endalok málsins verða. „Þegar maður fer yfir þennan langa feril á löngu árabili þá er maður náttúrulega orðlaus yfir því hvað mistökin í stjórnsýslunni hafa orðið mörg í þessu mikla hagsmunamáli,“ segir Valgeir að lokum.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Sjá meira