AC Milan vann góðan 3-2 sigur á Palermo í dag, en Carlos Bacca reyndist hetja Milan í síðari hálfleik. Annar sigur Milan á tímabilinu.
Carlos Bacca kom Milan yfir á 21. mínútu, en Oscar Hiljemark jafnaði metin fyrir Palermo á 32. mínútu. Giacomo Bonaventura kom Milan yfir á 41. mínútu, en leik var ekki lokið.
Oscar Hiljemark jafnaði afur fyrir Palermo, en það var svo Bacca, sem kom frá Sevilla í sumar, sem skoraði sigurmarkið stundarfjórðungi fyrir leikslok. Lokatölur 3-2.
AC Milan er því með sex stig eftir fyrstu fjóra leikina undir stjórn Sinisa Mihajlovic í níunda sætinu, en Palermo er í sjöunda sæti með sjö stig.
Empoli vann óvæntan sigur á Udinese í sömu deild í dag. Duvan Zapata kom Udinese yfir og þannigs tóðu leikar í hálfleik, en mörk frá Leandro Daniel Paredes og Massimo Maccarone tryggðu Empoli 2-1 sigur.
Udinese er því með þrjú stig eftir fyrstu fjóra leikina, en Empoli er með fjögur stig eftir sigurinn í dag.
Bacca hetja Milan
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið





Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í
Enski boltinn



Fjögur lið sýnt LeBron áhuga
Körfubolti


Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“
Íslenski boltinn