Erlent

Kröftugur fellibylur gengur yfir Jemen

gunnar reynir valþórsson skrifar
Um er að ræða langöflugasta storm sem gengið hefur yfir Yemen um áratuga skeið.
Um er að ræða langöflugasta storm sem gengið hefur yfir Yemen um áratuga skeið. vísir/epa
Fellibylurinn Chapala gengur nú yfir Jemen með tilheyrandi vindi og miklu úrhelli. Fellibyljir eru afar fátíðir á þessum slóðum en Chapala er nokkuð kröftugur og er búist við vindhviðum sem ná allt að 140 kílómetra hraða á klukkustund þegar hann nær landi og er því um að ræða langöflugasta storm sem gengið hefur yfir Yemen um áratuga skeið.

Svæðinu sem búist er að verði verst úti er stjórnað af Al Kaída hryðjuverkasamtökunum og óttast menn að björgunarstörf verði af skornum skammti eftir að veðrið gengur niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×