Enski boltinn

Scholes: Chelsea virka þreyttir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Scholes segir að leikmenn Chelsea virki þreyttir þessa daganna.
Scholes segir að leikmenn Chelsea virki þreyttir þessa daganna. Vísir/Getty
Paul Scholes, Manchester United goðsögnin, segir að Jose Mourinho, stjóri Chelsea, hafi gert mistök á dögunum að hvíla ekki leikmenn í þýðingarlitlum leikjum.

Chelsea liðið virkaði óstöðvandi í byrjun móts, en liðinu hefur aðeins fatast flugið undanfarið.

„Chelsea liðið lítur út fyrir að vera þreytt. Maður spyr sig afhverju hann greip ekki tækifærið og hvíldi fleiri leikmenn í bikarleik gegn Derby og leik gegn Sporting Lissabon í Meistaradeildinni," sagði Scholes við fjölmiðla.

„Gegn Sporting þá spilaði hann Gary Cahill, Cesar Azpilicueta, Nemanja Matic, Cesc Fabregas og Diego Costa í leik sem skipti engu máli," en Chelsea hafði tryggt sig áfram í Meistaradeildinni fyrir leikinn.

Watford heimsækir Chelsea í FA-bikarnum síðar í dag og segir Scholes að það sé mikilvægt að Mourinho nýti tækifærið og hvíli leikmenn í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×