Enski boltinn

Þægilegt hjá Arsenal | Sjáðu mörkin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mertesacker er búinn að skora.
Mertesacker er búinn að skora. Vísir/Getty
Arsenal var enn eitt úrvalsdeildarfélagið sem tryggði sig áfram í FA-bikarnum í kvöld. Arsenal vann Hull 2-0 í afskaplega rólegum leik á Emirates.

Hull gerði tíu breytingar frá sigurleiknum gegn Everton í vikunni og ljóst að Steve Bruce ætlaði að einbeita sér frekar að heildinni, en bikarnum.

Per Mertesacker skoraði fyrsta markið með skalla eftir hornspyrnu og þannig var staðan í hálfleik.

Flestir leikmenn Arsenal voru í hlutlausum gír og leikurinn ekkert spes fyrir vikið. Alexis Sanches skoraði svo annað mark Arsenal átta mínútum fyrir leikslok og þar við sat.

Arsenal verður því í pottinum þegar dregið verður annað kvöld.

Mertesacker með skalla: Sanches með sitt sextánda mark:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×