Sveitaskóli hættir og verður heilsárshótel Kristján Már Unnarsson skrifar 1. mars 2015 19:19 Einn veglegasti sveitaskóli landsins, skólinn að Laugarbakka í Miðfirði, hefur verið lagður niður og seldur. Nýir eigendur ætla að breyta honum í fimmtíu herbergja heilsárshótel. Þegar flest var fyrir um aldarfjórðungi voru um 130 nemendur í skólanum og mikið líf en nú er þarna allt tómt og enga hreyfingu að sjá. Þessar fjögur þúsund fermetra byggingar risu á árunum frá 1970 til 1990 en í haust var skellt í lás og ákveðið að nemendum úr sveitinni yrði framvegis ekið í skólann á Hvammstanga. „Það er búið að vera tveggja til þriggja ára samráðsferli við foreldra og nemendur og það má segja að tekist hafi að hlusta á flest sjónarmið aðila. Þannig að það myndaðist mikil sátt um þessa ákvörðun,“ segir Sigurður Þór Ágústsson, skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra. Framan af bjó stór hluti nemenda á heimavist, eins og Axel Rúnar Guðmundsson frá Valdarási kynntist fyrir meira en 40 árum. Hann segist hafa byrjað á heimavist átta eða níu ára gamall, þar hafi hann búið frá mánudegi til föstudags, og það hafi verið erfið reynsla. Kveðst hann hafa verið feginn því að sínar dætur skyldu ekki þurfa að dvelja á heimavist. Eva Pálsdóttir, 16 ára gömul, býr á Laugarbakka og hún var í síðasta árgangi sem útskrifaðist úr skólanum síðastliðið vor. Hún kveðst sakna skólans og það sé leiðinlegt að sjá skólahúsin tóm.Horft til Laugarbakkaskóla af hringveginum í Húnavatnssýslum. Þorpið að Laugarbakka sést nær.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Eddu-hótel hefur verið verið rekið þarna á sumrin en nýir eigendur, hjónin Tómas Kristjánsson og Sigrún Guðmundsdóttir, sem keyptu skólann af Húnaþingi vestra, áforma miklar endurbætur þegar þau fá eignina afhenta í haust. Tómas segir að herbergjum fjölgi úr 28 upp í 50 og þau verði öll með baði. Þetta verði heilsársrekstur. Tengdar fréttir Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42 Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30 Mætti staðsetja margar ríkisstofnanir úti á landi Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins. 25. febrúar 2015 20:02 Táningar í dreifnámi lífga upp byggðirnar Áhugaleikfélög hafa lifnað á ný í þremur byggðum við Húnaflóa; á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi. 26. febrúar 2015 19:55 Hérað losnaði úr fjötrum þegar skuldafenið hvarf Samfélögin við innanverðan Húnaflóa voru leyst úr fjötrum þegar hrikalegar skuldir vegna stofnfjárkaupa í sparisjóði, voru felldar niður. 1. mars 2015 07:24 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira
Einn veglegasti sveitaskóli landsins, skólinn að Laugarbakka í Miðfirði, hefur verið lagður niður og seldur. Nýir eigendur ætla að breyta honum í fimmtíu herbergja heilsárshótel. Þegar flest var fyrir um aldarfjórðungi voru um 130 nemendur í skólanum og mikið líf en nú er þarna allt tómt og enga hreyfingu að sjá. Þessar fjögur þúsund fermetra byggingar risu á árunum frá 1970 til 1990 en í haust var skellt í lás og ákveðið að nemendum úr sveitinni yrði framvegis ekið í skólann á Hvammstanga. „Það er búið að vera tveggja til þriggja ára samráðsferli við foreldra og nemendur og það má segja að tekist hafi að hlusta á flest sjónarmið aðila. Þannig að það myndaðist mikil sátt um þessa ákvörðun,“ segir Sigurður Þór Ágústsson, skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra. Framan af bjó stór hluti nemenda á heimavist, eins og Axel Rúnar Guðmundsson frá Valdarási kynntist fyrir meira en 40 árum. Hann segist hafa byrjað á heimavist átta eða níu ára gamall, þar hafi hann búið frá mánudegi til föstudags, og það hafi verið erfið reynsla. Kveðst hann hafa verið feginn því að sínar dætur skyldu ekki þurfa að dvelja á heimavist. Eva Pálsdóttir, 16 ára gömul, býr á Laugarbakka og hún var í síðasta árgangi sem útskrifaðist úr skólanum síðastliðið vor. Hún kveðst sakna skólans og það sé leiðinlegt að sjá skólahúsin tóm.Horft til Laugarbakkaskóla af hringveginum í Húnavatnssýslum. Þorpið að Laugarbakka sést nær.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Eddu-hótel hefur verið verið rekið þarna á sumrin en nýir eigendur, hjónin Tómas Kristjánsson og Sigrún Guðmundsdóttir, sem keyptu skólann af Húnaþingi vestra, áforma miklar endurbætur þegar þau fá eignina afhenta í haust. Tómas segir að herbergjum fjölgi úr 28 upp í 50 og þau verði öll með baði. Þetta verði heilsársrekstur.
Tengdar fréttir Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42 Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30 Mætti staðsetja margar ríkisstofnanir úti á landi Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins. 25. febrúar 2015 20:02 Táningar í dreifnámi lífga upp byggðirnar Áhugaleikfélög hafa lifnað á ný í þremur byggðum við Húnaflóa; á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi. 26. febrúar 2015 19:55 Hérað losnaði úr fjötrum þegar skuldafenið hvarf Samfélögin við innanverðan Húnaflóa voru leyst úr fjötrum þegar hrikalegar skuldir vegna stofnfjárkaupa í sparisjóði, voru felldar niður. 1. mars 2015 07:24 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira
Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42
Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30
Mætti staðsetja margar ríkisstofnanir úti á landi Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins. 25. febrúar 2015 20:02
Táningar í dreifnámi lífga upp byggðirnar Áhugaleikfélög hafa lifnað á ný í þremur byggðum við Húnaflóa; á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi. 26. febrúar 2015 19:55
Hérað losnaði úr fjötrum þegar skuldafenið hvarf Samfélögin við innanverðan Húnaflóa voru leyst úr fjötrum þegar hrikalegar skuldir vegna stofnfjárkaupa í sparisjóði, voru felldar niður. 1. mars 2015 07:24