Hérað losnaði úr fjötrum þegar skuldafenið hvarf Kristján Már Unnarsson skrifar 1. mars 2015 07:24 Samfélögin við innanverðan Húnaflóa voru leyst úr fjötrum og tóku fyrst að hjarna við eftir að óvenju hrikalegar skuldir, sem tengdust 140 heimilum vegna stofnfjárkaupa í sparisjóði, voru felldar niður. Skuldafenið sem stofnfjáreigendur Sparisjóðs Húnaþings og Stranda sátu í eftir bankahrunið ógnaði hreinlega byggð í heilu héraði, svo háar voru tölurnar, eins og nefnt var í fréttum Stöðvar 2 fyrir fimm árum. Algengt var að einstök heimili skulduðu 15-20 milljónir króna vegna stofnfjárkaupa og dæmi voru um fjölskyldur sem skulduðu á annað hundrað milljóna króna. Síðar var upplýst að nokkrir starfsmenn sparisjóðsins skulduðu yfir eitthundrað milljónir króna og sumir í kringum tvöhundruð milljónir króna.Höfuðstöðvar Sparisjóðs Húnaþings og Stranda voru á Hvammstanga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Landbankinn átti kröfurnar, en ákvað að fella þær niður eftir hæstaréttardóm fyrir þremur árum sem ógilti kröfu í sambærilegu máli. Reimar Marteinsson kaupfélagsstjóri, sem þekkti vel stöðuna, segir að fjöldi fólks hafi skuldað háar fjárhæðir eftir fall sparisjóðsins en Landsbankinn hafi fallist á að fella þær niður. „Á þeim forsendum að það hafi verið ólöglega að þessu staðið af hálfu sparisjóðsins hér og sparisjóðsins í Keflavík. Það skipti sköpum fyrir samfélagið að létta aðeins á því,“ sagði Reimar. Í raun var samfélagið á starfssvæði sparisjóðs Húnaþings og Stranda leyst úr fjötrum með skuldaniðurfellingunni. Reimar kaupfélagsstjóri segir stemmninguna hafa breyst þegar það gerðist. „Menn þorðu lítið að hreyfa sig og gátu kannski lítið hreyft sig líka, allavega þeir sem voru með á bakinu stórar fjárhæðir,“ segir Reimar. „Já, ég fann mun. Fólk gat farið að framkvæma út til sveita og annarsstaðar, þar sem menn voru kannski að halda aftur af sér á þessum tíma, á þessum árum þegar þetta lá yfir.“ Tengdar fréttir Málefni SpKef vekja furðu og reiði í Húnaþingi "Fréttaflutningur sl. vikna af málefnum, stöðu og starfsháttum Sparisjóðs Keflavíkur sem m.a. er byggður á áðurnefndri skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og skýrslu Fjármálaeftirlitsins um starfshætti sparisjóðsins frá september 2008 vekur furðu og reiði í Húnaþingi.“ 4. mars 2011 11:57 Íbúar í Húnaþingi vestra himinlifandi Sveitarstjórnarmaður í Húnaþingi vestra er himinlifandi yfir því að Landsbankinn hafi viðurkennt málflutning stofnfjáreigenda og fellt niður lán til þeirra að eigin frumkvæði. Þungu fargi var létt af skuldurum sem margir hverjir stefndu í þrot. 16. desember 2011 19:00 Skuldamálin við Húnaflóa eitt það sorglegasta í hruninu Fjármálaherra og bankastjóri Landsbankans segja báðir að skuldastaða sparisjóðseigenda við Húnaflóa sé eitt það sorglegasta sem komið hafi á þeirra borð. Hvorugur treystir sér til að lofa þeim neinni sérmeðferð umfram aðra skuldara. 15. mars 2010 18:51 Á annað hundrað stofnfjáreigenda bíður eftir svörum Á annað hundrað stofnfjáreigenda í Sparisjóði Húnaþings sem skulda á þriðja milljað króna bíða nú milli vonar og ótta eftir svörum um hvort dómar héraðsdóms í stofnfjármálum í gær, hafi fordæmisgildi í málum þeirra. Ljóst er að margir horfa til niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í gær í prófmálum Íslandsbanka gegn stofnfjáreigendum í Byr og Sparisjóði Norðurlands. Þar voru stofnfjáreigendur sýknaðir af greiðslukröfu bankans. 22. janúar 2011 19:26 Landsbankinn fellir niður lán vegna stofnfjárkaupa Landsbankinn hefur ákveðið að fella niður rúmlega 500 lán til einstaklinga og 30 lán sem veitt voru lögaðilum til kaupa á nýju stofnfé í Sparísjóðnum í Keflavík, Sparisjóði Húnaþings og Stranda og Sparisjóði Vestfirðinga í lok árs 2007. 16. desember 2011 14:00 Mest lesið Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf Lífsferilsgreining Polestar 4 sýnir lægsta kolefnisspor allra Polestar bíla Samstarf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Samfélögin við innanverðan Húnaflóa voru leyst úr fjötrum og tóku fyrst að hjarna við eftir að óvenju hrikalegar skuldir, sem tengdust 140 heimilum vegna stofnfjárkaupa í sparisjóði, voru felldar niður. Skuldafenið sem stofnfjáreigendur Sparisjóðs Húnaþings og Stranda sátu í eftir bankahrunið ógnaði hreinlega byggð í heilu héraði, svo háar voru tölurnar, eins og nefnt var í fréttum Stöðvar 2 fyrir fimm árum. Algengt var að einstök heimili skulduðu 15-20 milljónir króna vegna stofnfjárkaupa og dæmi voru um fjölskyldur sem skulduðu á annað hundrað milljóna króna. Síðar var upplýst að nokkrir starfsmenn sparisjóðsins skulduðu yfir eitthundrað milljónir króna og sumir í kringum tvöhundruð milljónir króna.Höfuðstöðvar Sparisjóðs Húnaþings og Stranda voru á Hvammstanga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Landbankinn átti kröfurnar, en ákvað að fella þær niður eftir hæstaréttardóm fyrir þremur árum sem ógilti kröfu í sambærilegu máli. Reimar Marteinsson kaupfélagsstjóri, sem þekkti vel stöðuna, segir að fjöldi fólks hafi skuldað háar fjárhæðir eftir fall sparisjóðsins en Landsbankinn hafi fallist á að fella þær niður. „Á þeim forsendum að það hafi verið ólöglega að þessu staðið af hálfu sparisjóðsins hér og sparisjóðsins í Keflavík. Það skipti sköpum fyrir samfélagið að létta aðeins á því,“ sagði Reimar. Í raun var samfélagið á starfssvæði sparisjóðs Húnaþings og Stranda leyst úr fjötrum með skuldaniðurfellingunni. Reimar kaupfélagsstjóri segir stemmninguna hafa breyst þegar það gerðist. „Menn þorðu lítið að hreyfa sig og gátu kannski lítið hreyft sig líka, allavega þeir sem voru með á bakinu stórar fjárhæðir,“ segir Reimar. „Já, ég fann mun. Fólk gat farið að framkvæma út til sveita og annarsstaðar, þar sem menn voru kannski að halda aftur af sér á þessum tíma, á þessum árum þegar þetta lá yfir.“
Tengdar fréttir Málefni SpKef vekja furðu og reiði í Húnaþingi "Fréttaflutningur sl. vikna af málefnum, stöðu og starfsháttum Sparisjóðs Keflavíkur sem m.a. er byggður á áðurnefndri skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og skýrslu Fjármálaeftirlitsins um starfshætti sparisjóðsins frá september 2008 vekur furðu og reiði í Húnaþingi.“ 4. mars 2011 11:57 Íbúar í Húnaþingi vestra himinlifandi Sveitarstjórnarmaður í Húnaþingi vestra er himinlifandi yfir því að Landsbankinn hafi viðurkennt málflutning stofnfjáreigenda og fellt niður lán til þeirra að eigin frumkvæði. Þungu fargi var létt af skuldurum sem margir hverjir stefndu í þrot. 16. desember 2011 19:00 Skuldamálin við Húnaflóa eitt það sorglegasta í hruninu Fjármálaherra og bankastjóri Landsbankans segja báðir að skuldastaða sparisjóðseigenda við Húnaflóa sé eitt það sorglegasta sem komið hafi á þeirra borð. Hvorugur treystir sér til að lofa þeim neinni sérmeðferð umfram aðra skuldara. 15. mars 2010 18:51 Á annað hundrað stofnfjáreigenda bíður eftir svörum Á annað hundrað stofnfjáreigenda í Sparisjóði Húnaþings sem skulda á þriðja milljað króna bíða nú milli vonar og ótta eftir svörum um hvort dómar héraðsdóms í stofnfjármálum í gær, hafi fordæmisgildi í málum þeirra. Ljóst er að margir horfa til niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í gær í prófmálum Íslandsbanka gegn stofnfjáreigendum í Byr og Sparisjóði Norðurlands. Þar voru stofnfjáreigendur sýknaðir af greiðslukröfu bankans. 22. janúar 2011 19:26 Landsbankinn fellir niður lán vegna stofnfjárkaupa Landsbankinn hefur ákveðið að fella niður rúmlega 500 lán til einstaklinga og 30 lán sem veitt voru lögaðilum til kaupa á nýju stofnfé í Sparísjóðnum í Keflavík, Sparisjóði Húnaþings og Stranda og Sparisjóði Vestfirðinga í lok árs 2007. 16. desember 2011 14:00 Mest lesið Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf Lífsferilsgreining Polestar 4 sýnir lægsta kolefnisspor allra Polestar bíla Samstarf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Málefni SpKef vekja furðu og reiði í Húnaþingi "Fréttaflutningur sl. vikna af málefnum, stöðu og starfsháttum Sparisjóðs Keflavíkur sem m.a. er byggður á áðurnefndri skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og skýrslu Fjármálaeftirlitsins um starfshætti sparisjóðsins frá september 2008 vekur furðu og reiði í Húnaþingi.“ 4. mars 2011 11:57
Íbúar í Húnaþingi vestra himinlifandi Sveitarstjórnarmaður í Húnaþingi vestra er himinlifandi yfir því að Landsbankinn hafi viðurkennt málflutning stofnfjáreigenda og fellt niður lán til þeirra að eigin frumkvæði. Þungu fargi var létt af skuldurum sem margir hverjir stefndu í þrot. 16. desember 2011 19:00
Skuldamálin við Húnaflóa eitt það sorglegasta í hruninu Fjármálaherra og bankastjóri Landsbankans segja báðir að skuldastaða sparisjóðseigenda við Húnaflóa sé eitt það sorglegasta sem komið hafi á þeirra borð. Hvorugur treystir sér til að lofa þeim neinni sérmeðferð umfram aðra skuldara. 15. mars 2010 18:51
Á annað hundrað stofnfjáreigenda bíður eftir svörum Á annað hundrað stofnfjáreigenda í Sparisjóði Húnaþings sem skulda á þriðja milljað króna bíða nú milli vonar og ótta eftir svörum um hvort dómar héraðsdóms í stofnfjármálum í gær, hafi fordæmisgildi í málum þeirra. Ljóst er að margir horfa til niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í gær í prófmálum Íslandsbanka gegn stofnfjáreigendum í Byr og Sparisjóði Norðurlands. Þar voru stofnfjáreigendur sýknaðir af greiðslukröfu bankans. 22. janúar 2011 19:26
Landsbankinn fellir niður lán vegna stofnfjárkaupa Landsbankinn hefur ákveðið að fella niður rúmlega 500 lán til einstaklinga og 30 lán sem veitt voru lögaðilum til kaupa á nýju stofnfé í Sparísjóðnum í Keflavík, Sparisjóði Húnaþings og Stranda og Sparisjóði Vestfirðinga í lok árs 2007. 16. desember 2011 14:00