Bandaríkjaher biðst afsökunar í Afganistan Guðsteinn Bjarnason skrifar 6. október 2015 07:00 Afganskir hermenn drógu á sunnudaginn afganska fánann að húni á ný í borginni Kunduz, tæpri viku eftir að talibanar náðu borginni á sitt vald. vísir/epa Bandaríski herinn segir afganska hermenn hafi óskað loftárásar á sjúkrahúsið í Kunduz um helgina. Áður var fullyrt að bandarískir hermenn hefðu óskað eftir árásinni. Loftárásin kostaði 23 manns lífið. Tíu þeirra voru sjúklingar á sjúkrahúsinu, sem rekið er af alþjóðlegu læknasamtökunum Læknar án landamæra, en 13 hinna látnu voru starfsmenn á sjúkrahúsinu. Tugir manna særðust og stór hluti sjúkrahússins er gjörónýtur. Læknasamtökin segja afgönsk og bandarísk yfirvöld í reynd hafa viðurkennt ábyrgð á stríðsglæp. Þau yfirgáfu Kunduz eftir árásina. „Læknum án landamæra býður við nýlegum yfirlýsingum frá sumum afgönskum embættismönnum þar sem þeir réttlæta árásina á sjúkrahús samtakanna í Kunduz,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum. „Þetta jafnast á við viðurkenningu á stríðsglæp.“ Samtökin segja ekkert geta réttlætt árásina og ítreka kröfur sínar um alþjóðlega rannsókn á henni. „Við höfum nú komist að því að þann 3. október hafi afganskir hermenn látið vita af því að skotið væri á þá frá óvinastöðum og óskað eftir aðstoð frá bandarískum herþotum,” sagði John Campbell, yfirmaður bandaríska herliðsins í Afganistan. „Þá var efnt til loftárásar til að útrýma hættunni, sem stafaði af talibönum, og nokkrir saklausir almennir borgarar urðu fyrir henni af slysni.“ Harðir bardagar hafa geisað í Kunduz undanfarna daga. Talibanar náðu borginni í síðustu viku en afganski stjórnarherinn hefur reynt að ná henni aftur, með aðstoð frá Bandríkjaher. Stjórnarherinn sagðist hafa náð borginn eftir nokkurra daga bardaga, en átökin héldu samt áfram og engan veginn ljóst hvort þeim er lokið. Kunduz er höfuðborg samnefnds héraðs í norðvesturhluta landsins. Íbúar eru flestir Pastúnar, sem búa þó einkum í suðvesturhluta landsins. Talibanar eiga mest ítök meðal Pastúna og var Kunduz höfuðvígi þeirra í norðvesturhluta landsins er þeir voru við völd. Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Bandaríski herinn segir afganska hermenn hafi óskað loftárásar á sjúkrahúsið í Kunduz um helgina. Áður var fullyrt að bandarískir hermenn hefðu óskað eftir árásinni. Loftárásin kostaði 23 manns lífið. Tíu þeirra voru sjúklingar á sjúkrahúsinu, sem rekið er af alþjóðlegu læknasamtökunum Læknar án landamæra, en 13 hinna látnu voru starfsmenn á sjúkrahúsinu. Tugir manna særðust og stór hluti sjúkrahússins er gjörónýtur. Læknasamtökin segja afgönsk og bandarísk yfirvöld í reynd hafa viðurkennt ábyrgð á stríðsglæp. Þau yfirgáfu Kunduz eftir árásina. „Læknum án landamæra býður við nýlegum yfirlýsingum frá sumum afgönskum embættismönnum þar sem þeir réttlæta árásina á sjúkrahús samtakanna í Kunduz,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum. „Þetta jafnast á við viðurkenningu á stríðsglæp.“ Samtökin segja ekkert geta réttlætt árásina og ítreka kröfur sínar um alþjóðlega rannsókn á henni. „Við höfum nú komist að því að þann 3. október hafi afganskir hermenn látið vita af því að skotið væri á þá frá óvinastöðum og óskað eftir aðstoð frá bandarískum herþotum,” sagði John Campbell, yfirmaður bandaríska herliðsins í Afganistan. „Þá var efnt til loftárásar til að útrýma hættunni, sem stafaði af talibönum, og nokkrir saklausir almennir borgarar urðu fyrir henni af slysni.“ Harðir bardagar hafa geisað í Kunduz undanfarna daga. Talibanar náðu borginni í síðustu viku en afganski stjórnarherinn hefur reynt að ná henni aftur, með aðstoð frá Bandríkjaher. Stjórnarherinn sagðist hafa náð borginn eftir nokkurra daga bardaga, en átökin héldu samt áfram og engan veginn ljóst hvort þeim er lokið. Kunduz er höfuðborg samnefnds héraðs í norðvesturhluta landsins. Íbúar eru flestir Pastúnar, sem búa þó einkum í suðvesturhluta landsins. Talibanar eiga mest ítök meðal Pastúna og var Kunduz höfuðvígi þeirra í norðvesturhluta landsins er þeir voru við völd.
Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira