„Fannst eins og ég þyrfti að segja það sem lögregla vildi heyra“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 6. október 2015 08:48 „Ég var mjög mikið þarna, fékk engin laun fyrir þetta starf og kom með hugmynd að við myndum setja upp ákveðið pottagjald. Það var ég sem byrjaði með þennan klúbb en þetta var ekki tekið í mál. Þannig að ég skellti hurðinni og fór.“ vísir/anton Hátt í þrjátíu vitni voru leidd fyrir dóm í máli ríkissaksóknara á hendur spilavítinu Poker and Play í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Gert er ráð fyrir að jafnmargir beri vitni í dag, en alls verða um eitt hundrað manns leidd fyrir dóm í málinu. Þrír eru ákærðir; tveir karlmenn og kona, grunuð um að hafa rekið ólöglegt spilavíti í Skeifunni frá árinu 2010 til 2012. Jafnframt eru þau ákærð fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, nýtt eða aflað sér ávinnings að fjárhæð 171 milljón króna, með því að hafa rekið fjárhættuspil í atvinnuskyni og sér til ávinnings komið öðrum til þátttöku í þeim, að því er segir í ákæru. Ákærðu sögðu að um áhugamannafélag hafi verið að ræða sem ekki hefði haft hagnað af fjárhættuspilinu sem þar hafi verið stundað. Vitni sem kom að stofnun félagsins vottaði fyrir það og sagði staðinn einungis hafa verið rekinn af frjálsum framlögum félagsmanna. Þá hafi allir stundað spilið af fúsum og frjálsum vilja.Ósáttur við að fá ekkert fyrir sinn snúð Vitnið sagðist hafa haldið utan um staðinn, opnað hann og lokað honum ásamt því að hafa sinnt ýmsum verkefnum og skipulagningu er tengdust spilakvöldunum. Þó hafi hann aldrei komið að fjármálum félagsins og gat því ekki svarað til um hvernig leigan hafi verið greidd. Hann hafi þó ákveðið að draga sig til hlés eftir að til ágreinings kom á milli hans og eins ákærða. „Ágreiningurinn lá í því að ég vildi gera ákveðnar breytingar á félaginu. Ég var mjög mikið þarna, fékk engin laun fyrir þetta starf og kom með hugmynd að við myndum setja upp ákveðið pottagjald. Það var ég sem byrjaði með þennan klúbb en þetta var ekki tekið í mál. Þannig að ég skellti hurðinni og fór,“ sagði vitnið. Saksóknari spurði töluvert út í svokallað pottagjald. Það er innheimt af spilurum og rennur gjaldið til spilavítisins, eða hússins eins og það er jafnan kallað. Oft er um töluverðar fjárhæðir að ræða. Vitnið fullyrti að slíkt gjald hafi aldrei verið innheimt, hann hafi einungis lagt til að það yrði gert.Úr Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.vísir/sksAldrei eins hræddur Annað vitni, félagsmaður í áhugamannaklúbbnum, sagði þó í skýrslutöku lögreglu að slíkt gjald hafi verið innheimt í skiptum fyrir aðstöðuna. Jafnframt sagði hann að starfsmenn hafi verið á svæðinu sem hafi séð um veitingar og sölu áfengis. Hann dró þann vitnisburð til baka fyrir dómi, sagðist hafa verið hræddur og fundist hann hafa þurft að segja það sem lögregla „vildi heyra“. „Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra þetta. Ég er ekki vanur að fara í skýrslutöku, ég var mjög stressaður og fannst eins og ég þyrfti að segja það sem lögregla vildi heyra svo ég kæmist út úr þessum aðstæðum því mér leið mjög illa. Þegar maður er stressaður þá segir maður alls konar vitleysur,“ sagði hann. Pottagjaldið hafi líklega verið tekið í „gamla pókernum“ nokkrum árum áður, en ekki á umræddu tímabili.„Eflaust farið með fleipur“ Aðspurður hvers vegna hann hafi þá talið að vín hafi verið til sölu, og að starfsmenn hafi verið á svæðinu, sagði hann að hann hafi leitt líkum að því. Nú sé það honum ljóst að spilarar hafi komið með sínar eigin veitingar og bjór og að stöku sinnum hafi stúlkur á staðnum verið beðnar um að sækja veigarnar í kæli. „Þetta hefur eflaust verið einhver mistúlkun á þessum aðstæðum. Ég man ekki eftir þessu en ég hef ábyggilega litið á þetta þannig að þegar það var meiri umferð á fólki þá var fólk að sækja sér veitingar og sækja fyrir aðra. Þetta var bara vinalegur staður þar sem fólk hjálpaðist að og gerði hvort öðru greiða,“ sagði hann. „Ég er ekki viss um að ég hafi á nokkurn tímann á ævi minni verið eins hræddur. Ég var mjög stressaður og eflaust hef ég farið með eitthvert fleipur, en ég man ekki hvað ég sagði,“ sagði hann aðspurður út í framburð sinn hjá lögreglu. Sem fyrr segir verður málinu framhaldið í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Tengdar fréttir Fær ekki að leiða hundrað pókerspilara fyrir dóm Kröfu verjenda eins þremenninganna í Poker and play-málinu svokallaða um að leiða fram alls rúmlega hundrað vitni í málinu var í dag hafnað í Hæstarétti. 31. ágúst 2015 23:25 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira
Hátt í þrjátíu vitni voru leidd fyrir dóm í máli ríkissaksóknara á hendur spilavítinu Poker and Play í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Gert er ráð fyrir að jafnmargir beri vitni í dag, en alls verða um eitt hundrað manns leidd fyrir dóm í málinu. Þrír eru ákærðir; tveir karlmenn og kona, grunuð um að hafa rekið ólöglegt spilavíti í Skeifunni frá árinu 2010 til 2012. Jafnframt eru þau ákærð fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, nýtt eða aflað sér ávinnings að fjárhæð 171 milljón króna, með því að hafa rekið fjárhættuspil í atvinnuskyni og sér til ávinnings komið öðrum til þátttöku í þeim, að því er segir í ákæru. Ákærðu sögðu að um áhugamannafélag hafi verið að ræða sem ekki hefði haft hagnað af fjárhættuspilinu sem þar hafi verið stundað. Vitni sem kom að stofnun félagsins vottaði fyrir það og sagði staðinn einungis hafa verið rekinn af frjálsum framlögum félagsmanna. Þá hafi allir stundað spilið af fúsum og frjálsum vilja.Ósáttur við að fá ekkert fyrir sinn snúð Vitnið sagðist hafa haldið utan um staðinn, opnað hann og lokað honum ásamt því að hafa sinnt ýmsum verkefnum og skipulagningu er tengdust spilakvöldunum. Þó hafi hann aldrei komið að fjármálum félagsins og gat því ekki svarað til um hvernig leigan hafi verið greidd. Hann hafi þó ákveðið að draga sig til hlés eftir að til ágreinings kom á milli hans og eins ákærða. „Ágreiningurinn lá í því að ég vildi gera ákveðnar breytingar á félaginu. Ég var mjög mikið þarna, fékk engin laun fyrir þetta starf og kom með hugmynd að við myndum setja upp ákveðið pottagjald. Það var ég sem byrjaði með þennan klúbb en þetta var ekki tekið í mál. Þannig að ég skellti hurðinni og fór,“ sagði vitnið. Saksóknari spurði töluvert út í svokallað pottagjald. Það er innheimt af spilurum og rennur gjaldið til spilavítisins, eða hússins eins og það er jafnan kallað. Oft er um töluverðar fjárhæðir að ræða. Vitnið fullyrti að slíkt gjald hafi aldrei verið innheimt, hann hafi einungis lagt til að það yrði gert.Úr Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.vísir/sksAldrei eins hræddur Annað vitni, félagsmaður í áhugamannaklúbbnum, sagði þó í skýrslutöku lögreglu að slíkt gjald hafi verið innheimt í skiptum fyrir aðstöðuna. Jafnframt sagði hann að starfsmenn hafi verið á svæðinu sem hafi séð um veitingar og sölu áfengis. Hann dró þann vitnisburð til baka fyrir dómi, sagðist hafa verið hræddur og fundist hann hafa þurft að segja það sem lögregla „vildi heyra“. „Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra þetta. Ég er ekki vanur að fara í skýrslutöku, ég var mjög stressaður og fannst eins og ég þyrfti að segja það sem lögregla vildi heyra svo ég kæmist út úr þessum aðstæðum því mér leið mjög illa. Þegar maður er stressaður þá segir maður alls konar vitleysur,“ sagði hann. Pottagjaldið hafi líklega verið tekið í „gamla pókernum“ nokkrum árum áður, en ekki á umræddu tímabili.„Eflaust farið með fleipur“ Aðspurður hvers vegna hann hafi þá talið að vín hafi verið til sölu, og að starfsmenn hafi verið á svæðinu, sagði hann að hann hafi leitt líkum að því. Nú sé það honum ljóst að spilarar hafi komið með sínar eigin veitingar og bjór og að stöku sinnum hafi stúlkur á staðnum verið beðnar um að sækja veigarnar í kæli. „Þetta hefur eflaust verið einhver mistúlkun á þessum aðstæðum. Ég man ekki eftir þessu en ég hef ábyggilega litið á þetta þannig að þegar það var meiri umferð á fólki þá var fólk að sækja sér veitingar og sækja fyrir aðra. Þetta var bara vinalegur staður þar sem fólk hjálpaðist að og gerði hvort öðru greiða,“ sagði hann. „Ég er ekki viss um að ég hafi á nokkurn tímann á ævi minni verið eins hræddur. Ég var mjög stressaður og eflaust hef ég farið með eitthvert fleipur, en ég man ekki hvað ég sagði,“ sagði hann aðspurður út í framburð sinn hjá lögreglu. Sem fyrr segir verður málinu framhaldið í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Tengdar fréttir Fær ekki að leiða hundrað pókerspilara fyrir dóm Kröfu verjenda eins þremenninganna í Poker and play-málinu svokallaða um að leiða fram alls rúmlega hundrað vitni í málinu var í dag hafnað í Hæstarétti. 31. ágúst 2015 23:25 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira
Fær ekki að leiða hundrað pókerspilara fyrir dóm Kröfu verjenda eins þremenninganna í Poker and play-málinu svokallaða um að leiða fram alls rúmlega hundrað vitni í málinu var í dag hafnað í Hæstarétti. 31. ágúst 2015 23:25