Sigmar sendir bílastæðasjóði kaldar kveðjur Birgir Olgeirsson skrifar 6. október 2015 15:43 Sigmar Guðmundsson Bílastæðasjóður fær kaldar kveðjur frá Sigmari Guðmundssyni, sem er annar af umsjónarmönnum Morgunútvarps Rásar 2. Hann segir starfsmenn bílastæðasjóðs hafa sektað hann og Júlíönu Einarsdóttur barnsmóður hans eftir að hún hafði rokið á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi með son þeirra sem hafði hlotið annars stigs bruna á hönd eftir slys á leikskólanum. Sigmar segir drenginn hafa verið sárkvalinn og fékk morfín til að lina þjáningarnar. Eftir langa bið á bráðamóttökunni þá fékk drengurinn að fara heim en foreldranna beið fimm þúsund króna sekt fyrir að greiða ekki í stöðumæli. „Júlíana hafði sýnt af sér vítavert gáleysi og ekki haft fyrir því að láta organdi drenginn, með annars stigs bruna, hinkra í bílstólnum á meðan hún borgaði í mælinn. Auðvitað blasir það við að sömu reglur eiga að gilda um stöðumælasektir við neyðarmóttöku sjúkrahúss og við húsnæði eftirlaunasjóðs félags íslenskra atvinnuflugmanna í Borgartúni 19. Okkur þótti vel sloppið að borga einn fimmara enda með ólíkindum að refsing fyrir svona alvarleg brot sé ekki í það minnsta þriggja mánaða samfélagsþjónusta,“ segir Sigmar á Facebook. Hann játar auk þess ítrekuð stöðubrot við Landspítalann. „Við lærum ekki af reynslunni. Þegar við fórum með hraði á fæðingardeildina til að koma Krumma í heiminn lögðum við um miðja nótt í bílastæði þar fyrir utan. Við borguðum ekki í mælinn. Við gerum okkur grein fyrir því núna að þetta var siðleysi og þær afsakanir okkar að við höfum haft um annað að hugsa í miðjum hríðum halda auðvitað ekki vatninu sem Júlla hafði þá misst. Í asnaskap mínum gleymdi ég svo að borga þegar Júlla var komin með tíu í útvíkkun. Þegar ég hélt á drengnum í fyrsta sinn, eftir níu mánaða bið, þaut um kollinn á mér sú hugsun að honum að vonandi yrði hann yfirmaður bílastæðasjóðs í fyllingu tímans. Enda fátt göfugra en að spígspora í einkennisbúningi, með skrifblokk og myndavél, og sekta foreldra á vökudeild, aðstandendur fárveikra sjúklinga og svo að sjálfsögðu mæðurnar sem borga ekki í mælinn þegar þær liggja sultuslakar á meðan barninu er komið í heiminn með sogklukku. Réttlætinu þarf jú að framfylgja.“ Og Sigmar heldur svo meinhæðninni þegar hann lýkur þessum skrifum á Facebook með eftirfarandi orðum: „Okkur foreldrum Krumma þætti þetta allt voða leiðinlegt ef við værum ekki svona forhertir og siðlausir brotamenn. Í okkar huga hefur drengurinn nú kostað okkur háar fjárhæðir fyrir þá ósvinnu að fæðast og fá brunasár á hönd og til að framfylgja réttlætinu, í anda bílastæðasjóðs, höfum við ákveðið að draga þetta af fermingarpeningunum hans.“Skemmtiatriði gærdagsins var samið af galsafengnum ærslabelgjum bílastæðasjóðs sem þekktir eru fyrir hárbeittan húmor...Posted by Sigmar Gudmundsson on Tuesday, October 6, 2015 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Bílastæðasjóður fær kaldar kveðjur frá Sigmari Guðmundssyni, sem er annar af umsjónarmönnum Morgunútvarps Rásar 2. Hann segir starfsmenn bílastæðasjóðs hafa sektað hann og Júlíönu Einarsdóttur barnsmóður hans eftir að hún hafði rokið á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi með son þeirra sem hafði hlotið annars stigs bruna á hönd eftir slys á leikskólanum. Sigmar segir drenginn hafa verið sárkvalinn og fékk morfín til að lina þjáningarnar. Eftir langa bið á bráðamóttökunni þá fékk drengurinn að fara heim en foreldranna beið fimm þúsund króna sekt fyrir að greiða ekki í stöðumæli. „Júlíana hafði sýnt af sér vítavert gáleysi og ekki haft fyrir því að láta organdi drenginn, með annars stigs bruna, hinkra í bílstólnum á meðan hún borgaði í mælinn. Auðvitað blasir það við að sömu reglur eiga að gilda um stöðumælasektir við neyðarmóttöku sjúkrahúss og við húsnæði eftirlaunasjóðs félags íslenskra atvinnuflugmanna í Borgartúni 19. Okkur þótti vel sloppið að borga einn fimmara enda með ólíkindum að refsing fyrir svona alvarleg brot sé ekki í það minnsta þriggja mánaða samfélagsþjónusta,“ segir Sigmar á Facebook. Hann játar auk þess ítrekuð stöðubrot við Landspítalann. „Við lærum ekki af reynslunni. Þegar við fórum með hraði á fæðingardeildina til að koma Krumma í heiminn lögðum við um miðja nótt í bílastæði þar fyrir utan. Við borguðum ekki í mælinn. Við gerum okkur grein fyrir því núna að þetta var siðleysi og þær afsakanir okkar að við höfum haft um annað að hugsa í miðjum hríðum halda auðvitað ekki vatninu sem Júlla hafði þá misst. Í asnaskap mínum gleymdi ég svo að borga þegar Júlla var komin með tíu í útvíkkun. Þegar ég hélt á drengnum í fyrsta sinn, eftir níu mánaða bið, þaut um kollinn á mér sú hugsun að honum að vonandi yrði hann yfirmaður bílastæðasjóðs í fyllingu tímans. Enda fátt göfugra en að spígspora í einkennisbúningi, með skrifblokk og myndavél, og sekta foreldra á vökudeild, aðstandendur fárveikra sjúklinga og svo að sjálfsögðu mæðurnar sem borga ekki í mælinn þegar þær liggja sultuslakar á meðan barninu er komið í heiminn með sogklukku. Réttlætinu þarf jú að framfylgja.“ Og Sigmar heldur svo meinhæðninni þegar hann lýkur þessum skrifum á Facebook með eftirfarandi orðum: „Okkur foreldrum Krumma þætti þetta allt voða leiðinlegt ef við værum ekki svona forhertir og siðlausir brotamenn. Í okkar huga hefur drengurinn nú kostað okkur háar fjárhæðir fyrir þá ósvinnu að fæðast og fá brunasár á hönd og til að framfylgja réttlætinu, í anda bílastæðasjóðs, höfum við ákveðið að draga þetta af fermingarpeningunum hans.“Skemmtiatriði gærdagsins var samið af galsafengnum ærslabelgjum bílastæðasjóðs sem þekktir eru fyrir hárbeittan húmor...Posted by Sigmar Gudmundsson on Tuesday, October 6, 2015
Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira