Viðar: Hélt að ég myndi deyja í sumarhitanum í Kína Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. október 2015 22:00 Viðar Örn í baráttunni við Jan Vertonghen, leikmann belgíska landsliðsins. Vísir/AFP „Menn eru staðráðnir í því að ná efsta sætinu í riðlinum og standa sig vel. Við erum ekki saddir,“ sagði Viðar Örn Kjartansson, leikmaður íslenska landsliðsins og Jiangsu Guoxin-Sainty, á æfingu íslenska landsliðsins í dag. „Það verður væntanlega þægilegra að spila þessa leiki enda engin pressa á okkur. Við förum með fullt sjálfstraust inn í þessa leiki en við getum verið afslappaðari.“ Viðar tók undir að þessir leikir gætu reynst sem gott tækifæri fyrir leikmenn sem hafa ekki fengið mörg tækifæri í undankeppninni að festa sæti sitt í hópnum fyrir lokakeppni EM næsta sumar. „Vonandi fær maður tækifæri, það yrði draumur að fá tækifærið í öðrum hvorum leiknum. Það er meira svigrúm núna til þess að gera breytingar, þú breytir ekki miklu ef þú ert að vinna leiki og ég hef skilið val þjálfaranna. Ef kallið kemur verð ég tilbúinn og það væri gaman að fá að spila.“Viðar Örn í baráttunni gegn Fellaini og Witsel í æfingarleik gegn Belgíu.Vísir/GettyViðar segir leikmenn liðsins vera ákveðna í að taka sex stig í leikjunum til þess að komast ofar á styrkleikalistanum fyrir næsta sumar. „Þetta skiptir allt saman máli. Þetta skiptir máli upp á FIFA og UEFA styrkleikalistann í von um að fá auðveldari andstæðinga í Frakklandi næsta sumar og ég held að það séu allir hungraðir í að vinna riðilinn.“ Viðar segir að það sé alltaf jafn gaman að spila fyrir framan fullan Laugardalsvöll. „Þetta er búið að vera æðislegt, það selst upp á klukkutíma og alltaf troðfullt á vellinum. Það er yndislegt og það er ekkert sem er í líkingu við þetta. Vonandi getum við gefið þeim skemmtilegan leik og sýnt þeim hvað við getum aftur.“ Viðar sem leikur í Kína segir að það sé alltaf skrýtið að koma aftur heim til Íslands. „Þetta er náttúrulega allt annar heimur, maturinn, hitinn, fótboltinn og öll ferðalögin. Það er alltaf ákveðinn léttir að koma heim í umhverfi sem maður þekkir en mér líður vel í Kína,“ sagði Viðar sem sagði að það væri gott að hafa Sölva Geir Ottesen í sama liði.Viðar í æfingarleik gegn Eistlandi.Vísir/EPA„Það hjálpar vissulega, stundum þegar maður skilur ekkert í neinu er maður með Sölva til að hjálpa sér. Það er frábært að hafa hann.“ Viðar og félagar þurfa oft að ferðast langar vegalengdir í leikina. „Lengsta flugið sem við fórum í var fimm tímar og þetta tekur sinn toll, svo tökum við stundum lestir sem taka 4-5 tíma. Að fara í einn útileik er þriggja daga dagskrá sem er svolítið mikið ferðalag.“ Viðar sagði að það hefði verið erfitt að spila leikina yfir sumartímann þegar hitastigið var óbærilegt fyrir Selfyssinginn. „Ég hélt að ég myndi deyja í sumar í hitanum, það var erfitt að spila í hita sem maður er ekkert vanur en þetta er bara ævintýri og maður þarf að venjast öðruvísi hlutum.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Bein útsending: Arnar kynnir fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir nýliðar í landsliðshópnum Leik lokið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Bein útsending: Arnar kynnir fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Sjá meira
„Menn eru staðráðnir í því að ná efsta sætinu í riðlinum og standa sig vel. Við erum ekki saddir,“ sagði Viðar Örn Kjartansson, leikmaður íslenska landsliðsins og Jiangsu Guoxin-Sainty, á æfingu íslenska landsliðsins í dag. „Það verður væntanlega þægilegra að spila þessa leiki enda engin pressa á okkur. Við förum með fullt sjálfstraust inn í þessa leiki en við getum verið afslappaðari.“ Viðar tók undir að þessir leikir gætu reynst sem gott tækifæri fyrir leikmenn sem hafa ekki fengið mörg tækifæri í undankeppninni að festa sæti sitt í hópnum fyrir lokakeppni EM næsta sumar. „Vonandi fær maður tækifæri, það yrði draumur að fá tækifærið í öðrum hvorum leiknum. Það er meira svigrúm núna til þess að gera breytingar, þú breytir ekki miklu ef þú ert að vinna leiki og ég hef skilið val þjálfaranna. Ef kallið kemur verð ég tilbúinn og það væri gaman að fá að spila.“Viðar Örn í baráttunni gegn Fellaini og Witsel í æfingarleik gegn Belgíu.Vísir/GettyViðar segir leikmenn liðsins vera ákveðna í að taka sex stig í leikjunum til þess að komast ofar á styrkleikalistanum fyrir næsta sumar. „Þetta skiptir allt saman máli. Þetta skiptir máli upp á FIFA og UEFA styrkleikalistann í von um að fá auðveldari andstæðinga í Frakklandi næsta sumar og ég held að það séu allir hungraðir í að vinna riðilinn.“ Viðar segir að það sé alltaf jafn gaman að spila fyrir framan fullan Laugardalsvöll. „Þetta er búið að vera æðislegt, það selst upp á klukkutíma og alltaf troðfullt á vellinum. Það er yndislegt og það er ekkert sem er í líkingu við þetta. Vonandi getum við gefið þeim skemmtilegan leik og sýnt þeim hvað við getum aftur.“ Viðar sem leikur í Kína segir að það sé alltaf skrýtið að koma aftur heim til Íslands. „Þetta er náttúrulega allt annar heimur, maturinn, hitinn, fótboltinn og öll ferðalögin. Það er alltaf ákveðinn léttir að koma heim í umhverfi sem maður þekkir en mér líður vel í Kína,“ sagði Viðar sem sagði að það væri gott að hafa Sölva Geir Ottesen í sama liði.Viðar í æfingarleik gegn Eistlandi.Vísir/EPA„Það hjálpar vissulega, stundum þegar maður skilur ekkert í neinu er maður með Sölva til að hjálpa sér. Það er frábært að hafa hann.“ Viðar og félagar þurfa oft að ferðast langar vegalengdir í leikina. „Lengsta flugið sem við fórum í var fimm tímar og þetta tekur sinn toll, svo tökum við stundum lestir sem taka 4-5 tíma. Að fara í einn útileik er þriggja daga dagskrá sem er svolítið mikið ferðalag.“ Viðar sagði að það hefði verið erfitt að spila leikina yfir sumartímann þegar hitastigið var óbærilegt fyrir Selfyssinginn. „Ég hélt að ég myndi deyja í sumar í hitanum, það var erfitt að spila í hita sem maður er ekkert vanur en þetta er bara ævintýri og maður þarf að venjast öðruvísi hlutum.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Bein útsending: Arnar kynnir fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir nýliðar í landsliðshópnum Leik lokið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Bein útsending: Arnar kynnir fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Sjá meira