Erlent

Rútu ekið á jarðsprengju

Aðskilnaðarsinnar við aðra eftirlitsstöð í Dónetsk héraði.
Aðskilnaðarsinnar við aðra eftirlitsstöð í Dónetsk héraði. Vísir/AFP
Að minnsta kosti fjórir létust og nítján slösuðust þegar rúta ók á jarðsprengju í austurhluta Úkraínu í gærkvöldi. Rútan var á leið í gegnum eftirlitsstöð nálægt bænum Artemisvsk sem er í höndum stjórnarhersins í landinu. Aðskilnaðarsinnar hafa haft meirihluta Dónetsk héraðs og Lúhansk á sínu valdi frá því í Apríl á síðasta ári.

Svo virðist sem ökumaður rútunnar hafi ákveðið að aka framhjá eftirlitsstöðinni og út á malarveg sem lá skammt frá. Þar hafði jarðsprengjum hinsvegar verið komið fyrir en hörð átök hafa geisað á svæðinu síðustu mánuði þótt nú sé vopnahlé í gildi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×