AC Milan og Verona skildu jöfn, 2-2, í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Verona og lék fyrstu 62 mínútur leiksins. Hann nældi sér í gult spjald þremur mínútum áður en hann fór af velli.
Verona náði forystunni með marki Luca Toni úr vítaspyrnu á 18. mínútu. Jérémy Menez jafnaði metin fjórum mínútum fyrir hálfleik, einnig úr vítaspyrnu.
Milan komst yfir með sjálfsmarki á 47. mínútu en varamaðurinn Nico López tryggði Verona stig með marki á lokamínútunni.
Emil og félagar hafa fengið fimm stig úr síðustu fimm leikjum sínum og sitja í 15. sæti deildarinnar með 28 stig.
Milan er í 10. sæti með 34 stig en liðið hefur gert þrjú jafntefli í síðustu fjórum leikjum sínum.
Dramatískar lokamínútur í leik Milan og Verona
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Enskar í úrslit eftir dramatík
Fótbolti

Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“
Íslenski boltinn

„Við viljum meira“
Fótbolti

KR í markmannsleit eftir meiðsli
Íslenski boltinn

Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni
Enski boltinn



