Fleiri ökutækjum en reiðhjólum stolið Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. ágúst 2015 07:00 Hjól í óskilum Lögreglan leggur hald á fjöldann allan af hjólum sem fara á uppboð. Fréttablaðið/Arnþór „Í lok 2014 hefur nytjastuldum fjölgað eitthvað og hefur haldið áfram í ár og við höfum aðeins verið að reyna að vinna í því hvort að það sé hægt að sporna við þessu og koma auga á hvað veldur,“ segir Jónas Orri Jónasson félagsfræðingur hjá lögreglunni. Tilkynningum um reiðhjólaþjófnaði hefur fækkað umtalsvert undanfarin fjögur ár og tilkynningar um þjófnaði á ökutækjum hafa aukist undanfarin ár og eru orðnar fleiri en tilkynningar um reiðhjólaþjófnaði þar sem af er ári. Árið 2012 barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu 391 tilkynning um reiðhjólaþjófnaði fyrstu sex mánuði ársins samanborið við 227 tilkynningar fyrstu sex mánuði ársins í ár. Árið 2013 bárust 98 tilkynningar um stolin ökutæki fyrstu sex mánuði ársins en 235 tilkynningar fyrstu sex mánuði ársins í ár.Jóhann Karl ÞórissonVísir/ArnþórJónas segir erfitt að meta hvað veldur þessari breytingu á tilkynningum og það gæti allt eins verið tilviljun. „Það er áhugavert að sjá þessa breytingu en það er erfitt að koma með einhverja ástæðu fyrir því af hverju þetta er svona,“ segir hann. Jóhann Karl Þórsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að sjaldan sé það þannig að ökutæki hverfi fyrir fullt og allt. „Það er sjaldan sem bílar hverfa alveg. Það er meira þannig að fólk fær hann kannski lánaðan í óleyfi og svo finnst hann einhvers staðar. Það er ekki verið að stela bílum og flytja þá úr landi.“ Hvað reiðhjólaþjófnað varðar segir Jóhann að það sé eitthvað um svartan markað með stolin reiðhjól. Hann segir að stundum handsami lögreglan einstaklinga sem hafi komist yfir nokkur dýr hjól með ólögmætum hætti og selji áfram á Bland.is. „Eigandinn liggur þá á Bland og svo þegar hjólið kemur inn þá lætur hann okkur vita. Og við mætum á staðinn og hirðum viðkomandi og framkvæmum húsleit og þá finnast oft fleiri hjól. Ég get ekki séð að það sé einhver þjófnaðarhringur í gangi en það eru einhverjir sem sjá sér hag í að stela hjólum og selja og svo er hinn almenni borgari að kaupa þýfið.“ Jóhann segir að hinn almenni borgari þurfi að hafa varann á þegar kemur að viðskiptum á vefjum eins og Bland. Flestir kaupi lögmæta vöru á Bland en þó sé algengt að þar gangi þýfi kaupum og sölum. Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
„Í lok 2014 hefur nytjastuldum fjölgað eitthvað og hefur haldið áfram í ár og við höfum aðeins verið að reyna að vinna í því hvort að það sé hægt að sporna við þessu og koma auga á hvað veldur,“ segir Jónas Orri Jónasson félagsfræðingur hjá lögreglunni. Tilkynningum um reiðhjólaþjófnaði hefur fækkað umtalsvert undanfarin fjögur ár og tilkynningar um þjófnaði á ökutækjum hafa aukist undanfarin ár og eru orðnar fleiri en tilkynningar um reiðhjólaþjófnaði þar sem af er ári. Árið 2012 barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu 391 tilkynning um reiðhjólaþjófnaði fyrstu sex mánuði ársins samanborið við 227 tilkynningar fyrstu sex mánuði ársins í ár. Árið 2013 bárust 98 tilkynningar um stolin ökutæki fyrstu sex mánuði ársins en 235 tilkynningar fyrstu sex mánuði ársins í ár.Jóhann Karl ÞórissonVísir/ArnþórJónas segir erfitt að meta hvað veldur þessari breytingu á tilkynningum og það gæti allt eins verið tilviljun. „Það er áhugavert að sjá þessa breytingu en það er erfitt að koma með einhverja ástæðu fyrir því af hverju þetta er svona,“ segir hann. Jóhann Karl Þórsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að sjaldan sé það þannig að ökutæki hverfi fyrir fullt og allt. „Það er sjaldan sem bílar hverfa alveg. Það er meira þannig að fólk fær hann kannski lánaðan í óleyfi og svo finnst hann einhvers staðar. Það er ekki verið að stela bílum og flytja þá úr landi.“ Hvað reiðhjólaþjófnað varðar segir Jóhann að það sé eitthvað um svartan markað með stolin reiðhjól. Hann segir að stundum handsami lögreglan einstaklinga sem hafi komist yfir nokkur dýr hjól með ólögmætum hætti og selji áfram á Bland.is. „Eigandinn liggur þá á Bland og svo þegar hjólið kemur inn þá lætur hann okkur vita. Og við mætum á staðinn og hirðum viðkomandi og framkvæmum húsleit og þá finnast oft fleiri hjól. Ég get ekki séð að það sé einhver þjófnaðarhringur í gangi en það eru einhverjir sem sjá sér hag í að stela hjólum og selja og svo er hinn almenni borgari að kaupa þýfið.“ Jóhann segir að hinn almenni borgari þurfi að hafa varann á þegar kemur að viðskiptum á vefjum eins og Bland. Flestir kaupi lögmæta vöru á Bland en þó sé algengt að þar gangi þýfi kaupum og sölum.
Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira