Fordæma ákvörðun meirihlutans Stefán Árni Pálsson skrifar 18. febrúar 2015 15:59 Minnihlutinn í borgarstjórn óttast framhaldið og telur að rétt hefði verið að bíða niðurstöðu Rögnunefndarinnar svo kölluðu. Mynd/Valsmenn ehf. Stjórn Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík fordæmir þá ákvörðun meirihluta borgarstjórnar að staðfesta samkomulag við Valsmenn ehf. um uppbyggingu íbúðalóða á þeim hluta Hlíðarendasvæðisins sem liggur að neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórn Varðar. Undirbúningsframkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu við Reykjavíkurflugvöll geta hafist á næstunni eftir að borgarstjórn samþykkti fyrsta áfanga í framkvæmdaleyfi á svæðinu í gær. Minnihlutinn í borgarstjórn óttast framhaldið og telur að rétt hefði verið að bíða niðurstöðu Rögnunefndarinnar svo kölluðu.Sjá einnig: Undirbúningsframkvæmdir á Hlíðarenda hafa ekki áhrif á flugbraut „Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, situr í nefnd á vegum innanríkisráðuneytisins sem gjarnan er kennd við Rögnu Árnadóttur. Nefnd þessi hefur það hlutverk að finna framtíðarlausn á staðsetningu Reykjavíkurflugvallar, mikil sátt hefur ríkt um störf nefndarinnar og ein af þeim lausnum sem hún vinnur með er að flugvöllurinn í heild sinni verði áfram á sama stað,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni segir einnig að borgarstjóri hafi einhliða rofið þessa sátt án nokkurs tilefnis, eftir að hafa leynt og ljóst unnið gegn störfum nefndarinnar frá upphafi. „Rétt er að spyrja hvort borgarstjóri sé hæfur til að sitja áfram í þessari nefnd eftir atburði gærdagsins og sömuleiðis hvort áframhaldandi seta hans í nefndinni sé ekki til þess fallin að draga verulega úr trúverðugleika hennar.“ Deiliskipulagið sem heimilar framangreindar framkvæmdir Valsmanna ehf. á Hlíðarendasvæðinu bíður enn samþykkis í innanríkisráðuneytinu „Stjórn Varðar skorar á innanríkisráðherra að synja deiliskipulaginu fyrir Hlíðarendasvæðið sem allra fyrst og standa þannig vörð um flugöryggi landsmanna allra, sem og sjálfsagðan aðgang þeirra að heilbrigðisþjónustu í formi sjúkraflugs.“ Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Stjórn Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík fordæmir þá ákvörðun meirihluta borgarstjórnar að staðfesta samkomulag við Valsmenn ehf. um uppbyggingu íbúðalóða á þeim hluta Hlíðarendasvæðisins sem liggur að neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórn Varðar. Undirbúningsframkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu við Reykjavíkurflugvöll geta hafist á næstunni eftir að borgarstjórn samþykkti fyrsta áfanga í framkvæmdaleyfi á svæðinu í gær. Minnihlutinn í borgarstjórn óttast framhaldið og telur að rétt hefði verið að bíða niðurstöðu Rögnunefndarinnar svo kölluðu.Sjá einnig: Undirbúningsframkvæmdir á Hlíðarenda hafa ekki áhrif á flugbraut „Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, situr í nefnd á vegum innanríkisráðuneytisins sem gjarnan er kennd við Rögnu Árnadóttur. Nefnd þessi hefur það hlutverk að finna framtíðarlausn á staðsetningu Reykjavíkurflugvallar, mikil sátt hefur ríkt um störf nefndarinnar og ein af þeim lausnum sem hún vinnur með er að flugvöllurinn í heild sinni verði áfram á sama stað,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni segir einnig að borgarstjóri hafi einhliða rofið þessa sátt án nokkurs tilefnis, eftir að hafa leynt og ljóst unnið gegn störfum nefndarinnar frá upphafi. „Rétt er að spyrja hvort borgarstjóri sé hæfur til að sitja áfram í þessari nefnd eftir atburði gærdagsins og sömuleiðis hvort áframhaldandi seta hans í nefndinni sé ekki til þess fallin að draga verulega úr trúverðugleika hennar.“ Deiliskipulagið sem heimilar framangreindar framkvæmdir Valsmanna ehf. á Hlíðarendasvæðinu bíður enn samþykkis í innanríkisráðuneytinu „Stjórn Varðar skorar á innanríkisráðherra að synja deiliskipulaginu fyrir Hlíðarendasvæðið sem allra fyrst og standa þannig vörð um flugöryggi landsmanna allra, sem og sjálfsagðan aðgang þeirra að heilbrigðisþjónustu í formi sjúkraflugs.“
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira