Undirbúningsframkvæmdir á Hlíðarenda hafa ekki áhrif á flugbraut Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2015 19:07 Undirbúningsframkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu við Reykjavíkurflugvöll geta hafist á næstunni eftir að borgarstjórn samþykkti fyrsta áfanga í framkvæmdaleyfi á svæðinu í dag. Minnihlutinn í borgarstjórn óttast framhaldið og telur að rétt hefði verið að bíða niðurstöðu Rögnunefndarinnar svo kölluðu. En nefndin hefur umboð fram í júni til að skila tillögum sínu um framtíð flugvallar í Reykjavík. Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar segir samþykkt borgarstjórnar í dag ekki hreyfa við minnstu braut Reykjavíkurflugvallar. „Þessi fyrsta framkvæmd snýr eingöngu að framkvæmdarvegi svo kölluðum og undirbúningi fyrir uppbyggingu. Þetta er einungis fyrsti áfangi og ég held að þessi fyrsti áfangi hafi í sjálfu sér ekki áhrif á þessa umtöluðu braut,“ segir Hjálmar.Þannig að það mun ekki þurfa að loka henni um og leið og þið samþykkið hér? „Nei, það er ekki þannig,“ bætir hann við. Hins vegar er þetta fyrsta skrefið í miklum framkvæmdum Valsmanna ehf en borgin mun þurfa að koma að samþykktum skipulags fyrir framhaldið. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir reynsluna síðustu daga sýna að flugbrautin hafi komið að góðum notum fyrir sjúkraflug.En þið óttist væntanlega framhaldið þegar framkvæmdir halda áfram?„Já við óttumst framhaldið. Við lögðum fram tillögu í október þess efnis að borgarstjórn myndi ganga til viðræðna við Valsmenn um það að hnyka til byggingunum þannig að þær kæmust fyrir og neyðarbrautin gæti verið áfram. En það var ekki samþykkt í borgarráði,“ segir Guðfinna Jóhanna. Halldór Halldórsson tekur undir þessi sjónarmið og sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að meirihlutinn væri með þessu að stíga skref sem gætu haft gríðarleg áhrif á flug og öryggismál í höfuðborginni. Eðlilegt væri að bíða eftir niðurstöðum Rögnunefndarinnar.Hún hefði umboð fram í júní. Hefði ekki verið hægt að bíða þangað til? „Oddviti Sjálfstæðisflokksins á að vita það að þessi tiltekna braut var aldrei á borði Rögnunefndarinnar. Hún var alltaf tekin út fyrir sviga. Það hafa allir vitað og það er rétt að hafa það í huga að þessi braut var tekin út af aðalskipulagi Reykjavíkur 2007 þegar Sjálfstæðismenn voru hér í meirihluta,“ segir Hjálmar Sveinsson. Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Undirbúningsframkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu við Reykjavíkurflugvöll geta hafist á næstunni eftir að borgarstjórn samþykkti fyrsta áfanga í framkvæmdaleyfi á svæðinu í dag. Minnihlutinn í borgarstjórn óttast framhaldið og telur að rétt hefði verið að bíða niðurstöðu Rögnunefndarinnar svo kölluðu. En nefndin hefur umboð fram í júni til að skila tillögum sínu um framtíð flugvallar í Reykjavík. Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar segir samþykkt borgarstjórnar í dag ekki hreyfa við minnstu braut Reykjavíkurflugvallar. „Þessi fyrsta framkvæmd snýr eingöngu að framkvæmdarvegi svo kölluðum og undirbúningi fyrir uppbyggingu. Þetta er einungis fyrsti áfangi og ég held að þessi fyrsti áfangi hafi í sjálfu sér ekki áhrif á þessa umtöluðu braut,“ segir Hjálmar.Þannig að það mun ekki þurfa að loka henni um og leið og þið samþykkið hér? „Nei, það er ekki þannig,“ bætir hann við. Hins vegar er þetta fyrsta skrefið í miklum framkvæmdum Valsmanna ehf en borgin mun þurfa að koma að samþykktum skipulags fyrir framhaldið. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir reynsluna síðustu daga sýna að flugbrautin hafi komið að góðum notum fyrir sjúkraflug.En þið óttist væntanlega framhaldið þegar framkvæmdir halda áfram?„Já við óttumst framhaldið. Við lögðum fram tillögu í október þess efnis að borgarstjórn myndi ganga til viðræðna við Valsmenn um það að hnyka til byggingunum þannig að þær kæmust fyrir og neyðarbrautin gæti verið áfram. En það var ekki samþykkt í borgarráði,“ segir Guðfinna Jóhanna. Halldór Halldórsson tekur undir þessi sjónarmið og sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að meirihlutinn væri með þessu að stíga skref sem gætu haft gríðarleg áhrif á flug og öryggismál í höfuðborginni. Eðlilegt væri að bíða eftir niðurstöðum Rögnunefndarinnar.Hún hefði umboð fram í júní. Hefði ekki verið hægt að bíða þangað til? „Oddviti Sjálfstæðisflokksins á að vita það að þessi tiltekna braut var aldrei á borði Rögnunefndarinnar. Hún var alltaf tekin út fyrir sviga. Það hafa allir vitað og það er rétt að hafa það í huga að þessi braut var tekin út af aðalskipulagi Reykjavíkur 2007 þegar Sjálfstæðismenn voru hér í meirihluta,“ segir Hjálmar Sveinsson.
Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira