Undirbúningsframkvæmdir á Hlíðarenda hafa ekki áhrif á flugbraut Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2015 19:07 Undirbúningsframkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu við Reykjavíkurflugvöll geta hafist á næstunni eftir að borgarstjórn samþykkti fyrsta áfanga í framkvæmdaleyfi á svæðinu í dag. Minnihlutinn í borgarstjórn óttast framhaldið og telur að rétt hefði verið að bíða niðurstöðu Rögnunefndarinnar svo kölluðu. En nefndin hefur umboð fram í júni til að skila tillögum sínu um framtíð flugvallar í Reykjavík. Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar segir samþykkt borgarstjórnar í dag ekki hreyfa við minnstu braut Reykjavíkurflugvallar. „Þessi fyrsta framkvæmd snýr eingöngu að framkvæmdarvegi svo kölluðum og undirbúningi fyrir uppbyggingu. Þetta er einungis fyrsti áfangi og ég held að þessi fyrsti áfangi hafi í sjálfu sér ekki áhrif á þessa umtöluðu braut,“ segir Hjálmar.Þannig að það mun ekki þurfa að loka henni um og leið og þið samþykkið hér? „Nei, það er ekki þannig,“ bætir hann við. Hins vegar er þetta fyrsta skrefið í miklum framkvæmdum Valsmanna ehf en borgin mun þurfa að koma að samþykktum skipulags fyrir framhaldið. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir reynsluna síðustu daga sýna að flugbrautin hafi komið að góðum notum fyrir sjúkraflug.En þið óttist væntanlega framhaldið þegar framkvæmdir halda áfram?„Já við óttumst framhaldið. Við lögðum fram tillögu í október þess efnis að borgarstjórn myndi ganga til viðræðna við Valsmenn um það að hnyka til byggingunum þannig að þær kæmust fyrir og neyðarbrautin gæti verið áfram. En það var ekki samþykkt í borgarráði,“ segir Guðfinna Jóhanna. Halldór Halldórsson tekur undir þessi sjónarmið og sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að meirihlutinn væri með þessu að stíga skref sem gætu haft gríðarleg áhrif á flug og öryggismál í höfuðborginni. Eðlilegt væri að bíða eftir niðurstöðum Rögnunefndarinnar.Hún hefði umboð fram í júní. Hefði ekki verið hægt að bíða þangað til? „Oddviti Sjálfstæðisflokksins á að vita það að þessi tiltekna braut var aldrei á borði Rögnunefndarinnar. Hún var alltaf tekin út fyrir sviga. Það hafa allir vitað og það er rétt að hafa það í huga að þessi braut var tekin út af aðalskipulagi Reykjavíkur 2007 þegar Sjálfstæðismenn voru hér í meirihluta,“ segir Hjálmar Sveinsson. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Undirbúningsframkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu við Reykjavíkurflugvöll geta hafist á næstunni eftir að borgarstjórn samþykkti fyrsta áfanga í framkvæmdaleyfi á svæðinu í dag. Minnihlutinn í borgarstjórn óttast framhaldið og telur að rétt hefði verið að bíða niðurstöðu Rögnunefndarinnar svo kölluðu. En nefndin hefur umboð fram í júni til að skila tillögum sínu um framtíð flugvallar í Reykjavík. Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar segir samþykkt borgarstjórnar í dag ekki hreyfa við minnstu braut Reykjavíkurflugvallar. „Þessi fyrsta framkvæmd snýr eingöngu að framkvæmdarvegi svo kölluðum og undirbúningi fyrir uppbyggingu. Þetta er einungis fyrsti áfangi og ég held að þessi fyrsti áfangi hafi í sjálfu sér ekki áhrif á þessa umtöluðu braut,“ segir Hjálmar.Þannig að það mun ekki þurfa að loka henni um og leið og þið samþykkið hér? „Nei, það er ekki þannig,“ bætir hann við. Hins vegar er þetta fyrsta skrefið í miklum framkvæmdum Valsmanna ehf en borgin mun þurfa að koma að samþykktum skipulags fyrir framhaldið. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir reynsluna síðustu daga sýna að flugbrautin hafi komið að góðum notum fyrir sjúkraflug.En þið óttist væntanlega framhaldið þegar framkvæmdir halda áfram?„Já við óttumst framhaldið. Við lögðum fram tillögu í október þess efnis að borgarstjórn myndi ganga til viðræðna við Valsmenn um það að hnyka til byggingunum þannig að þær kæmust fyrir og neyðarbrautin gæti verið áfram. En það var ekki samþykkt í borgarráði,“ segir Guðfinna Jóhanna. Halldór Halldórsson tekur undir þessi sjónarmið og sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að meirihlutinn væri með þessu að stíga skref sem gætu haft gríðarleg áhrif á flug og öryggismál í höfuðborginni. Eðlilegt væri að bíða eftir niðurstöðum Rögnunefndarinnar.Hún hefði umboð fram í júní. Hefði ekki verið hægt að bíða þangað til? „Oddviti Sjálfstæðisflokksins á að vita það að þessi tiltekna braut var aldrei á borði Rögnunefndarinnar. Hún var alltaf tekin út fyrir sviga. Það hafa allir vitað og það er rétt að hafa það í huga að þessi braut var tekin út af aðalskipulagi Reykjavíkur 2007 þegar Sjálfstæðismenn voru hér í meirihluta,“ segir Hjálmar Sveinsson.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira