Bayern Munchen vann úrslitaleik Audi Cup | Úrslit úr æfingarleikjum kvöldsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. ágúst 2015 22:45 Leikmenn Bayern fagna sigrinum í kvöld. Vísir/Getty Bayern Munchen hafði betur gegn Real Madrid í úrslitum Audi Cup en úrslitaleikur mótsins fór fram á Allianz Arena í kvöld. Þá vann Tottenham 2-0 sigur á AC Milan í bronsleiknum sem fór fram fyrr um daginn. Báðir þjálfarar stilltu upp sterkum byrjunarliðum í bland við að hvíla lykilleikmenn en hvorki Gareth Bale né Cristiano Ronaldo voru í byrjunarliði Real Madrid. Real Madrid varð fyrir áfalli í fyrri hálfleik þegar Pepe fór meiddur af velli en spænski miðvörðurinn Nacho kom inn í hans stað. Eina mark leiksins kom undir lok leiksins þegar Robert Lewandowski sem kom inn af varamannabekknum lagði boltann í netið eftir góðan undirbúning frá Douglas Costa. Hvorugt liðið náði að bæta við marki á lokamínútum leiksins og lauk leiknum því með 1-0 sigri Bayern Munchen. Í bronsleiknum mættust Tottenham og AC Milan og vann enska liðið góðan sigur á ítalska stórveldinu. Nacer Chadli, belgíski kantmaðurinn, skoraði fyrsta mark leiksins eftir átta mínútna leik en hann lék í stöðu framherja í leiknum. Thomas Carroll, enski miðjumaðurinn bætti við öðru marki leiksins um miðbik seinni hálfleiksins en hvorugu liðinu tókst að bæta við marki og lauk leiknum með 2-0 sigri enska félagsins. Þá tóku nágrannar Tottenham í Chelsea á móti ítalska félaginu Fiorentina á heimavelli sínum. Var leikurinn síðasti leikurinn í International Champions Cup en leiknum lauk með 1-0 sigri Fiorentina og skoraði Gonzalo Rodriguez sigurmark leiksins þegar tíu mínútur voru til hálfleiks. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, tefldi fram afar sterku liði í seinni hálfleik en þeim bláklæddu tókst ekki að jafna metin.Úrslit kvöldsins: Tottenham 2-0 AC Milan Bayern Munchen 1-0 Real Madrid Chelsea 0-1 Fiorentina Þýski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Bayern Munchen hafði betur gegn Real Madrid í úrslitum Audi Cup en úrslitaleikur mótsins fór fram á Allianz Arena í kvöld. Þá vann Tottenham 2-0 sigur á AC Milan í bronsleiknum sem fór fram fyrr um daginn. Báðir þjálfarar stilltu upp sterkum byrjunarliðum í bland við að hvíla lykilleikmenn en hvorki Gareth Bale né Cristiano Ronaldo voru í byrjunarliði Real Madrid. Real Madrid varð fyrir áfalli í fyrri hálfleik þegar Pepe fór meiddur af velli en spænski miðvörðurinn Nacho kom inn í hans stað. Eina mark leiksins kom undir lok leiksins þegar Robert Lewandowski sem kom inn af varamannabekknum lagði boltann í netið eftir góðan undirbúning frá Douglas Costa. Hvorugt liðið náði að bæta við marki á lokamínútum leiksins og lauk leiknum því með 1-0 sigri Bayern Munchen. Í bronsleiknum mættust Tottenham og AC Milan og vann enska liðið góðan sigur á ítalska stórveldinu. Nacer Chadli, belgíski kantmaðurinn, skoraði fyrsta mark leiksins eftir átta mínútna leik en hann lék í stöðu framherja í leiknum. Thomas Carroll, enski miðjumaðurinn bætti við öðru marki leiksins um miðbik seinni hálfleiksins en hvorugu liðinu tókst að bæta við marki og lauk leiknum með 2-0 sigri enska félagsins. Þá tóku nágrannar Tottenham í Chelsea á móti ítalska félaginu Fiorentina á heimavelli sínum. Var leikurinn síðasti leikurinn í International Champions Cup en leiknum lauk með 1-0 sigri Fiorentina og skoraði Gonzalo Rodriguez sigurmark leiksins þegar tíu mínútur voru til hálfleiks. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, tefldi fram afar sterku liði í seinni hálfleik en þeim bláklæddu tókst ekki að jafna metin.Úrslit kvöldsins: Tottenham 2-0 AC Milan Bayern Munchen 1-0 Real Madrid Chelsea 0-1 Fiorentina
Þýski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira