Enski boltinn

Öll úrslit dagsins: Leicester á toppnum yfir jólin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Riyad Mahrez hefur verið magnaður.
Riyad Mahrez hefur verið magnaður. vísir/getty
Sex leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Chelsea vann Sunderland og Manchester United tapaði fyrir Norwich.

Leicester City heldur áfram uppteknum hætti en liðið vann frábæran sigur á Everton, 3-2. Riyad Mahrez skoraði tvö mörk fyrir Leicester. 

Tottenham vann fínan sigur á Southampton, 2-0, en Harry Kane og Dele Alli skoruðu báðir fyrir Spurs. 

Crystal Palace vann Stoke 2-1 á Britannia-vellinum í Stoke. Þá vann Bournemouth frábæran sigur á WBA 2-1 á útivelli. Hér að neðan má sjá öll úrslit dagsins. 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×