Enski boltinn

Ibe: Klopp hefur slegið mig utan undir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jordon Ibe.
Jordon Ibe. Vísir/Getty
Jordon Ibe, leikmaður Liverpool, segir að Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri liðsins, hafa slegið hann nokkrum sinnum utan undir á æfingum.

Ibe segir að Þjóðverjinn styðjist við húmor og mikinn aga í sínum þjálfaraaðferðum.

„Hann gerir þetta til að koma manni í gang,“ sagði þessi tuttugu ára leikmaður í viðtali við The Independent.

„Hann hefur slegið mig svona þrisvar til fjórum sinnum og ég er ekki sá eini. Nathaniel Clyney hefur sennilega lent verst í honum.“

Hann segir að Klopp bæði faðmi og öskri á leikmennina einnig. Liverpool er sem stendur í níunda sæti deildarinnar en liðið mætir Watford á morgun. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×