Mótmæli við héraðsdóm: „Skilaboðin eru þau að íslenskir, gagnkynhneigðir menn mega nauðga konum eins og þá lystir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. nóvember 2015 09:37 Héraðsdómur Reykjavíkur þar sem boðað hefur verið til mótmælanna í dag. Vísir/Valgarður Boðað hefur verið til mótmæla við Héraðsdóm Reykjvíkur í dag klukkan 17 í tilefni af sýknudómum sem fallið hafa í kynferðisbrotamálum undanfarið. Um mótmælin segir á Facebook: „Íslenskir dómstólar eru ófærir um að sinna starfi sínu við að tryggja réttlæti á Íslandi. Niðurstöður dómstóla landsins í nauðgunarmálum hafa verið fáránlegar um árabil og aldrei virðast þær skána. Af aðeins 6 sakfellingum í héraði frá því 1. janúar voru 3 útlendingar og einn hommi. Skilaboðin eru þau að íslenskir, gagnkynhneigðir menn mega nauðga konum eins og þá lystir. Hvernig eiga borgarar að treysta slíkum dómstólum í lýðveldi?“ Þá eru settar fram nokkrar kröfur mótmælenda sem krefjast meðal annars þess að jafnræði sé beitt við framfylgd laga og að fleiri kvendómarar verði fengnir til starfa við dómstóla landsins. „Við mótmælum öll fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur kl. 17:00. Einnig hvetjum við til hliðstæðra mótmæla framan við Héraðsdómshús annars staðar um landið. Við stöndum saman í þessu!“ Nokkrir sýknudómar sem fallið hafa seinustu daga í kynferðisbrotamálum hafa vakið mikla reiði í samfélaginu. Á mánudaginn í seinustu viku sýknaði Héraðsdómur Suðurlands af ákæru um nauðgun gegn samstarfskonu sinni. Á föstudaginn í seinustu viku sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur fimm menn af ákæru um að hafa hópnauðgað 16 ára stúlku í Breiðholti í fyrra. Þá féllu tveir dómar í þessari viku, annars vegar í Héraðsdómi Vestfjarða og hins vegar í Héraðsdómi Vesturlands. Í fyrra málinu var piltur á menntaskólaaldri sýknaður af kynferðisbroti gegn 14 ára þroskaskertri stúlku og í seinna málinu var karlmaður sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað 17 ára stúlku. Tengdar fréttir Sýknaður af ákæru um nauðgun eftir árshátíð Héraðsdómur Suðurlands taldi mikinn vafa leika á því hvort maðurinn hefði gerst sekur um það brot sem hann var sakaður um. 18. nóvember 2015 16:53 Sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað 17 ára stúlku Héraðsdómur Vesturlands sýknaði í dag karlmann af ákæru um nauðgun og brot á barnaverndarlögum en manninum var gefið að sök að hafa nauðgað 17 ára stúlku í mars í fyrra. 25. nóvember 2015 17:43 Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15 Sýknaður af kynferðisbroti gegn fjórtán ára þroskaskertri stúlku Var piltinum gefið að sök að hafa látið stúlkuna fróa sér og haft við hana samræði án þess að gæta nægjanlegrar varúðar um aldur stúlkunnar. 25. nóvember 2015 17:44 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Boðað hefur verið til mótmæla við Héraðsdóm Reykjvíkur í dag klukkan 17 í tilefni af sýknudómum sem fallið hafa í kynferðisbrotamálum undanfarið. Um mótmælin segir á Facebook: „Íslenskir dómstólar eru ófærir um að sinna starfi sínu við að tryggja réttlæti á Íslandi. Niðurstöður dómstóla landsins í nauðgunarmálum hafa verið fáránlegar um árabil og aldrei virðast þær skána. Af aðeins 6 sakfellingum í héraði frá því 1. janúar voru 3 útlendingar og einn hommi. Skilaboðin eru þau að íslenskir, gagnkynhneigðir menn mega nauðga konum eins og þá lystir. Hvernig eiga borgarar að treysta slíkum dómstólum í lýðveldi?“ Þá eru settar fram nokkrar kröfur mótmælenda sem krefjast meðal annars þess að jafnræði sé beitt við framfylgd laga og að fleiri kvendómarar verði fengnir til starfa við dómstóla landsins. „Við mótmælum öll fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur kl. 17:00. Einnig hvetjum við til hliðstæðra mótmæla framan við Héraðsdómshús annars staðar um landið. Við stöndum saman í þessu!“ Nokkrir sýknudómar sem fallið hafa seinustu daga í kynferðisbrotamálum hafa vakið mikla reiði í samfélaginu. Á mánudaginn í seinustu viku sýknaði Héraðsdómur Suðurlands af ákæru um nauðgun gegn samstarfskonu sinni. Á föstudaginn í seinustu viku sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur fimm menn af ákæru um að hafa hópnauðgað 16 ára stúlku í Breiðholti í fyrra. Þá féllu tveir dómar í þessari viku, annars vegar í Héraðsdómi Vestfjarða og hins vegar í Héraðsdómi Vesturlands. Í fyrra málinu var piltur á menntaskólaaldri sýknaður af kynferðisbroti gegn 14 ára þroskaskertri stúlku og í seinna málinu var karlmaður sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað 17 ára stúlku.
Tengdar fréttir Sýknaður af ákæru um nauðgun eftir árshátíð Héraðsdómur Suðurlands taldi mikinn vafa leika á því hvort maðurinn hefði gerst sekur um það brot sem hann var sakaður um. 18. nóvember 2015 16:53 Sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað 17 ára stúlku Héraðsdómur Vesturlands sýknaði í dag karlmann af ákæru um nauðgun og brot á barnaverndarlögum en manninum var gefið að sök að hafa nauðgað 17 ára stúlku í mars í fyrra. 25. nóvember 2015 17:43 Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15 Sýknaður af kynferðisbroti gegn fjórtán ára þroskaskertri stúlku Var piltinum gefið að sök að hafa látið stúlkuna fróa sér og haft við hana samræði án þess að gæta nægjanlegrar varúðar um aldur stúlkunnar. 25. nóvember 2015 17:44 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Sýknaður af ákæru um nauðgun eftir árshátíð Héraðsdómur Suðurlands taldi mikinn vafa leika á því hvort maðurinn hefði gerst sekur um það brot sem hann var sakaður um. 18. nóvember 2015 16:53
Sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað 17 ára stúlku Héraðsdómur Vesturlands sýknaði í dag karlmann af ákæru um nauðgun og brot á barnaverndarlögum en manninum var gefið að sök að hafa nauðgað 17 ára stúlku í mars í fyrra. 25. nóvember 2015 17:43
Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15
Sýknaður af kynferðisbroti gegn fjórtán ára þroskaskertri stúlku Var piltinum gefið að sök að hafa látið stúlkuna fróa sér og haft við hana samræði án þess að gæta nægjanlegrar varúðar um aldur stúlkunnar. 25. nóvember 2015 17:44