FIFA setur Blatter, Platini og Valcke alla í 90 daga bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2015 11:14 Blatter, Platini og Valcke. Vísir/Getty Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur leyst þá Sepp Blatter, forseta FIFA, Jerome Valcke, aðalritara FIFA og Michel Platini, varaformann FIFA, alla frá störfum í 90 daga en þeir hafa allir verið bendlaðir við spillingarmál innan knattspyrnuforystunnar. Chung Mong-joon, fyrrum varaforseti FIFA, hefur einnig verið settur í sex ára bann og þarf að greiða hundrað þúsund svissneska franka í sekt eða um þrettán milljónir íslenskra króna. Siðanefnd sambandsins ákvað þessar refsingar en þeir Blatter, Valcke og Platini, sem er einnig forseti UEFA, sæta allir rannsókn vegna spillingarmála innan FIFA en þeir eiga að hafa þegið mútugreiðslur. BBC segir meðal annars frá þessu. „Dómstóll siðnefndar FIFA, undir stjórn Hans‑Joachim Eckert, hefur vikið forseta FIFA Joseph S. Blatter, varforseta FIFA og forseta UEFA, Michel Platini og aðalritara FIFA, Jerome Valcke, tímabundið frá störfum í 90 daga. Það er möguleiki á lengra banni hjá hverjum og einum en það verður þó aldrei lengra en 45 dagar til viðbótar," segir í yfirlýsingu frá FIFA. Jerome Valcke hafði áður verið leystur frá störfum af FIFA en siðanefnd sambandsins ákvað að setja hina tvo í bann eftir að svissneskur saksóknari hóf rannsókn á því hvort þeir Blatter og Platini hafi þegið mútugreiðslur úr sjóðum Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Blatter, Platini og Valcke mega ekki koma nálægt knattspyrnumálum á þessum 90 dögum sem er sérstaklega óheppilegt fyrir Michel Platini sem þarf á þeim tíma að tilkynna framboð sitt til forseta FIFA. Allir þrír halda fram sakleysi sínum í málinu en risarannsókn hefur verið í gangi síðustu mánuði á spillingarmálum innan FIFA sem og á því hvort ólöglega hafi verið staðið að því þegar FIFA ákvað hvar næstu tvær heimsmeistarakeppnir fara fram. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Blatter settur í 90 daga bann Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur verið settur í 90 daga bann af siðanefnd FIFA, samkvæmt Klaus Stoehlker, fyrrverandi ráðgjafa og vinar Blatters. 7. október 2015 17:16 Platini fékk 258 milljónir króna frá FIFA Vill ekki útskýra af hverju hann fékk himinháa launagreiðslu frá FIFA fyrir níu ára gamla vinnu. 8. október 2015 07:45 Blatter segist ekkert hafa gert rangt og verður áfram forseti FIFA Forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins hættir ekki fyrr en í febrúar eins og til stendur. 28. september 2015 15:45 Flautað verður til leiks á HM í Katar 21. nóvember 2022 | Úrslitaleikurinn í desember Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, staðfesti í dag að flautað yrði til leiks mánudaginn 21. nóvember 2022 á HM í Katar og að mótið myndi standa yfir í tæpar fjórar vikur. 25. september 2015 13:25 Framkvæmdastjóri FIFA sendur í leyfi vegna ásakana um spillingu Jérome Valcke sagður hafa reynt að græða persónulega á miðasölu á HM. 17. september 2015 19:42 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Sjá meira
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur leyst þá Sepp Blatter, forseta FIFA, Jerome Valcke, aðalritara FIFA og Michel Platini, varaformann FIFA, alla frá störfum í 90 daga en þeir hafa allir verið bendlaðir við spillingarmál innan knattspyrnuforystunnar. Chung Mong-joon, fyrrum varaforseti FIFA, hefur einnig verið settur í sex ára bann og þarf að greiða hundrað þúsund svissneska franka í sekt eða um þrettán milljónir íslenskra króna. Siðanefnd sambandsins ákvað þessar refsingar en þeir Blatter, Valcke og Platini, sem er einnig forseti UEFA, sæta allir rannsókn vegna spillingarmála innan FIFA en þeir eiga að hafa þegið mútugreiðslur. BBC segir meðal annars frá þessu. „Dómstóll siðnefndar FIFA, undir stjórn Hans‑Joachim Eckert, hefur vikið forseta FIFA Joseph S. Blatter, varforseta FIFA og forseta UEFA, Michel Platini og aðalritara FIFA, Jerome Valcke, tímabundið frá störfum í 90 daga. Það er möguleiki á lengra banni hjá hverjum og einum en það verður þó aldrei lengra en 45 dagar til viðbótar," segir í yfirlýsingu frá FIFA. Jerome Valcke hafði áður verið leystur frá störfum af FIFA en siðanefnd sambandsins ákvað að setja hina tvo í bann eftir að svissneskur saksóknari hóf rannsókn á því hvort þeir Blatter og Platini hafi þegið mútugreiðslur úr sjóðum Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Blatter, Platini og Valcke mega ekki koma nálægt knattspyrnumálum á þessum 90 dögum sem er sérstaklega óheppilegt fyrir Michel Platini sem þarf á þeim tíma að tilkynna framboð sitt til forseta FIFA. Allir þrír halda fram sakleysi sínum í málinu en risarannsókn hefur verið í gangi síðustu mánuði á spillingarmálum innan FIFA sem og á því hvort ólöglega hafi verið staðið að því þegar FIFA ákvað hvar næstu tvær heimsmeistarakeppnir fara fram.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Blatter settur í 90 daga bann Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur verið settur í 90 daga bann af siðanefnd FIFA, samkvæmt Klaus Stoehlker, fyrrverandi ráðgjafa og vinar Blatters. 7. október 2015 17:16 Platini fékk 258 milljónir króna frá FIFA Vill ekki útskýra af hverju hann fékk himinháa launagreiðslu frá FIFA fyrir níu ára gamla vinnu. 8. október 2015 07:45 Blatter segist ekkert hafa gert rangt og verður áfram forseti FIFA Forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins hættir ekki fyrr en í febrúar eins og til stendur. 28. september 2015 15:45 Flautað verður til leiks á HM í Katar 21. nóvember 2022 | Úrslitaleikurinn í desember Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, staðfesti í dag að flautað yrði til leiks mánudaginn 21. nóvember 2022 á HM í Katar og að mótið myndi standa yfir í tæpar fjórar vikur. 25. september 2015 13:25 Framkvæmdastjóri FIFA sendur í leyfi vegna ásakana um spillingu Jérome Valcke sagður hafa reynt að græða persónulega á miðasölu á HM. 17. september 2015 19:42 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Sjá meira
Blatter settur í 90 daga bann Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur verið settur í 90 daga bann af siðanefnd FIFA, samkvæmt Klaus Stoehlker, fyrrverandi ráðgjafa og vinar Blatters. 7. október 2015 17:16
Platini fékk 258 milljónir króna frá FIFA Vill ekki útskýra af hverju hann fékk himinháa launagreiðslu frá FIFA fyrir níu ára gamla vinnu. 8. október 2015 07:45
Blatter segist ekkert hafa gert rangt og verður áfram forseti FIFA Forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins hættir ekki fyrr en í febrúar eins og til stendur. 28. september 2015 15:45
Flautað verður til leiks á HM í Katar 21. nóvember 2022 | Úrslitaleikurinn í desember Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, staðfesti í dag að flautað yrði til leiks mánudaginn 21. nóvember 2022 á HM í Katar og að mótið myndi standa yfir í tæpar fjórar vikur. 25. september 2015 13:25
Framkvæmdastjóri FIFA sendur í leyfi vegna ásakana um spillingu Jérome Valcke sagður hafa reynt að græða persónulega á miðasölu á HM. 17. september 2015 19:42