Borgin með aðgerðaáætlun í fjármálum: Vill að gistináttaskattur renni til sveitarfélaga Atli Ísleifsson skrifar 8. október 2015 14:58 Björn Blöndal er formaður borgarráðs. Vísir/Hari Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun nýja aðgerðaáætlun sem miðar að því að draga úr rekstrarhalla hjá borginni. Í áætuninni kemur meðal annars fram að viðræður skuli teknar upp við ríki og hagsmunaaðila um að gistináttagjald renni til sveitarfélaga en það rennur nú í ríkissjóð. Þá segir að gjaldskylda á rútustæði í miðborginni verði útfærð og innleidd.Í tilkynningu frá borginni segir að borgarráð hafi áður samþykkt tillögur sem herða reglur um ábyrgð stofnana og sviða í fjármálum og tillögu um að draga úr nýráðningum með sérstakri ráðningarýni. „Framundan er frekari vinna sem lýtur að fjárhagsáætlun næsta árs og fimm ára áætlun. Samstaða var um aðgerðirnar. Aðgerðirnar eru eftirfarandi:1. Sérstök eftirfylgni verði með niðurstöðum sex mánaða uppgjörs og níu mánaða uppgjörs til að draga úr halla sem flyst milli ára. a. Borgarstjóri leggi fram endurskoðaða áætlun um lóða- og eignasölu þannig að fjárhagsáætlun ársins um sölu byggingarréttar gangi eftir. b. Borgarstjóri beini því til allra sviða borgarinnar að hægja á/eða leggja af verkefni sem ekki er hægt að hagræða á móti, ekki eru farin af stað eða eru ekki tekjuskapandi. Dregið verði úr aðkeypti ráðgjöf eins og kostur er. c. Sviðsstjórar geri sérstaka grein fyrir aðgerðum til að koma í veg fyrir framúrkeyrslu, þar sem í hana stefnir, og kalli eftir greinargerðum og tillögum um aðgerðir þar sem starfsstöðvar stefna fram úr fjárheimildum.2. Unnið verði gegn svartri atvinnustarfsemi og rangri skráningu fasteigna í samvinnu við skattayfirvöld og fasteignaskrá.3. Fjármálastjóri fundi með fjársýslu ríkisins og ríkisskattstjóra vegna skila á útsvari og skili borgarráði greinargerð um málið.4. Ferðamannagjöld. a. Teknar verði upp viðræður við ríki og hagsmunaaðila um að gistináttagjald renni til sveitarfélaga. b. Sveitarfélög fái hlutdeild í virðisaukaskatti af ferðaþjónustu, auknum innflutningsgjöldum af bílaleigubílum og fjármagnstekjuskatti af leigutekjum. c. Gjaldskylda í rútustæði í miðborginni verði útfærð og innleidd.5. Leiðréttingar verði sóttar í ríkissjóð vegna vanfjármögnunar á málaflokki fatlaðs fólks, hjúkrunarheimilum og tónlistarskólum í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga.6. Lögð verði fram greinargerð um lífeyrisskuldbindingar og þróun þeirra í ljósi nýgerðra kjarasamninga, breytinga á lífaldri og stöðu Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga. Aðgerðir sem samþykktar voru í borgarráði þann 1. október sl.7. Reglur um flutning halla og afgangs innleiddar á sviðum, stofnunum og starfseiningum, sbr. ákvörðun borgarráðs sl. vor og útfærslu fjármálaskrifstofu sem staðfest hefur verið af borgarráði.8. Ráðningarýni. Innleidd verði miðlæg ráðningarrýni sem gildi til áramóta vegna nýráðninga annarra sviða en umhverfis- og skipulagssviðs og menningar- og ferðamálasviðs, skv. sérstökum reglum. Borgarráð mun funda áfram um frekari aðgerðir í fjármálum borgarinnar í tengslum við undirbúning fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016 og fimm ára áætlun. Að auki samþykkti borgarráð í morgun með einni hjásetu að skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir breytingum á tekjustofnum sveitarfélaga.“ Tengdar fréttir Afkoma þriggja stærstu sveitarfélaga versnar Afkoma stærstu sveitarfélaga landsins, það er Reykjavikurborgar, Hafnafjarðar og Kópavogs, virðist nú fara versnandi. Greiningadeild Arion banka bendir á að uppgjör síðasta árs og nýlegar tölur um afkomu þriggja stærstu sveitarfélaga landsins beri þess glöggt vitni. 7. september 2015 17:33 Reykjavíkurborg: Rekstrarniðurstaða 1,8 milljörðum króna lakari en búist var við Sex mánaða uppgjör borgarinnar var afgreitt í borgarráði í dag. 27. ágúst 2015 13:21 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun nýja aðgerðaáætlun sem miðar að því að draga úr rekstrarhalla hjá borginni. Í áætuninni kemur meðal annars fram að viðræður skuli teknar upp við ríki og hagsmunaaðila um að gistináttagjald renni til sveitarfélaga en það rennur nú í ríkissjóð. Þá segir að gjaldskylda á rútustæði í miðborginni verði útfærð og innleidd.Í tilkynningu frá borginni segir að borgarráð hafi áður samþykkt tillögur sem herða reglur um ábyrgð stofnana og sviða í fjármálum og tillögu um að draga úr nýráðningum með sérstakri ráðningarýni. „Framundan er frekari vinna sem lýtur að fjárhagsáætlun næsta árs og fimm ára áætlun. Samstaða var um aðgerðirnar. Aðgerðirnar eru eftirfarandi:1. Sérstök eftirfylgni verði með niðurstöðum sex mánaða uppgjörs og níu mánaða uppgjörs til að draga úr halla sem flyst milli ára. a. Borgarstjóri leggi fram endurskoðaða áætlun um lóða- og eignasölu þannig að fjárhagsáætlun ársins um sölu byggingarréttar gangi eftir. b. Borgarstjóri beini því til allra sviða borgarinnar að hægja á/eða leggja af verkefni sem ekki er hægt að hagræða á móti, ekki eru farin af stað eða eru ekki tekjuskapandi. Dregið verði úr aðkeypti ráðgjöf eins og kostur er. c. Sviðsstjórar geri sérstaka grein fyrir aðgerðum til að koma í veg fyrir framúrkeyrslu, þar sem í hana stefnir, og kalli eftir greinargerðum og tillögum um aðgerðir þar sem starfsstöðvar stefna fram úr fjárheimildum.2. Unnið verði gegn svartri atvinnustarfsemi og rangri skráningu fasteigna í samvinnu við skattayfirvöld og fasteignaskrá.3. Fjármálastjóri fundi með fjársýslu ríkisins og ríkisskattstjóra vegna skila á útsvari og skili borgarráði greinargerð um málið.4. Ferðamannagjöld. a. Teknar verði upp viðræður við ríki og hagsmunaaðila um að gistináttagjald renni til sveitarfélaga. b. Sveitarfélög fái hlutdeild í virðisaukaskatti af ferðaþjónustu, auknum innflutningsgjöldum af bílaleigubílum og fjármagnstekjuskatti af leigutekjum. c. Gjaldskylda í rútustæði í miðborginni verði útfærð og innleidd.5. Leiðréttingar verði sóttar í ríkissjóð vegna vanfjármögnunar á málaflokki fatlaðs fólks, hjúkrunarheimilum og tónlistarskólum í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga.6. Lögð verði fram greinargerð um lífeyrisskuldbindingar og þróun þeirra í ljósi nýgerðra kjarasamninga, breytinga á lífaldri og stöðu Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga. Aðgerðir sem samþykktar voru í borgarráði þann 1. október sl.7. Reglur um flutning halla og afgangs innleiddar á sviðum, stofnunum og starfseiningum, sbr. ákvörðun borgarráðs sl. vor og útfærslu fjármálaskrifstofu sem staðfest hefur verið af borgarráði.8. Ráðningarýni. Innleidd verði miðlæg ráðningarrýni sem gildi til áramóta vegna nýráðninga annarra sviða en umhverfis- og skipulagssviðs og menningar- og ferðamálasviðs, skv. sérstökum reglum. Borgarráð mun funda áfram um frekari aðgerðir í fjármálum borgarinnar í tengslum við undirbúning fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016 og fimm ára áætlun. Að auki samþykkti borgarráð í morgun með einni hjásetu að skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir breytingum á tekjustofnum sveitarfélaga.“
Tengdar fréttir Afkoma þriggja stærstu sveitarfélaga versnar Afkoma stærstu sveitarfélaga landsins, það er Reykjavikurborgar, Hafnafjarðar og Kópavogs, virðist nú fara versnandi. Greiningadeild Arion banka bendir á að uppgjör síðasta árs og nýlegar tölur um afkomu þriggja stærstu sveitarfélaga landsins beri þess glöggt vitni. 7. september 2015 17:33 Reykjavíkurborg: Rekstrarniðurstaða 1,8 milljörðum króna lakari en búist var við Sex mánaða uppgjör borgarinnar var afgreitt í borgarráði í dag. 27. ágúst 2015 13:21 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Afkoma þriggja stærstu sveitarfélaga versnar Afkoma stærstu sveitarfélaga landsins, það er Reykjavikurborgar, Hafnafjarðar og Kópavogs, virðist nú fara versnandi. Greiningadeild Arion banka bendir á að uppgjör síðasta árs og nýlegar tölur um afkomu þriggja stærstu sveitarfélaga landsins beri þess glöggt vitni. 7. september 2015 17:33
Reykjavíkurborg: Rekstrarniðurstaða 1,8 milljörðum króna lakari en búist var við Sex mánaða uppgjör borgarinnar var afgreitt í borgarráði í dag. 27. ágúst 2015 13:21