Manchester United tapaði í Þýskalandi og fer í Evrópudeildina | Sjáið mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2015 21:30 Chris Smalling gat ekki leynt vonbrigðum sínum, Vísir/AFP Manchester United er úr leik í Meistaradeildinni eftir 3-2 tap á móti Wolfsburg í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. United mun því keppa í Evrópudeildinni eftir áramót því liðið endaði í þriðja sætinu í sínum riðli. Manchester United komst í 1-0 í upphafi leiks en var komið undir í hálfleik. United náði að jafna metin á sjálfsmarki en Þjóðverjarnir tryggðu sér sigur, sæti í sextán liða úrslitunum og sigur í riðlinum. Wolfsburg fer áfram ásamt hollenska liðinu PSV Eindhoven sem vann CSKA Moskvu á sama tíma 2-1. Wolfsburg fékk dauðafæri strax eftir fjórar mínútur þegar André Schürrle slapp í teiginn en skot hans fór yfir. Manchester United slapp með skrekkinn þar og Anthony Martial kom enska liðinu síðan í 1-0 sex mínútum síðar eftir að hafa fengið stungusendingu frá Juan Mata. Manchester United var þó aðeins yfir í þrjár mínútur því miðvörðurinn Naldo jafnaði á 13. mínútu með laglegu viðstöðulausu skoti eftir aukaspyrnu. Wolfsburg-menn sundurspiluðu síðan vörn Manchester United á 29. mínútu en frábær sókn endaði með því að Julian Draxler gaf á Vieirinha sem sendi boltann í tómt markið. Julian Draxler fékk frábært færi til að komast þremur mörkum yfir á 39. mínútu en David de Gea varði vel frá honum. Jesse Lingard hélt að hann hefði jafnað metin á 45. mínútu þegar skot hans utan af kanti sigldi alla leið í markið. Dómaratríóið tók sinn tíma en ákvað síðan að rangstæður Juan Mata hefði truflað sjónsvið markvarðarins. Manchester United jafnaði á 82. mínútu á sjálfsmarki Josuha Guilavogui en það tók Þjóðverjana aðeins tvær mínútur að komast aftur yfir. Naldo skoraði sigurmarkið og var þetta hans annað mark í leiknum.Anthony Martial kemur United yfir Naldo jafnar fyrir Wolfsburg Vieirinha kom Wolfsburg í 2-1 Markið sem var dæmt af Manchester United Manchester United jafnar með sjálfsmarki Naldo skorar sigurmark Wolfsburg Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira
Manchester United er úr leik í Meistaradeildinni eftir 3-2 tap á móti Wolfsburg í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. United mun því keppa í Evrópudeildinni eftir áramót því liðið endaði í þriðja sætinu í sínum riðli. Manchester United komst í 1-0 í upphafi leiks en var komið undir í hálfleik. United náði að jafna metin á sjálfsmarki en Þjóðverjarnir tryggðu sér sigur, sæti í sextán liða úrslitunum og sigur í riðlinum. Wolfsburg fer áfram ásamt hollenska liðinu PSV Eindhoven sem vann CSKA Moskvu á sama tíma 2-1. Wolfsburg fékk dauðafæri strax eftir fjórar mínútur þegar André Schürrle slapp í teiginn en skot hans fór yfir. Manchester United slapp með skrekkinn þar og Anthony Martial kom enska liðinu síðan í 1-0 sex mínútum síðar eftir að hafa fengið stungusendingu frá Juan Mata. Manchester United var þó aðeins yfir í þrjár mínútur því miðvörðurinn Naldo jafnaði á 13. mínútu með laglegu viðstöðulausu skoti eftir aukaspyrnu. Wolfsburg-menn sundurspiluðu síðan vörn Manchester United á 29. mínútu en frábær sókn endaði með því að Julian Draxler gaf á Vieirinha sem sendi boltann í tómt markið. Julian Draxler fékk frábært færi til að komast þremur mörkum yfir á 39. mínútu en David de Gea varði vel frá honum. Jesse Lingard hélt að hann hefði jafnað metin á 45. mínútu þegar skot hans utan af kanti sigldi alla leið í markið. Dómaratríóið tók sinn tíma en ákvað síðan að rangstæður Juan Mata hefði truflað sjónsvið markvarðarins. Manchester United jafnaði á 82. mínútu á sjálfsmarki Josuha Guilavogui en það tók Þjóðverjana aðeins tvær mínútur að komast aftur yfir. Naldo skoraði sigurmarkið og var þetta hans annað mark í leiknum.Anthony Martial kemur United yfir Naldo jafnar fyrir Wolfsburg Vieirinha kom Wolfsburg í 2-1 Markið sem var dæmt af Manchester United Manchester United jafnar með sjálfsmarki Naldo skorar sigurmark Wolfsburg
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira