Ferðamenn ráfa um og týnast á Þingvöllum Sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 18. mars 2015 15:48 Gríðarlega mikill fjöldi ferðamanna heimsækir Þingvelli á degi hverjum. mynd/berglind sigmundsdóttir Starfsmenn þjóðgarðsins á Þingvöllum eru í önnum við að leita uppi ferðamenn sem ekki skila sér í hópferðarútur sínar. Tvívegis hefur þurft að kalla út björgunarsveitir en í bæði skiptin höfðu ferðamennirnir villst og farið upp í rangar rútur. Eftir nokkurra klukkustunda leit fundust þeir á hótelum sínum. Einar Sæmundsen, fræðslustjóri þjóðgarðsins á Þingvöllum, segir að unnið sé að vegvísum í þjóðgarðinum sem eigi að vera tilbúnir í vor. Ferðaþjónustuaðilar þurfi þó jafnframt að skerpa á samskiptum sínum við ferðamennina annars vegar og þjóðgarðinn hins vegar. Nær daglega þurfi að leita að fólki á svæðinu.Einar segist hafa áhyggjur af öryggi ferðamanna. „Veðrið hefur verið sérstaklega óþægilegt í vetur. Það hafa verið sólarglennur og allt í góðu og svo dregur ský fyrir sólu og þá kannski kemur éljakóf og menn sjá ekki mikið.“Ferðamenn hreinlega skildir eftir „Það er ýmislegt sem spilar þarna inn í. Stundum eru rútur á vitlausum stað eða fólk villist. Svo hefur það gerst að ferðamenn hafa hreinlega verið skildir eftir og það gerðist í vetur. Þá fundust tveir ferðamenn við Almannagjá í hríðarbyl, en við höfum verið í samskiptum við ferðaþjónustuna vegna þessa,“ segir Einar og heldur áfram að lýsa hremmingum erlendra ferðamanna: „Síðan er það líka það að fólk gleymir sér, misskilur leiðsögumennina eða skilur þá ekki eða jafnvel áttar sig ekki nógu vel á aðstæðum. Fer á vitlaust bílastæði, skilja ekki fyrirmæli, hafa ekki heyrt þau eða einhverjir tungumálaörðugleikar.“„Ferðamenn hafa hreinlega verið skildir eftir og það gerðist í vetur. Þá fundust tveir ferðamenn við Almannagjá í hríðarbyl.“Aldrei eins margir villst Einar segir að aldrei hafi eins margir orðið vegvilltir í garðinum og nú en að það haldist í hendur við aukinn fjölda ferðamanna á svæðinu. Ákveðið verklagsferli fer af stað þegar ferðamenn týnast en að í lang flestum tilfellum leysist málin á staðnum. Hann segist þó hafa áhyggjur af öryggi gestanna og upplifun þeirra. „Það hefur auðvitað óhagræði í för með sér fyrir ferðaþjónustuna ef þeir tefjast. En maður hefur áhyggjur af þessu í þessari vetrarferðaþjónustu. Veðrið hefur verið sérstaklega óþægilegt í vetur. Það hafa verið sólarglennur og allt í góðu og svo dregur ský fyrir sólu og þá kannski kemur éljakóf og menn sjá ekki mikið,“ segir hann að lokum. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hlógu að nöktum syni sínum í kuldakasti og sjálfheldu „Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar í Darwins-verðlaunin 2014,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. 5. september 2014 10:43 Hrasaði og missti meðvitund á Þingvöllum "Íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið,“ segir þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. 25. febrúar 2015 16:35 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Starfsmenn þjóðgarðsins á Þingvöllum eru í önnum við að leita uppi ferðamenn sem ekki skila sér í hópferðarútur sínar. Tvívegis hefur þurft að kalla út björgunarsveitir en í bæði skiptin höfðu ferðamennirnir villst og farið upp í rangar rútur. Eftir nokkurra klukkustunda leit fundust þeir á hótelum sínum. Einar Sæmundsen, fræðslustjóri þjóðgarðsins á Þingvöllum, segir að unnið sé að vegvísum í þjóðgarðinum sem eigi að vera tilbúnir í vor. Ferðaþjónustuaðilar þurfi þó jafnframt að skerpa á samskiptum sínum við ferðamennina annars vegar og þjóðgarðinn hins vegar. Nær daglega þurfi að leita að fólki á svæðinu.Einar segist hafa áhyggjur af öryggi ferðamanna. „Veðrið hefur verið sérstaklega óþægilegt í vetur. Það hafa verið sólarglennur og allt í góðu og svo dregur ský fyrir sólu og þá kannski kemur éljakóf og menn sjá ekki mikið.“Ferðamenn hreinlega skildir eftir „Það er ýmislegt sem spilar þarna inn í. Stundum eru rútur á vitlausum stað eða fólk villist. Svo hefur það gerst að ferðamenn hafa hreinlega verið skildir eftir og það gerðist í vetur. Þá fundust tveir ferðamenn við Almannagjá í hríðarbyl, en við höfum verið í samskiptum við ferðaþjónustuna vegna þessa,“ segir Einar og heldur áfram að lýsa hremmingum erlendra ferðamanna: „Síðan er það líka það að fólk gleymir sér, misskilur leiðsögumennina eða skilur þá ekki eða jafnvel áttar sig ekki nógu vel á aðstæðum. Fer á vitlaust bílastæði, skilja ekki fyrirmæli, hafa ekki heyrt þau eða einhverjir tungumálaörðugleikar.“„Ferðamenn hafa hreinlega verið skildir eftir og það gerðist í vetur. Þá fundust tveir ferðamenn við Almannagjá í hríðarbyl.“Aldrei eins margir villst Einar segir að aldrei hafi eins margir orðið vegvilltir í garðinum og nú en að það haldist í hendur við aukinn fjölda ferðamanna á svæðinu. Ákveðið verklagsferli fer af stað þegar ferðamenn týnast en að í lang flestum tilfellum leysist málin á staðnum. Hann segist þó hafa áhyggjur af öryggi gestanna og upplifun þeirra. „Það hefur auðvitað óhagræði í för með sér fyrir ferðaþjónustuna ef þeir tefjast. En maður hefur áhyggjur af þessu í þessari vetrarferðaþjónustu. Veðrið hefur verið sérstaklega óþægilegt í vetur. Það hafa verið sólarglennur og allt í góðu og svo dregur ský fyrir sólu og þá kannski kemur éljakóf og menn sjá ekki mikið,“ segir hann að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hlógu að nöktum syni sínum í kuldakasti og sjálfheldu „Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar í Darwins-verðlaunin 2014,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. 5. september 2014 10:43 Hrasaði og missti meðvitund á Þingvöllum "Íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið,“ segir þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. 25. febrúar 2015 16:35 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Hlógu að nöktum syni sínum í kuldakasti og sjálfheldu „Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar í Darwins-verðlaunin 2014,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. 5. september 2014 10:43
Hrasaði og missti meðvitund á Þingvöllum "Íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið,“ segir þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. 25. febrúar 2015 16:35