Hrasaði og missti meðvitund á Þingvöllum Sunna Karen sigurþórsdóttir skrifar 25. febrúar 2015 16:35 Starfsfólk þjóðgarðsins komu konunni til bjargar og ekki leið á löngu þar til sjúkralið og lögregla mættu á staðinn, að sögn Ólafs. Erlend ferðakona slasaðist í þjóðgarðinum á Þingvöllum á mánudaginn eftir að hafa runnið í hálku. Konan missti meðvitund um stund og var flutt með sjúkrabíl á slysadeild. Áverkar eru sagðir minniháttar. Konan var ásamt hópi fólks við Almannagjá þegar hún fór út af göngustígnum með fyrrgreindum afleiðingum. Búið var að sanda hluta af göngustígnum, sem er álíka breiður og akbraut, og var fólk hvatt til að halda sig þeim megin á veginum sem búið var að sanda. Konan fór þó út af sandræmunni og datt aftur fyrir sig.Sjá einnig: Ferðamönnum fjölgað um 77 prósentÞessi mynd var tekin á mánudaginn, en hún sýnir glögglega hversu margir heimsækja Þingvelli daglega.mynd/berglind sigmundsdóttirGríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir Þingvelli daglega. Aðstæður eru ekki alltaf með besta móti, enda hefur veturinn verið harður, og því ekki einsdæmi að ferðamenn renni í hálku eða detti um skafla. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir að heldur mikið hafi verið um slík slys í vetur en að það megi meðal annars rekja til vályndrar veðráttu og aukins fjölda ferðamanna. Allra ráðstafanna sé þó ávallt gætt, sandað sé daglega og vetrarþjónusta með besta móti. „Oft er þetta það að fólk er mjög óvant að ganga á möl, hvað þá á hálku. Okkur þykir þetta óskaplega leiðinlegt, að fólk sé að meiða sig og meiða sig hjá okkur. Við erum alltaf að fjölga viðvörunarskiltum og það eru ákveðin skilti notuð þannig að fólk sjái þetta bara með einni sjónhendingu,“ segir Ólafur. „Þingvellir eru í 100 metra hæð og langt inni í landi og íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið, hrasað, sett fótinn ofan í gjótu eða hvað sem er. Þar liggur ábyrgð hvers einstaklings. Við getum lagt brautir og sandað og sett skilti, en þar líkur okkar hlutverki,“ segir hann, aðspurður hvort vel sé staðið að málum í þjóðgarðinum. Ferðamönnum til Þingvalla hefur fjölgað mikið síðustu ár. Ákveðið var að auka snjómokstur í þjóðgarðinum í takt við fjölgunina og eru nú allar helstu gönguleiðir frá Almannagjá að Silfru ruddar og sandaðar eftir þörfum. Á vefsíðu Þingvalla segir að mikilvægt sé að kynna sér aðstæður vel og meta hvort eða hvaða leið sé valin með tilliti til getu hvers ferðahóps fyrir sig og brýna fyrir ferðamönnum að fara með gát þegar farið sé um svæðið. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Erlend ferðakona slasaðist í þjóðgarðinum á Þingvöllum á mánudaginn eftir að hafa runnið í hálku. Konan missti meðvitund um stund og var flutt með sjúkrabíl á slysadeild. Áverkar eru sagðir minniháttar. Konan var ásamt hópi fólks við Almannagjá þegar hún fór út af göngustígnum með fyrrgreindum afleiðingum. Búið var að sanda hluta af göngustígnum, sem er álíka breiður og akbraut, og var fólk hvatt til að halda sig þeim megin á veginum sem búið var að sanda. Konan fór þó út af sandræmunni og datt aftur fyrir sig.Sjá einnig: Ferðamönnum fjölgað um 77 prósentÞessi mynd var tekin á mánudaginn, en hún sýnir glögglega hversu margir heimsækja Þingvelli daglega.mynd/berglind sigmundsdóttirGríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir Þingvelli daglega. Aðstæður eru ekki alltaf með besta móti, enda hefur veturinn verið harður, og því ekki einsdæmi að ferðamenn renni í hálku eða detti um skafla. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir að heldur mikið hafi verið um slík slys í vetur en að það megi meðal annars rekja til vályndrar veðráttu og aukins fjölda ferðamanna. Allra ráðstafanna sé þó ávallt gætt, sandað sé daglega og vetrarþjónusta með besta móti. „Oft er þetta það að fólk er mjög óvant að ganga á möl, hvað þá á hálku. Okkur þykir þetta óskaplega leiðinlegt, að fólk sé að meiða sig og meiða sig hjá okkur. Við erum alltaf að fjölga viðvörunarskiltum og það eru ákveðin skilti notuð þannig að fólk sjái þetta bara með einni sjónhendingu,“ segir Ólafur. „Þingvellir eru í 100 metra hæð og langt inni í landi og íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið, hrasað, sett fótinn ofan í gjótu eða hvað sem er. Þar liggur ábyrgð hvers einstaklings. Við getum lagt brautir og sandað og sett skilti, en þar líkur okkar hlutverki,“ segir hann, aðspurður hvort vel sé staðið að málum í þjóðgarðinum. Ferðamönnum til Þingvalla hefur fjölgað mikið síðustu ár. Ákveðið var að auka snjómokstur í þjóðgarðinum í takt við fjölgunina og eru nú allar helstu gönguleiðir frá Almannagjá að Silfru ruddar og sandaðar eftir þörfum. Á vefsíðu Þingvalla segir að mikilvægt sé að kynna sér aðstæður vel og meta hvort eða hvaða leið sé valin með tilliti til getu hvers ferðahóps fyrir sig og brýna fyrir ferðamönnum að fara með gát þegar farið sé um svæðið.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira