Hlógu að nöktum syni sínum í kuldakasti og sjálfheldu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2014 10:43 Drengurinn í sjálfheldu í Flosagjá í gær. Mynd/Einar Ásgeir Sæmundsson „Maður hefur séð ýmsar uppákomur hér á Þingvöllum en þessi var snúin því strákurinn var í sjokki,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Einar var á ferli við Flosagjá í gær þegar hann heyrði hljóð eins og eitthvað hefði dottið út í gjána. Kom hann að gjánni þar sem bandarísk fjölskylda hafði hvatt yngsta fjölskyldumeðliminn til þess að stökkva nakinn út í. „Þegar ég kom þarna að var greinilegt að foreldrarnir áttuðu sig ekki á því hve kalt vatnið væri og aðstæður alvarlegar,“ segir Einar Ásgeir í samtali við Vísi. Hann telur að gjáin sé um sex til sjö metra há og mjög djúp. „Hann fékk strax algert kuldasjokk og synti beint að klettavegnum og prílaði úr vatninu og var í sjokki og sjálfheldu á lítilli syllu,“ segir Einar Ásgeir. Fjölskyldan hafi verið í hláturskasti og hvatt son sinn áfram. „Hann var hálfsnöktandi en hafði það að lokum af að príla upp á sylluna fyrir ofan. Það gerðist eftir að ég hraunaði yfir foreldrana um hvern fjandann þau væru að hugsa og hve vatnið væri kalt,“ skrifaði Einar Ásgeir í færslu sem hann deildi á Facebook. Drengurinn hafi ekki getað hugsað sér að synda tíu metra inn í gjáarendann, þar sem auðveldara hefði verið að komast upp, því vatnið hafi verið það kalt. Hann hafi því reynt að klifra upp úr gjánni. „Þetta hefði getað farið mjög illa. Hann var næstum dottinn aftur á bak ofan í gjána,“ segir Einar Ásgeir. Hann hafi haft samband við lögreglu en drengurinn hafi komist upp með aðstoð bróður síns. „Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar til Darwins-verðlauna 2014. Óskaði þeim svo góðrar ferðar og bað þau að reyna ekki að grilla sykurpúða í eldgosinu.“ Einar Ásgeir segist vera öllu vanur á Þingvöllum en þarna hafi aðstæður verið alvarlegar og hætta á ferðum. „Þegar maður er með svona mikið af ferðamönnum er ekki hægt að búast við því að hegðun allra sé samkvæmt norminu. Við upplifum það hér. En þetta fór vel.“ Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira
„Maður hefur séð ýmsar uppákomur hér á Þingvöllum en þessi var snúin því strákurinn var í sjokki,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Einar var á ferli við Flosagjá í gær þegar hann heyrði hljóð eins og eitthvað hefði dottið út í gjána. Kom hann að gjánni þar sem bandarísk fjölskylda hafði hvatt yngsta fjölskyldumeðliminn til þess að stökkva nakinn út í. „Þegar ég kom þarna að var greinilegt að foreldrarnir áttuðu sig ekki á því hve kalt vatnið væri og aðstæður alvarlegar,“ segir Einar Ásgeir í samtali við Vísi. Hann telur að gjáin sé um sex til sjö metra há og mjög djúp. „Hann fékk strax algert kuldasjokk og synti beint að klettavegnum og prílaði úr vatninu og var í sjokki og sjálfheldu á lítilli syllu,“ segir Einar Ásgeir. Fjölskyldan hafi verið í hláturskasti og hvatt son sinn áfram. „Hann var hálfsnöktandi en hafði það að lokum af að príla upp á sylluna fyrir ofan. Það gerðist eftir að ég hraunaði yfir foreldrana um hvern fjandann þau væru að hugsa og hve vatnið væri kalt,“ skrifaði Einar Ásgeir í færslu sem hann deildi á Facebook. Drengurinn hafi ekki getað hugsað sér að synda tíu metra inn í gjáarendann, þar sem auðveldara hefði verið að komast upp, því vatnið hafi verið það kalt. Hann hafi því reynt að klifra upp úr gjánni. „Þetta hefði getað farið mjög illa. Hann var næstum dottinn aftur á bak ofan í gjána,“ segir Einar Ásgeir. Hann hafi haft samband við lögreglu en drengurinn hafi komist upp með aðstoð bróður síns. „Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar til Darwins-verðlauna 2014. Óskaði þeim svo góðrar ferðar og bað þau að reyna ekki að grilla sykurpúða í eldgosinu.“ Einar Ásgeir segist vera öllu vanur á Þingvöllum en þarna hafi aðstæður verið alvarlegar og hætta á ferðum. „Þegar maður er með svona mikið af ferðamönnum er ekki hægt að búast við því að hegðun allra sé samkvæmt norminu. Við upplifum það hér. En þetta fór vel.“
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira